Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

194. fundur 02. júní 2020 kl. 17:00 - 18:00 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi (MTM) og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnúmer: 201809205986
Heiti máls: Friðarstaðareitur, deiliskipulag.

Lýsing á máli:
Á 193. fundi nefndarinnar gerði skipulagsfulltrúi grein fyrir skipulagstillögum Ask arkitekta og Landslags ehf. dags. 5. maí sl. og var samþykkt að áfram yrði unnið að skipulagsgerðinni í samræmi við framlagðar tillögur og formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa á svæðinu um stöðu skipulagsgerðarinnar og skipulagsáherslur þeirra.

Formaður og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir viðræðum sínum við umrædda lóðarhafa, sem fram fóru á bæjarskrifstofunni 27. maí sl. og lögðu fram minnisblað af þeim fundi.

Afgreiðsla máls:

Málið lagt fram til kynningar.

Nr. 2
Málsnúmer. 201812216000
Heiti máls: Kambahraun 51, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og við bílskúr.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafi: Gísli Tómasson kennitala 300377-5489, Kambahrauni 51, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Sigurður Þ. Jakobsson kennitala 100745-6589.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dags. 6. maí 2020, frá lóðarhafa lóðarinnar Kambaraun 51, fyrir 36,0m2 viðbyggingu við íbúðarhús og 42,3m2 viðbyggingu við bílskúr á lóðinni, skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Bölti ehf. dags. 6. maí 2020.

Málið var áður á dagskrá 182. fundar nefndarinnar og lagði hún þá til við bæjarstjórn að framkvæmdin yrði samþykkt og hlaut framkvæmdin samþykki bæjarstjórnar 14. mars 2019. Ákvörðun byggingarfulltrúa, dags. 5 maí 2020, um að samþykkja byggingaráform fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurður nefndarinnar liggur nú fyrir, sbr. úrskurð í máli nr. 26/2020 og er hann á þann veg að ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja byggingaráform fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið á lóðinni er felld úr gildi þar sem byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni var ekki gefið út innan eins árs frá samþykkt bæjarstjórnar fyrir framkvæmdinni en skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga skal grenndarkynning fara fram að nýju hafi það ekki verið gert.

Skipulagsfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt að nýju skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.

Nr. 3
Málsnúmer. 202006696057
Heiti máls: Dynskógar 24, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Baldvin Þór Svavarsson, kennitala 190488-4389 og Sunna Líf Hafþórsdóttir, kennitala 040190-3179, Dynskógum 24, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Eiríkur Vignir Pálsson, kennitala 010975-4179.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn frá lóðarhöfum lóðarinnar Dynskógar 24, dags. 28. maí sl., um byggingarleyfi fyrir 86,5m2 viðbyggingu við einbýlishús á lóðinni, skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Pro-Ark Teiknistofu dags. 4. maí sl.

Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Að mati skipulagsfulltrúa fellur tillagan vel að yfirbragði byggðar og stefnumörkun í aðalskipulagi.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 4
Málsnúmer. 202006276056
Heiti máls: Bláskógar 6, ósk um að skipta einbýlishúsalóð í þrjár einbýlishúsalóðir.

Lýsing á máli:
Lögð fram tillaga gerð af AOK arkitektum, fyrir hönd lóðarhafa, dags. 28. maí 2020, um að skipta lóðinni Bláskógar 6 í þrjár lóðir, annars vegar lóð fyrir núverandi íbúðarhús og hinsvegar tveimur nýjum lóðum sem fá heitin Bláskógar 6a og 6b. Á lóðinni Bláskógar 6a er gert réð fyrir einnar einnar hæðar húsi en á lóðinni 6b er gert ráð fyrir tveggja hæða húsi. Nýtingarhlutfall lóðana verður 0,3.

Lóðin er Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Lóðin er skv. aðalskipulagi á íbúðareit ÍB7 en þar er sagður möguleiki á þéttingu byggðar einkum á baklóðum. Að mati skipulagsfulltrúa fellur tillagan vel að yfirbragði byggðarinnar og stefnumörkun í aðalskipulagi.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt.

Nr. 5
Málsnúmer. 202005766054
Heiti máls: Hrauntunga 18, ósk um breytingu á skipulags- og byggingarskilmálum.

Lýsing á máli:
Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar dags. 7. maí sl. var ósk landeiganda lóðarinnar Hrauntungu 18, um afstöðu Hveragerðisbæjar til hugmynda hans um að byggja á lóðinni 2ja hæða einbýlishúss með niðurgröfnum kjallara á byggingarreit sem er samkvæmt núverandi skipulagi aftan við núverandi íbúðarhús, vísað til umfjöllunar skipulags- og mannvirkjanefndar.

Afgreiðsla máls:
Nefndin bendir á að eignarlóðir í Hrauntungu falla ekki að lóðarmörkum í deiliskipulagi Kambalands. Að mati nefndarinnar er eðlilegt að fella lóðarmörk þessara lóða að deiliskipulaginu áður en ráðist verður í breytingu á deiliskipulagi.

Nr. 6
Málsnúmer. 202005436055
Heiti máls: Borgarheiði 18, umsókn um leyfi fyrir skjólgirðingu.

Lýsing á máli:
Lagður fram tölvupóstur, dags. 11. maí 2020, frá lóðarhafa lóðarinnar Borgarheiði 18, þar sem hann óskar eftir leyfi fyrir að reisa 1,8m háa skjólgirðingu á lóðarmörkum þar sem göngustígur liggur við lóðarmörk.

Afgreiðsla máls:
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og leggur til við bæjarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að gera tillögu að almennum reglum um afgreiðslu byggingarfulltrúa á umsóknum um girðingar og skjólveggi, sem lóðarhafar vilja reisa á lóðarnmörkum sínum við götur, stíga og opin svæði. Nefndin bendir lóðarhafa á 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sem fjallar um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi en skv. f. lið greinarinnar má lóðarhafi án leyfis, reisa allt að 1,8 m háa girðingu á lóð sinni sé hún ekki nær lóðarmörkum sem nemur hæð hennar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?