Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

190. fundur 04. febrúar 2020 kl. 17:00 - 18:22 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson varaformaður
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201809205986
Heiti máls: Friðarstaðareitur, deiliskipulag, íbúafundur.

Lýsing: 
Almennur íbúafundur um deiliskipulag Friðarstaðareits var haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þann 8. janúar sl. þar sem þeir Páll Gunnlaugsson, Ask arkitektum og Þráinn Hauksson, Landslagi ehf. gerðu grein fyrir tillögum að deiliskipulagi reitsins. Páll lagði fram þrjár tillögur sem sýna verslunar- og þjónustulóðum á norðurhluta reitsins með mismunandi fjölda lóða. Fundargestir voru flestir ánægðir með tillögur, sem sýndu 5-6 lóðir á þessum hluta reitsins. Páll lagði lagði einnig fram tillögu að íbúðarbyggð á svæði milli Álfahvamms og Varmár 1. Tillagan gerir ráð fyrir nokkuð þéttri byggð einbýlis-, par- og raðhúsa. Þráinn sýndi ýmsar mögulegar útfærslur og gerðir göngustíga, sem koma til greina við lagningu göngustígs um Varmárgilið og nokkrar myndir af baðstöðum og yfirborðsfrágangi við þekkta ferðamannastaði, sem hugmyndir um frágang á bað- og þjónustulóð ofan við Baulufoss. Skipulagsfulltrúi lagði fram minnisblað um fundinn og gerði grein fyrir því sem þar fór fram.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið að deiliskipulagsgerðinni í samræmi við tillögur 2 og 3 um verslunar- og þjónustulóðir norðan lóðarinnar Varmá 2 og tillögu að íbúðarbyggð á milli Álfahvamms og lóðarinnar Varmá 1.

Nr. 2
Málsnr. 201906296017
Heiti máls: Hreinsistöð, breyting á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa.

Lýsing 
Á 189. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga Landform ehf. um breytingu á deiliskipulagi hreinsistöðvar og lagði nefndin þá til við bæjarstjórn að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan var auglýst frá 20. desember 2019 til 31. janúar 2020. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 3. febrúar 2020. Eftirfarandi umsagnir og athugasemdir bárust: Frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 10. janúar 2020, þar sem engar athugasemdir eru gerðar, frá Skipulagsstofnun dags. 15. janúar sl. þar sem bent er á ákvæði í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um skólphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða iðnaði, frá Landsneti dags. 14. og 28. janúar sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar og frá Umhverfisstofnun dags. 20. janúar sl. þar sem bent er á mikilvægi þess að í tillögunni komi fram að Varmá sé á náttúruminjaskrá, að fjallað verði um hver áhrif stækkunar skólphreinsistöðvarinnar sé á ána og hvort tillagan hafi neikvæð áhrif á verndargildi náttúruminja. Bent er á nokkra þætti sem taka þarf tillit til við útreikning á afkastagetu hreinsistöðvarinnar, mikilvægi þess að fram komi framtíðaráform um meðhöndlun seyru og að fjallað verði um ákvæði 62. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd varðandi hugsanleg umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðrar stækkunar stöðvarinnar. Umhverfisstofnun bendir einnig á að nú sé unnið að innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnsmála og að Varmá hafi vatnshlotsnúmerið 103-792-R. Samkvæmt markmiðum laganna og viðkomandi reglugerðar skulu vatnshlot vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu ástandi. Skipulagsfulltrúi lagði fram og gerði grein fyrir lagfærðum deiliskipulagsuppdrætti þar sem gerðar hafa verið breytingar á greinargerð til samræmis við framkomnar athugasemdir. Skipulagsfulltrúi gerði einnig grein fyrir ósk frá minjaverði Suðurlands um að fá aukinn frest til að skila inn athugasemdum við breytingartillöguna.

Afgreiðsla: Nefndin er samþykk þeim breytingum sem gerðar hafa verið á greinargerð og samþykkir að fresta endanlegri afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Nr. 3
Málsnr. 201909756027
Heiti máls: Ás-/Grundarsvæði, deiliskipulag, umsagnir um deiliskipulagslýsingu, íbúafundur.

Lýsing
Á 189. fundi nefndarinnar voru umsagnir um lýsingu á deiliskipulagi svæðisins, frá Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Auk þeirra hafa borist umsagnir frá Minjastofnun Íslands, dags. 4. desember sl. og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 11. desember sl. Í þeim umsögnum komu engar athugasemdir fram við efni lýsingarinnar. Á íbúafundi dags. 8. janúar sl. gerði skipulagsfulltrúi grein fyrir lýsingu á deiliskipulagi svæðisins. Engar umræður urðu um lýsinguna á fundinum.

Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir Ás- Grundarsvæðið á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagslýsingar.

Nr. 4
Málsnr. 201910966034
Heiti máls: Breiðamörk 25, óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing
Málið var á dagskrá 189. fundar nefndarinnar. Lagður var fram tölvupóstur frá lóðarhafa lóðarinnar Breiðamörk 25 dags. 17. október sl. þar sem óskað var eftir breytingu á byggingarreit fyrir viðbyggingu við Þinghúsið í samræmi við meðfylgjandi grunn- og ásýndarmyndir. Viðbyggingin mun koma aftan við samkomusalinn og í átt að Hveramörk. Helstu röksemdir lóðarhafa fyrir breytingunni voru þær að nota þarf stærra port undir ruslagáma og vörumóttöku aftan við húsið, innra skipulag verður hagkvæmara og betra, skjól myndast framan við húsið með möguleikum á fallegu hellulögðu setsvæði og viðburðatorgi, viðbyggingin og Þinghúsið mun njóta sín betur. Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða þar sem hún víkur óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Samþykkt var að vísa málinu í grenndarkynningu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis hefur verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 3. janúar sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Nr. 5
Málsnr. 201911136036
Heiti máls: Hverahlíð 14, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskála, niðurstaða grenndarkynningar.
Lóðarhafi: Sigrún Sveinsdóttir 021046-3969, Lindargötu 37 101 Reykjavík, Stærðir 14.5 m2 44.0 m3. Hönnuður Hilmar Þór Björnsson 280845-3109

Lýsing
Málið var á dagskrá 189. fundar nefndarinnar. Lögð var fram umsókn frá lóðarhafa Hverahlíðar 14 um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á14,5m2 garðskála skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum dags. 2. september 2018 og bréfi dags. 18. apríl dags. 18. apríl 2019. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og þegar þannig háttar til skal fara fram grenndarkynning á fyrirhuguðum framkvæmdum. Framkvæmdin hefur verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 16. janúar sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust: Frá lóðarhöfum lóðanna Varmahlíð 15 og 17 dags. 10. janúar 2020, þar sem gerðar eru m.a. athugasemdir við fjarlægð hússins frá lóðarmörkum lóðanna Varmahlíð 15 og 17 og við hæð þess. Húsið muni skerða útsýni og götumynd og valda töluverðu skuggavarpi. Frá lóðarhafa lóðarinnar Hverahlíð 12 dags. 13. janúar 2020 þar sem hann gerir athugasemd við að teikning gefi ranga mynd af hæð hússins, mesta hæð þess sé í raun 315sm gagnvart lóð hans en ekki 260sm eins og lesa má af teikningu.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað á grundvelli fyrirliggjandi athugasemda nágranna.

Nr. 6
Málsnr. 201912286039
Heiti máls: Varmahlíð 12, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á íbúðarhúsi, niðurstaða grenndarkynningar.
Tegund lóðar: Íbúðarlóð. Eigandi Gunnbjörn Steinarsson 2401685109 Heiðarbrún 48 810 Hveragerði. Stærðir 142.1 m2 447.3 m3. Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639

Lýsing
Málið var á dagskrá 189. fundar nefndarinnar. Lögð var fram umsókn frá lóðarhafa Varmahlíðar 12 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á 2h. íbúðarhúsi á lóðinni skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Arn-Verk ehf. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í húsinu. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og þegar þannig háttar til skal fara fram grenndarkynning á fyrirhuguðum framkvæmdum. Framkvæmdin hefur verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 16. janúar sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Nr. 7
Málsnr. 202001746040
Heiti máls: Réttarheiði 17-19, sólstofa, umsókn um byggingarleyfi. 
Tegund lóðar: Parhúsalóð. Lóðarhafi: Gunnar Þór Jónsson 010552-2149 Réttarheiði 19 810 Hveragerði.
Lögð fram umsókn, dags. 19. janúar sl. frá eigendum fasteignarinnar Réttarheiði 19, um byggingarleyfi fyrir 15m2 sólstofu skv. meðfylgjandi teikningum. Um er að ræða parhúsaíbúð á lóðinni Réttarheiði 17-19. Meðfylgjandi er samþykki eigenda fasteignarinnar Réttarheiði 17. Lóðin Réttarheiði 17-19 er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fram fari grenndarkynning á framkvæmdinni sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 8
Málsnr. 202002496041
Heiti máls: Endurskoðun aðalskipulags Ölfuss.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 31. janúar sl. þar sem óskað er eftir umsögn Hveragerðisbæjar á skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Ölfuss 2010-2022, gerða af Eflu dags. 23.01.2020. Megin markmið endurskoðunarinnar eru að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu þar sem lögð er áhersla á að sveitafélagið verði eftirsóknarvert til búsetu með því að tryggja fjölbreytt framboð lóða í þéttbýli og dreifbýli, stuðla að auknum atvinnutækifærum með nægu lóðaframboði, stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda, leita hagkvæmustu lausna í vegagerð, stuðla að varðveislu umhverfislegra gæða, standa vörð um vernd grunnvatns, stuðla að gróðurvernd, styrkja svæði til íþrótta og útivistar og tryggja umhverfisvernd viðkvæmra svæða.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

Nr. 9
Málsnr. 202002836042
Heiti máls:  NLFÍ, hugmyndasamkeppni vegna fyrirhugaðra framkvæmda á landi félagsins í Hveragerði.

Lýsing
Náttúrulækningafélag Íslands, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, hefur efnt til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar og framtíðaruppbyggingu á landi NLFÍ. Óskað er eftir tillögum að heildarskipulagi fyrir svæðið auk innra skipulags á byggingum Heilsustofnunar og heilsudvalarstaðar ásamt tillögum að áfangaskiptingu fyrir framtíðaruppbyggingu til lengri tíma litið. Náttúrulækningafélagið leggur áherslu á að landsvæðið verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Fyrirhugað er að fjölga rekstrareiningum á svæðinu og endurnýja það húsnæði sem fyrir er eftir því sem við á. Keppnissvæðið er um 16 ha að stærð og nær til landnotkunarreitanna S8, VÞ6, OP13 og AF1 sbr. aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029. Skilafrestur tillagna er til 8. apríl nk. og gert er ráð fyrir að dómnefnd skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. Nefndin er skipuð fimm mönnum og situr skipulagsfulltrúi í henni skv. tilnefningu bæjarstjórnar. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Afgreiðsla: Málið lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?