Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

189. fundur 03. desember 2019 kl. 17:00 - 18:07 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson varaformaður
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Kristján Björnsson mætti í forföllum Hlyns Kárasonar
  • Snorri Þorvaldsson.
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr.1
Málsnúmer: 201706165941
Heiti máls: Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsaslóð, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var samþykkt að grenndarkynna tillögu um að breyta á leiksvæði, sem er á milli lóðanna Heiðarbrún 43 og 45, í einbýlishúsalóð sbr. grenndarkynningaruppdrátt, gerða af Landform ehf. dags. 25. september sl. Í tillögunni er tekið fram að framkvæmdir á lóðinni verði grenndarkynntar skv. 1.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar aðaluppdrættir liggja fyrir. Breytingartillagan hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytt notkun svæðisins , sbr. ofangreinda tillögu gerða af Landform ehf. verði samþykkt.

Nr. 2
Málsnúmer: 201809205986
Heiti máls: Friðarstðareitur, deiliskipulag.

Lýsing
Á 188. fundi nefndarinnar voru ræddar nokkrar tillögur Ask arkitekta og Landslag ehf. að deiliskiplagi svæðisins og lagði nefndin til við bæjarstjórn að haldinn yrði sérstakur kynningarfundur skiplagsnefndar og bæjarstjórnar, þar sem ráðgjafar gerður grein fyrir tillögum sínum og jafnframt yrði stefnt að almennum íbúafundi um málið í byrjun desembermánaðar. 

Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn 26. nóvember s. á fundinum voru tillögur ráðgjafa ræddar og lagt til að almennur íbúafundur yrði haldinn þann 10. desember nk. þar sem ráðgjafar munu gera grein fyrir tillögum sínum.

Afgreiðsla: Málið lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201906296017
Heiti máls: Hreinsistöð, breyting á deiliskipulagi.

Lýsing 
Á fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga Landform ehf. að breytingu á deiliskipulagi skólphreinistöðvarsvæðisins dags. 4. nóvember 2019 og lagði nefndin þá til við bæjarstjórn að deiliskipulagsvæðins yrði stækkað til norðurs að helgunarsvæði Suðurlandsvegar og að skoðað yrði hvort rétt væri að nýta svæðið norðaustan við lóð skólphreinsistoðvarinnar sem framtíðar hundasvæði. 

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir breytingum sem Landform ehf. hefur gert á deiliskipulagstillögunni í samræmi við ofangreindar óskir nefndarinnar.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 4
Málsnr. 201909306025
Heiti máls: Heiðarbrún 56, ósk um breytingu á deiliskipulagi, niðurstaða grenndarkynningar.

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var lagt fram erindi frá lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbrún 56, þar sem hann óskaði eftir því að gerð yrði breyting á deiliskipulagi við Heiðarbrún, sem feli í sér stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr á umræddri lóð. Jafnframt var lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Heiðarbrún, gerð af Landform ehf. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og var samþykkt að vísa breytingartillögunni í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind breytingartillaga verði samþykkt.

Nr. 5
Málsnr. 201909756027
Heiti máls:Ás-/Grundarsvæði, deiliskipulag, umsagnir um deiliskipulagslýsingu.

Lýsing
Á 188. fundi nefndarinnar var lögð var fram lýsing á deiliskipulagi svæðisins gerð af Landform ehf. dags. nóvember 2019 og lagði nefndin til við bæjarstjórn að hún yrði send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar og kynnt fyrir almenningi sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. það hefur nú verið gert. Umsagnir hafa borist frá Veðurstofu Íslands, dags. 19. nóvember sl. þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á köflum um flóð og jarðskjálfta sbr. tillögu um orðalag, sem fram kom í umsögninni, frá Umhverfisstofnun dags. 26. nóvember sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar og frá Skipulagsstofnun dags. 27. nóvember sl. þar sem fram kemur að lýsingin geri fullnægjandi grein fyrir skipulagsáformum en bent er á að hafa samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila við mótun tillögunnar sbr. gr. 5.2.1 í skipulagsgerð. Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins. Afgreiðsla Málið lagt fram til kynningar. Nr. 6 Málsnr. 201912186038 Heiti máls Kambaland, ósk um fjölgun íbúða á fjórum raðhúsalóðum. Lýsing Lagt fram bréf, dags. 25. nóvember sl. frá lóðarhafa lóðanna Dalahraun 1-7 og 2-8 og Langahraun 1-7 og 2-8 um leyfi til að fjölga íbúðum á umræddum lóðum úr fjórum íbúðum í fimm á hverri lóð. Lóðarhafi telur vera meiri eftirspurn eftir minni íbúðum en stærri. Að mati skipulagsfulltrúa kallar breytingin á endurskoðun á deiliskipulagi Kambalands.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað enda hafi verið sótt um lóðirnar og þeim úthlutað á grundvelli gildandi deiliskipulags. Nefndin telur að skoða megi síðar hvort rétt sé að endurskoða deiliskipulag Kambalands, m.t.t. sjónarmiða lóðarhafa, á svæðum sem seinna koma til uppbyggingar.

Nr. 7
Málsnr. 201807335978
Heiti máls: Klettahlíð 7, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr. Teg. bygg. Bílskúr Eigandi Guðjón Þór Jónsson 1010724959 Klettahlíð 7 810 Hveragerði Stærðir 29.4 m2 97.0 m3 Hönnuður Aðalsteinn V Júlíusson

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Klettahlíð 7, um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr á umræddri lóð. Þar sem áformuð viðbygging fer aðeins inn fyrir mörk deiliskipulags fyrir Laufskóga 32-40 þá var samþykkt að grenndarkynna framkvæmdina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Laufskóga og Klettahlíð skv. 2. mgr. 43. gr. sömu laga, sem felur í sér að lóðirnar Klettahlíð 3-5 og 7 verði innan deiliskipulagsins, lóðarmörk Klettahlíðar 7 verði lagfærð í samræmi við gildandi lóðarleigusamning og núverandi spennistöðvarlóð við Klettahlíð 9a verði sýnd á deiliskipulagsuppdrætti. Málið hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdina og ofangreinda breytingartillögu við deiliskipulag var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind framkvæmd og óveruleg breyting á deiliskipulagi verði samþykkt.

Nr. 8
Málsnr. 201906906015
Heiti máls: Kambahraun 41, umsókn um stækkun lóðar og byggingarleyfi fyrir stækkun bílskúrs, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr. 2210627 Teg. bygg. Bílskúr Eigandi Margrét Harpa Davíðsdóttir 2310823799 Kambahrauni 41 810 Hveragerði Stærðir 0.0 m2 0.0 m3 Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639

Lýsing
Á 185. fundi nefndarinnar þann 4. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna stækkun lóðarinnar Kambahraun 41 og jafnframt 36,4m2 viðbyggingu við bílskúr á lóðinni skv. meðfylgjandi uppdráttum. Stærð bílskúrs eftir stækkun hans verður 86,5m2. Nýtingarhlutfall eftir stækkun lóðar og bílskúrs verður 0,2. Grenndarkynning á framkvæmdinni hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 14. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Nr. 9
Málsnr. 201909716026
Heiti máls: Borgarhraun 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr. Teg. bygg. Íbúðarhús Eigandi Laufey Sif Lárusdóttir 2810862279 Borgarhrauni 4 810 Hveragerði Stærðir 102.8 m2 353.0 m3 Hönnuður Guðjón Þórir Sigfússon 0201623099

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhöfum lóðarinnar Borgarhraun 4, um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum við íbúðarhús á lóðinni skv. aðaluppdráttum gerðum af Guðjóni Þ. Sigfússyni, dags. 10. september 2019. Framkvæmdinni var vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust.

Laufey vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði samþykkt.

Nr. 10
Málsnr. 201910226031

Heiti máls: Varmahlíð 2, sólstofa, bílskýli og breytt notkun bílskúrs, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr. Teg. bygg. Bílskúr Eigandi Guðbjartur Jónsson 1402553789 Varmahlíð 2 810 Hveragerði Stærðir 64.2 m2 204.7 m3 Hönnuður Ólafur Tage Bjarnason 1504823489

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð 2, um byggingarleyfi fyrir sólstofu og bílskýli við bílskúr og leyfi til að nýta bílskúrinn sem íbúð. Framkvæmdinni var vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdina var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin og breytt notkun bílskúrsins verði samþykkt.

Nr. 11
Málsnr. 201911136036
Heiti máls: Hverahlíð 14, Garðskáli.
Þjóðskr.nr. Teg. bygg. Annað Eigandi Sigrún Sveinsdóttir 0210463969 Lindargötu 37 810 Hveragerði Stærðir 14.5 m2 44.0 m3 Hönnuður Hilmar Þór Björnsson 2808453109

Lýsing
Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Hverahlíð 14, dags. 7. nóvember 2019, um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á14,5m2 garðskála skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum dags. 2. september 2018 og bréfi dags. 18. apríl dags. 18. apríl 2019. Lóðin Hverahlíð 14 er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Þegar þannig háttar til skal fara fram grenndarkynning á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Afgreiðsla: Að mati nefndarinnar er ekki um endurbyggingu á garðskála að ræða heldur nýja framkvæmd. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Nr. 12
Málsnr. 201912286039
Heiti máls: Varmahlíð 12, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á íbúðarhúsi.
Þjóðskr.nr. Teg. bygg. Íbúðarhús Eigandi Gunnbjörn Steinarsson 2401685109 Heiðarbrún 48 810 Hveragerði Stærðir 142.1 m2 447.3 m3 Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639.

Lýsing
Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð 12 dags. 31. október 2019 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á 2h. íbúðarhúsi á lóðinni skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Arn-Verk ehf. dags. 10. október 2019. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í húsinu. Lóðin Varmahlíð 12 er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Þegar þannig háttar til skal fara fram grenndarkynning á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Nr. 13
Málsnr. 201912596037
Heiti máls: Öxnalækur spilda og Stóri-Saurbær, stofnun nýrra lóða.

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá félaginu Tálkna ehf. dags. 28. nóvember sl., þar sem sótt er um heimild fyrir stofnun þriggja nýrra lóða, Öxl 5, Öxl 6 og Öxl 10, úr landinu Öxnalækur spilda landnúmer 191893 og tveggja nýrra lóða, Öxl 4 og Öxl 9, úr landinu Stóri-Saurbær landnúmer 226881, sbr. meðfylgjandi lóðarblöð gerð á Eflu verkfræðistofu dags. 4. nóvember 2019. Nýju lóðirnar eru á svæði sem skilgreint er „Óbyggð svæði" sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Afgreiðsla: Að mati nefndarinnar er eðlilegt að nýjar lóðir á umræddum jörðum afmarkist frekar af helgunarsvæði vega og stíga en af núverandi landamerkjum Öxnalækjar spildu, Stóra Saurbæjar og Litla Saurbæjar. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar Öxl 6 verði samþykkt, að stofnun einnar lóðar úr spildunum Öxl 5 og 9 verði samþykkt og að stofnun einnar lóðar úr spildunum Öxl 4, 10 og 7 verði samþykkt. Jafnframt telur nefndin eðlilegt að Tálkni ehf. afsali til Hveragerðisbæjar því landi á umræddum jörðum sem áformað er að fari undir vegi og stíga með vísan í 1. mgr. 39. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 14
Málsnr. 201911276035
Heiti máls: Valsheiði 16, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi.

Lýsing
Lagt fram bréf, dags. 12. nóvember 2019, frá lóðarhafa lóðarinnar Valsheiði 16, þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gámi í allt að eitt ár. Áformað er að staðsetja gáminn á lóð bæjarins rétt fyrir norðan við lóðarmörk umræddrar lóðar, sbr. meðfylgjandi teikningu.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að stöðuleyfi fyrir gáminum verði veitt til allt að 12 mánaða. Gámurinn verði þó staðsettur innan lóðar umsækjanda.

Getum við bætt efni síðunnar?