Fara í efni

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

6. fundur 26. mars 2025 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir formaður
  • Berglind Hauksdóttir varaformaður
  • Sigurður Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Friðriksson aðalmaður
  • Brynja Sif Sigurjónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Nína Kjartansdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Nína Kjartansdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá
Margrét Svanborg Árnadóttir boðaði veikindaforföll, enginn varamaður gat komið í hennar stað.

Gestur: Bríet Emma Gísladóttir, 4. árs þroskaþjálfanemi hjá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis sat fundinn og fékk að fylgjast með.

1.Kynning á fræðsluþjónustu Hveragerðisbæjar

2503138

Fyrirkomulag fræðsluþjónustu Hveragerðisbæjar, verkefni og hlutverk hennar í málefnum tengdum börnum með fatlanir og stuðningsþarfir.



Gestur: Elfa Birkisdóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu Hveragerðisbæjar, verður með kynningu á starfsemi og hlutverki Fræðslusviðs Hveragerðisbæjar.
Samráðshópur þakkar Elfu Birkisdóttur kærlega fyrir gott samtal og góða kynningu á starfssemi fræðsluþjónustu Hveragerðisbæjar. Samráðshópurinn sér fram á áframhaldandi gott samtal varðandi stefnumörkun fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fyrir öll börn og ungmenni með stuðningsþarfir í Hveragerði.

2.Kynning á stuðningsþjónustu Grunnskólans í Hveragerði

2503139

Fyrirkomulag sérkennslu og stuðningsúrræða Grunnskólans í Hveragerði fyrir börn með fatlanir og stuðningsþarfir.



Gestur: Sævar Þór Helgason, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, verður með kynningu á starfssemi grunnskólans í tengslum við sérkennslu, stuðningsþjónustu og námsveri Grunnskólans í Hveragerði.
Samráðshópur þakkar Sævari Þór Helgasyni kærlega fyrir gott samtal og góða kynningu á stuðningsþjónustu Grunnskólans í Hveragerði. Samráðshópurinn sér fram á áframhaldandi gott samtal varðandi stefnumörkun í stuðningsþjónustu Grunnskólans í Hveragerði fyrir nemendur með stuðningsþarfir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?