Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Dagskrá
1.Frístundastarf fyrir börn með stuðningsþarfir
2502136
Fyrirkomulag frístundaþjónustu Hveragerðisbæjar og hvernig má efla frístundaþjónustu fyrir börn með fatlanir og stuðningsþarfir.
Gestur: Liljar Mar Pétursson, forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku í Hveragerði, með kynningu á starfsemi sem tengist börnum með stuðningsþarfir.
Gestur: Liljar Mar Pétursson, forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku í Hveragerði, með kynningu á starfsemi sem tengist börnum með stuðningsþarfir.
2.Íþróttastarf fyrir börn með stuðningsþarfir
2502137
Fyrirkomulag núverandi íþróttastarfs í Hveragerði og framtíðarsýn varðandi eflingu íþróttastarfs fyrir börn og ungmenni með fatlanir og stuðningsþarfir. Umfjöllun um samning UMFÍ og ÍSÍ um eflingu íþróttastarfs á landsvísu með því að koma á fót svæðisstöðvum og Hvatasjóði.
Gestir: Guðjóna Björk Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Íþróttafélagsins Hamar Hveragerði og Rakel Magnúsdóttir, svæðisstjóri íþróttahreyfingarinnar UMFÍ og ÍSÍ fyrir svæðisstöðina á Suðurlandi.
Gestir: Guðjóna Björk Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Íþróttafélagsins Hamar Hveragerði og Rakel Magnúsdóttir, svæðisstjóri íþróttahreyfingarinnar UMFÍ og ÍSÍ fyrir svæðisstöðina á Suðurlandi.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Íþróttafélagsins Hamar í Hveragerði og Rakel Magnúsdóttir, svæðisstjóri íþróttahreyfingarinnar UMFÍ og ÍSÍ fyrir svæðisstöðina á Suðurlandi, sögðu m.a. frá sameiningu Suðra íþróttafélags fatlaðra við Ungmennafélagið á Selfossi (UMFS) og verkefni ÍSÍ og UMFÍ um eflingu íþróttastarfs á landsvísu með því að koma á fót Svæðisstöðvum íþróttahéraða. Fjallað var um Hvatasjóð í tengslum við verkefnið, sem er sérstaklega fyrir styrkveitingar vegna íþróttastarfs sem miðar að því að fjölga þátttakendum með fatlanir, af erlendum uppruna og af tekjulægri heimilum.
Fram fór mjög upplýsandi og gagnlegt samtal um stöðuna eins og hún er hvað varðar íþróttastarf í Hveragerði fyrir börn og ungmenni með fatlanir og stuðningsþarfir og hvað hægt er að gera betur.
Samráðshópur þakkar Guðjónu og Rakel kærlega fyrir komuna og sér fram á áframhaldandi gott samtal varðandi íþróttastarfsemi fyrir öll börn og ungmenni í Hveragerði.
Fram fór mjög upplýsandi og gagnlegt samtal um stöðuna eins og hún er hvað varðar íþróttastarf í Hveragerði fyrir börn og ungmenni með fatlanir og stuðningsþarfir og hvað hægt er að gera betur.
Samráðshópur þakkar Guðjónu og Rakel kærlega fyrir komuna og sér fram á áframhaldandi gott samtal varðandi íþróttastarfsemi fyrir öll börn og ungmenni í Hveragerði.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Getum við bætt efni síðunnar?
Samráðshópur leggur til að einnig verði Reglur um frístundaheimila í Hveragerði endurskoðaðar og uppfærðar með tilliti til Leiðbeiningar Félagsmálaráðuneytisins (2019) fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Samráðshópur þakkar Liljari kærlega fyrir komuna og sér fram á áframhaldandi gott samtal varðandi frístundastarf fyrir öll börn og ungmenni í Hveragerði.