Fara í efni

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

4. fundur 29. janúar 2025 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Brynja Sif Sigurjónsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Halldór Benjamín Hreinsson
  • Sigurður Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Friðriksson aðalmaður
  • Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Nína Kjartansdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Nína Kjartansdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá
Gestir: Margrét Svanborg Árnadóttir, nýr tilnefndur fulltrúi ÖBÍ í samráðshópinn mun sitja fundinn.

1.Tilnefning fulltrúa ÖBÍ

2501079

Halla Sólrún Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Hjartardóttir hafa beðist lausnar frá setu í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks í Hveragerði.



ÖBÍ hefur tilnefnt Margréti Svanborgu Árnadóttur sem nýjan fulltrúa fyrir ÖBÍ í samráðshópinn.
Til kynningar. Samráðshópur býður Margréti velkomna og allir sammála um að hún sé góður fulltrúi þjónustuþega Hveragerðisbæjar.

2.Erindisbréf Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks

2501080

Erindisbréf lagt fyrir samráðshópinn til samþykktar.
Erindisbréf lesið og samþykkt að öllu leyti utan 5. gr. varðandi að fundir skulu boðaðir með a.m.k. sjö (7) sólarhringa fyrirvara. Samráðshópur óskar eftir að fjöldi sólarhringa verði í samræmi við aðrar nefndir bæjarins, eða a.m.k. tveir (2) sólarhringar. Samráðshópur óskar eftir að þessu verði breytt og leggur til við Bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

3.Fundur ÖBÍ og Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hveragerði

2501081

Samkvæmt 6.gr. erindisbréfs samráðshópsins skal haldinn fundur árlega með hagsmunasamtökum notenda félagsþjónustu. Samráðshópnum hefur verið falið að ákveða dagsetningu í febrúar 2025. Fulltrúar bæjarstjórnar, deildarstjóra velferðarsviðs, bæjarstjóra og bæjarritara verður einnig boðið að sitja fundinn sem verður haldinn á skrifstofutíma.

Fulltrúi ÖBÍ hefur óskað eftir að á fundinum verði rætt almennt um málefni fatlaðra. Hefur þá verið óskað sérstaklega eftir því að rætt verði um akstursþjónustu með tilliti til verkefnisins "Gott aðgengi í ferðaþjónustu", úthlutun Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs og nýting hans til að bæta aðgengi í sveitarfélaginu og störf aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.

Farið yfir þau málefni sem ÖBÍ hefur óskað eftir að fjallað verði um á sameiginlegum fundi. Samráðshópur leggur til að fundurinn með ÖBÍ verði haldinn annað hvort mánudaginn 24. febrúar eða þriðjudaginn 25. febrúar og fagnar væntanlegu samstarfi samráðshópsins við hagsmunasamtökin ÖBÍ.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?