Fara í efni

Öldungaráð

7. fundur 20. janúar 2025 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Anna Jórunn Stefánsdóttir aðalmaður
  • Alda Pálsdóttir aðalmaður
  • Garðar Rúnar Árnason aðalmaður
  • Sigurlín Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Steinunn Aldís Helgadóttir aðalmaður
  • Berglind Rós Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Daði Ingimundarson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kolbrún Tanja Eggertsdóttir Forstöðumaður
Fundargerð ritaði: Kolbrún Tanja Eggertsdóttir Forstöðumaður
Dagskrá

1.Íbúaþing 60

2410060

Umræða um dagskrá og fyrirkomulag íbúaþings 60

Lagt er upp með að halda íbúaþing 60 þann 22. mars 2025. Næsta skref er að finna framkvæmdaraðila á vegum Hveragerðisbæjar.

2.Umsögn fyrir umsókn úr framkvæmdasjóði aldraðra

2501064

Grundarheimilin óska eftir umsögnum Öldungaráðs Hveragerðisbæjar vegna umsókna úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
Farið var yfir umsóknir sem Grundarheimilin leggja fyrir, Öldungaráð styður þær. Forstöðumaður stuðningsþjónustu sér um að rita umsagnir og skilar þeim frá sér fyrir hönd Öldungaráðs Hveragerðis.

3.Aðgengi að sundlauginni Laugaskarði

2501065

Umræða um aðgengi að sundlauginni Laugaskarði.
Erindi frá Félagi eldri borgara var kynnt og tekið til umræðu á fundi Öldungaráðs er varðar aðgengi að sundlauginni í Laugaskarði. Ráðið styður erindi félagsins.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni síðunnar?