Notendaráð velferðarþjónustu
Dagskrá
Halldór Benjamín Hreinsson, fulltrúi B listans boðaði forföll, varamaður hans Brynja Sif Sigurjónsdóttir mætti í hans stað.
1.Skipan fundarmanna
2410136
Starfsmaður Hveragerðisbæjar hafði samband við ÖBÍ vegna tillögu að skipan fulltrúa þjónustunotenda í notendaráð velferðarþjónustu. Þann 25. október barst samþykki ÖBÍ með tölvupósti, þar sem nöfn fulltrúa voru samþykkt af þeirra hálfu. Fulltrúar eru eftirfarandi:
Aðalmenn
Halla Sólrún Gunnarsdóttir
Sveinn Friðriksson
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir
Sigríður Anna Hjartardóttir
Varamenn
Hilmar Heiðberg Björgvinsson
Guðjón Steinar Hákonarson
Ásgerður Vala Eyþórsdóttir
Halla Sólrún Gunnarsdóttir fulltrúi þjónustunotenda hefur tilkynnt að hún sjái sér ekki fært að sitja í notendaráði velferðaþjónustu. Í hennar stað kemur Sigríður Anna Hjartadóttir.
Aðalmenn
Halla Sólrún Gunnarsdóttir
Sveinn Friðriksson
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir
Sigríður Anna Hjartardóttir
Varamenn
Hilmar Heiðberg Björgvinsson
Guðjón Steinar Hákonarson
Ásgerður Vala Eyþórsdóttir
Halla Sólrún Gunnarsdóttir fulltrúi þjónustunotenda hefur tilkynnt að hún sjái sér ekki fært að sitja í notendaráði velferðaþjónustu. Í hennar stað kemur Sigríður Anna Hjartadóttir.
Þegar fulltrúi sveitarfélagsins hafði samband við ÖBÍ og óskaði eftir tilnefningum treysti ÖBÍ sér ekki til að tilnefna aðila í notendaráðið. Þá fann fulltrúi sveitarfélagsins aðila til að tilnefna í ráðið. Notendaráð þakkar ÖBÍ fyrir samþykki tilnefninganna á fulltrúum þjónustunotenda í notendaráð og þakkar aðilum úr þeim hópi fyrir að taka þátt í starfi notendaráðs velferðarþjónustu.
2.Kosning varaformanns
2410133
Notendaráð kýs varaformann notendaráðs velferðarþjónustu í Hveragerði.
Fundarmenn kusu Berglindi Hauksdóttur sem varaformann notendaráðs velferðarþjónustu.
3.Drög að erindisbréfi
2409043
Drög af erindisbréfi voru lögð fram til yfirlestar.
Notendaráð las í sameiningu yfir erindisbréfið með athugasemdum bæjarritara Hveragerðisbæjar og felur starfsmanni og bæjarritara að vinna drögin áfram.
4.Nýtt námsver Grunnskólans í Hveragerði
2410130
Farið yfir upplýsingar sem lagðar voru fyrir Skólanefnd þann 2. október 2024, um sér- og stuðningskennslu í GÍH. Einnig ræddar tillögur sem samráðshópurinn leggur til vegna sér- og stuðningskennslu í GÍH.
Notendaráðið fagnar byggingu nýss námsvers í GÍH og hvetur til frekari uppbyggingar samhliða því, á stuðningsþjónustu skólans. Einnig hvetur notendaráð að GÍH setji fram skýrari verkferla um þjónustu GÍH við börn með stuðningsþarfir og fatlanir.
Notendaráð hvetur GÍH til þess að þar verði heilt stöðugildi deildarstjóra/verkefnastjóra námsvers til að halda utan um skipulag stuðnings- og sérkennslu og starfsmenn sem sinna sértækri stuðningsþjónustu skólans.
Notendaráð bendir á að lögum samkvæmt beri grunnskólar frumkvæðisskyldu á að veita stuðningsþjónustu til nemenda. Til dæmis með því að boða foreldra til samtals að fyrra bragði ef tekið er eftir að nemandi eigi við einhverskonar vanda að stríða. Þar gegna farsældarlög og tengiliðir farsældar lykilhlutverki.
Notendaráð óskar eftir að fá að skoða nýtt námsver GÍH og fá kynningu á starfsemi þess. Einnig óskar notendaráð eftir upplýsingum um verkferla er varða sérkennslu og stuðningsþjónustu í GÍH.
Notendaráð bendir á mikilvægi þess að grunnskólakennarar fái eftir þörfum inn í kennslustundir fagaðila og/eða stuðningsfulltrúa til aðstoðar við að sinna stuðningsþjónustu á borð við einstaklingsmiðaða nálgun í kennslu þeirra nemenda sem þess þurfa.
Notendaráð hvetur GÍH til þess að þar verði heilt stöðugildi deildarstjóra/verkefnastjóra námsvers til að halda utan um skipulag stuðnings- og sérkennslu og starfsmenn sem sinna sértækri stuðningsþjónustu skólans.
Notendaráð bendir á að lögum samkvæmt beri grunnskólar frumkvæðisskyldu á að veita stuðningsþjónustu til nemenda. Til dæmis með því að boða foreldra til samtals að fyrra bragði ef tekið er eftir að nemandi eigi við einhverskonar vanda að stríða. Þar gegna farsældarlög og tengiliðir farsældar lykilhlutverki.
Notendaráð óskar eftir að fá að skoða nýtt námsver GÍH og fá kynningu á starfsemi þess. Einnig óskar notendaráð eftir upplýsingum um verkferla er varða sérkennslu og stuðningsþjónustu í GÍH.
Notendaráð bendir á mikilvægi þess að grunnskólakennarar fái eftir þörfum inn í kennslustundir fagaðila og/eða stuðningsfulltrúa til aðstoðar við að sinna stuðningsþjónustu á borð við einstaklingsmiðaða nálgun í kennslu þeirra nemenda sem þess þurfa.
5.Stuðningsþjónusta í leikskólum Hveragerðisbæjar
2410131
Farið yfir upplýsingar sem lagðar voru fyrir Skólanefnd þann 2. október 2024, um stoð- og stuðningsþjónustu í leikskólum Hveragerðisbæjar. Einnig ræddar tillögur sem samráðshópurinn leggur til vegna sér- og stuðningskennslu í leikskólum Hveragerðisbæjar.
Notendaráð fór yfir upplýsingar frá leikskólunum í Hveragerði sem gefur góða mynd af því starfi sem viðkemur sérkennslu og stuðningsþjónustu í leikskólunum. Ráðið hvetur til áframhaldandi góðra starfa.
6.Innleiðing farsældarlaga í Hveragerði
2410132
Starfsmaður notendaráðs f.h. Hveragerðisbæjar, Nína Kjartansdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi, fór með stutta kynningu á hvað farsældarlögin fela í sér.
Máli frestað vegna tímaskorts og ákveðið að fjalla um á næsta fundi.
7.Tímasetningar fyrirhugaðra sérfunda
2410134
Ræddar verða mögulegar dagsetningar fyrir sameiginlegan fund notendaráðs og Velferðar- og fræðslunefndar, ásamt árlegs fundar notendaráðs með notendum þjónustu sveitarfélagsins og hagsmunasamtökum.
Máli frestað vegna tímaskorts, ákveðið að fjalla um á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?