Notendaráð velferðarþjónustu
Dagskrá
Fulltrúar B listans boðuðu forföll á fundinum.
1.Nefndarmenn og fundartími
2409040
Fundarmenn kynntu sig fyrir Notendaráðinu. Áætlað er að notendaráð Velferðarþjónustu fundi þrisvar sinnum fyrir áramót og þrisvar sinnum frá áramótum fram á vor. Fundarmenn notendaráðs óska eftir að fundum verði fjölgað í ljósi þess hve seint að notendaráðið fór af stað. Fundartími Notendaráðs velferðarþjónustu verður framvegis síðasta miðvikudag í mánuði. Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir var kosin formaður Notendaráðs velferðarþjónustu samhljóða.
2.Hlutverk notendaráðs velferðarþjónustu
2409041
Farið var yfir Handbók Þroskahjálpar um notendasamráð í tengslum við velferðarþjónustu sveitarfélaga. Handbókin hefur að geyma ráð til sveitarfélaga vegna þátttöku fatlaðs fólks í ráðgjafa- og samráðshópum.
3.Dagskrá vetrarins
2409042
Farið var yfir mögulega dagskrárliði á fundum notendaráðs velferðarþjónustu í vetur. Lögð voru m.a. til kynningar Gæðaviðmið fyrir félagslega Þjónustu við fatlað fólk, gefið út af Stjórnarráði Íslands. Lagði fundarstjóri til að fundarmenn kynntu sér innihald þeirra gagna sem voru kynnt á fundinum. Notendaráðið hvetur einnig starfsfólk sveitarfélagsins og bæjarbúa til að kynna sér þau gögn sem munu birtast í vetur á heimasíðu Hveragerðisbæjar og varðar málefni Notendaráðs Velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Fundarmenn voru sammála um að fara yfir málefni málaflokksins, sem er mjög víðfeðmur, í ákveðinni röð. Lagt var til að byrja á málefnum 0-18 ára einstaklingum með stuðningsþarfir.
4.Erindisbréf til skoðunar frá öðrum sveitarfélögum
2409043
Notendaráðið leggur til að Nína Kjartansdóttir, starfsmaður notendaráðsins fyrir hönd Fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar og Sigríður Hauksdóttir ráðgjafi notendaráðs velferðarþjónustu vinni drög að erindisbréfi fyrir næsta fund.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:02.
Getum við bætt efni síðunnar?