Nefnd um Eignasjóð
Dagskrá
Formaður Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Erindisbréf nefndar um Eignasjóð
2408349
Lagt fram erindisbréf fyrir nefnd um Eignasjóð.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi tillögu.
Fulltrúi D-listans leggur til að nefndin leggi til við bæjarstjórn að samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar verði breytt og að Nefnd um Eignasjóð verði lögð niður og sameinuð Skipulags- og umhverfisnefnd og þannig búin til ný nefnd sem taki yfir hlutverk beggja nefnda. Lagt er til að nýja nefndin fái heitið Skipulags-, mannvirkja- og umhverfisnefnd.
Greinagerð
Frá því að nefnd um Eignasjóð varð til fyrir ári síðan með breyttum samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar hefur nefndin aldrei verið boðuð til fundar fyrr en nú. Fundarboð fundarins og erindisbréf nefndarinnar sýnir enn frekar tilgangsleysi þessarar nefndar og að vel hefði verið hægt að koma þessum málum fundarins og nefndarinnar fyrir hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd, bæjarráði og hjá bæjarstjórn. Með því að leggja nefnd um Eignasjóð niður væri hægt að spara nefndarlaun við heila nefnd og einnig spara tíma kjörinna fulltrúa og starfsmanna nefndarinnar.
Friðrik Sigurbjörnsson
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans. Fulltrúi minnihlutans með.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.
Fulltrúi D-listans leggur til að nefndin leggi til við bæjarstjórn að samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar verði breytt og að Nefnd um Eignasjóð verði lögð niður og sameinuð Skipulags- og umhverfisnefnd og þannig búin til ný nefnd sem taki yfir hlutverk beggja nefnda. Lagt er til að nýja nefndin fái heitið Skipulags-, mannvirkja- og umhverfisnefnd.
Greinagerð
Frá því að nefnd um Eignasjóð varð til fyrir ári síðan með breyttum samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar hefur nefndin aldrei verið boðuð til fundar fyrr en nú. Fundarboð fundarins og erindisbréf nefndarinnar sýnir enn frekar tilgangsleysi þessarar nefndar og að vel hefði verið hægt að koma þessum málum fundarins og nefndarinnar fyrir hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd, bæjarráði og hjá bæjarstjórn. Með því að leggja nefnd um Eignasjóð niður væri hægt að spara nefndarlaun við heila nefnd og einnig spara tíma kjörinna fulltrúa og starfsmanna nefndarinnar.
Friðrik Sigurbjörnsson
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans. Fulltrúi minnihlutans með.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.
2.Störf nefndar um Eignasjóð
2408350
Umræður um verksvið nefndarinnar, setningu markmiða og lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi nefndarinnar og þá starfsemi sem undir hana heyrir.
3.Fundadagatal nefndar um Eignasjóð
2408351
Formaður lagði fram tillögu um að fundir nefndarinnar væru fjórða fimmtudag í mánuði kl. 17:00 fjórum sinnum á ári.
Samþykkt að fundir verði í ágúst, september, mars og apríl.
4.Skrá yfir eignir, viðhald og viðhaldsþörf
2408352
Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa um stór viðhaldaverkefni á fasteignum bæjarins til lengri tíma.
Lagt fram til kynningar.
5.Skrá yfir yfirstandandi nýframkvæmdir
2408353
Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa um nýframkvæmdir á vegum Hveragerðisbæjar sem eru yfirstandandi ásamt þeim sem hafa verið samþykktar en framkvæmdir ekki hafnar.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að gera minnisblaðs um fyrirkomulag varðandi eftirfylgni á nýframkvæmdum og stærri viðhaldsverkefna fyrir næsta fund nefndarinna.
Bæjarstjóra falið að gera minnisblaðs um fyrirkomulag varðandi eftirfylgni á nýframkvæmdum og stærri viðhaldsverkefna fyrir næsta fund nefndarinna.
6.Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025
2408354
Lagðar fram upplýsingar frá fasteignafulltrúa um tillögur hans til fjárhagsáætlunar 2025 um framkvæmdir og viðhald skipt niður á stofnanir bæjarins. Skjalið er enn í vinnslu og er því lagt fram hér til upplýsinga.
Fasteignafulltrúa falið að vinna tillögurnar áfram með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja uppfærðar tillögur á næsta fund nefndarinnar til umfjöllunar og samþykktar.
Fyrirhugað er að tillögurnar verði lagðar inn í áætlunarvinnu bæjarstjórnar fyrir árið 2025.
Bæjarstjóra falið að taka saman drög af tillögum til bæjarstjórnar um nýframkvæmdir og forgangsröðun þeirra vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2025 og þriggja ára áætlunar.
Fyrirhugað er að tillögurnar verði lagðar inn í áætlunarvinnu bæjarstjórnar fyrir árið 2025.
Bæjarstjóra falið að taka saman drög af tillögum til bæjarstjórnar um nýframkvæmdir og forgangsröðun þeirra vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2025 og þriggja ára áætlunar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:29.
Getum við bætt efni síðunnar?