Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

11. fundur 19. mars 2025 kl. 17:00 - 18:46 í Reykjadalskaffi
Nefndarmenn
  • Marta Rut Ólafsdóttir formaður
  • Einar Alexander Haraldsson aðalmaður
  • Atli Örn Egilsson aðalmaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar, - atvinnu- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Barnamenning

2501126

Farið yfir stöðuna á undirbúningi fyrir viðburð á vegum Hveragerðisbæjar í tengslum við barnamenningarhátíð.

Verkefnið hefur verið farvegi og hefur verið gott samtal milli grunskólans og leikskólanna Óskalands og Undralands undanfarnar vikur og verður fram haldið.

2.Atvinnustefna neðri hluta Árnessýslu

2409014

Verið er að leggja lokahönd á sameiginlega atvinnustefnu fyrir neðri hluta Árnessýslu sem er samstarfsverkefni Hveragerðisbæjar, Árborgar og Flóahrepps.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fór yfir drög að stefnunni og aðgerðaráætlun og gerir ráð fyrir að senda inn athugasemdir fyrir lokafund vinnuhópsins um stefnuna. Nefndin leggur áherslu á að stefnan sé sértækari varðandi aðgerðir.

3.Byggðamerki Hveragerðisbæjar

2409010

Komin er tillaga að uppfærðu útliti byggðarmerkis Hveragerðisbæjar, unnið af Hrund Guðmundsdóttur hjá Klettagjá.

Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar því að uppfærsla á byggðarmerkinu sé komin vel á veg.

4.Hátíðir í Hveragerði 2025

2503114

Undirbúningur er hafinn fyrir hátíðahöld sumarsins í Hveragerði. Nefndin ræðir uppbyggingu og skipulag hátíðahaldanna.

Lagt fram til kynningar. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að vinna málin áfram.

5.Menning og listir

2503113

Menning og listir gegna veigamiklu hlutverki í bæjarlífinu og því mikilvægt að eiga gott samstarf og samtal við listafólk í Hveragerði. Ýmsar leiðir eru færar í því tilliti.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd leggur áherslu á mikilvægi öflugs menningar- og listastarfs og áframhaldandi samtals við listafólk í bænum.

6.Tillaga að samstarfi um byggingu reiðhallar að Vorsabæjarvöllum

2411005

Fulltrúar úr menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fóru á fund Hestamannafélagsins Ljúfs og kynntu sér humyndir þeirra um samstarf vegna uppbyggingar reiðhallar að Vorsabæjarvöllum.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fagnar framtaki Hestamannafélagsins Ljúfs og leggur til að bæjarstjórn fái kynningu á málinu áður en lengra er haldið.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:46.

Getum við bætt efni síðunnar?