Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

8. fundur 05. desember 2024 kl. 17:00 - 18:08 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Marta Rut Ólafsdóttir formaður
  • Einar Alexander Haraldsson aðalmaður
  • Atli Örn Egilsson aðalmaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar, - atvinnu- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar,- atvinnu- og markasfulltrúi
Dagskrá
Formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, Marta Rut Ólafsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fjallahjól - viðhald stíga í Ölfusdölum

2411011

Icebike Adventures ehf. Óska eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um viðhald stíga í Ölfusdölum. Stígarnir sem um ræðir eru 30 km í heildina, utan aðalgönguleiðarinnar, og hugsaðir fyrir hjólandi og hlaupandi útivistarfólk. Óskað er eftir styrk af tekjum bæjarins af bílastæðunum í Reykjadal.

Málið var tekið fyrir í bæjarráði þann 7. nóvember sl. og vísað þaðan til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar.

Tekjum af bílastæðagjöldum við Reykjadal hefur verið ráðstafað að fullu fyrir árið 2024. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun gjaldanna og fyrirkomulags á innheimtu. Áætlað er að við það hækki tekjur að nokkru marki og þá telur nefndin að mikilvægt sé að taka upp samtal um uppbyggingu á hjóla- og hlaupastígum í Reykjadal.

2.Viðburðir á aðventu og jólum

2412023

Framundan eru fastir liðir sem fylgja jólum og áramótum, s.s. brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld og íþróttamaður Hveragerðis. Gefin hefur verið út viðburðadagskrá með yfirliti yfir viðburði og fleira í Hveragerði yfir aðventu og jól. Þar eru meðal annars upplýsingar um þá viðburði sem eru á vegum Hveragerðisbæjar.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fagnar krafti og framtakssemi einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka sem leggja sitt af mörkum til að lyfta upp menningu og stemmningu í bænum í aðdraganda jóla. Ánægjulegt að Hveragerðisbær lyfti upp dagskránni með útgáfunni. Nefndin hvetur bæjarbúa til að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið er upp á í Hveragerði á aðventu og jólum. Þá leggur nefndin til að á næsta ári verði dagskráin prentuð og leitað verði til ungviðis í fjáröflun varðandi dreifingu inn á heimili í bænum.

3.Listamannahúsið varmahlíð - úthlutun 2025

2412024

Lögð fram tillaga að úthlutun listamannahússins Varmahlíðar fyrir árið 2025.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd hefur farið yfir tillögurnar og lýsir ánægju sinni með fjölda og fjölbreytni umsókna. Alls fá sextán listamenn úthlutað dvöl í Varmahlíð á árinu 2025.
Húsið verður einnig notað á 17. júní fyrir þau sem vilja hittast fyrir hátíðahöldin í þjóðbúningum líkt og sl. sumar.

4.Skilti

2403774

Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi kynnir stöðu mála varðandi hugmyndir að skiltum við bæjarmörk Hveragerðisbæjar.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd hvetur starfshópinn til að halda áfram með hönnunarvinnu svo unnt verði að reisa skilti við bæjarmörkin sem fyrst.

5.Rekstraráætlun 2025 MAM nefnd

2412026

Rekstraráætlun 2025 fyrir menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd og þess sem undir hana heyrir yfirfarin.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd hefur yfirfarið þá þætti sem snúa að störfum nefndarinnar árið 2025 og fagnar þeim hækkunum sem eru lagðar til vegna Afreks- og styrktarsjóðs, Blómstrandi daga og markaðsmála.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:08.

Getum við bætt efni síðunnar?