Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

7. fundur 10. október 2024 kl. 17:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Marta Rut Ólafsdóttir formaður
  • Sigurður Markússon varamaður
    Aðalmaður: Sandra Sigurðardóttir
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar, - atvinnu- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar,- atvinnu- og markasfulltrúi
Dagskrá
Formaður nefndarinnar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Forföll boðuðu Einar Alexander Haraldsson (O) og Atli Örn Egilsson (B). Varamenn sáu sér ekki fært að mæta.

1.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

2409106

Umsókn frá Brynjari Óðni Atlasyni um styrk vegna æfingabúða í knattspyrnu í Argentínu.
Nefndin samþykkir að veita Brynjari Óðni styrk að upphæð 25.000 kr. skv. vinnureglum Afreks- og styrktarsjóðs. C-styrkur fyrir unga og efnilega íþróttamenn sem standa framarlega í sinni íþróttagrein, eru í úrvalshópum sinna sérsambanda eða í unglingalandsliðum.

2.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

2408056

Umsókn frá Hauki Davíðssyni í Afreks- og styrktarsjóð vegna landsleikja erlendis í körfubolta.
Nefndin samþykkir að veita Hauki styrk að upphæð 50.000 kr. skv. vinnureglum Afreks- og styrktarsjóðs. A-styrkur er fyrir umsækjendur sem hafa staðið sig vel á ýmsum alþjóðlegum mótum s.s. Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum.

3.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

2408017

Umsókn frá Eric Mána um styrk í Afreks- og styrktarsjóð vegna keppni með landsliði erlendis í motocross.
Nefndin samþykkir að veita Eric Mána styrk að upphæð 35.000 kr. skv. vinnureglum Afreks- og styrktarsjóðs. B-styrkur er fyrir umsækjendur sem eru í fremstu röð í sinni grein hér á landi (landsliðsfólk).

4.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

2407017

Umsókn frá Lúkasi Aroni í Afreks- og styrktarsjóð vegna Evrópumóts í körfuknattleik með landsliði.
Nefndin samþykkir að veita Lúkasi Aroni styrk að upphæð 50.000 kr. skv. vinnureglum Afreks- og styrktarsjóðs. A-styrkur er fyrir umsækjendur sem hafa staðið sig vel á ýmsum alþjóðlegum mótum s.s. Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum.

5.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

2409203

Umsókn frá körfuknattleiksdeild Hamars í Afreks- og styrktarsjóð vegna þátttöku í efstu deild kvk. í körfuknattleik.
Nefndin fagnar glæsilegum árangri liðsins og óskar því góðs gengis á komandi vetri. Vegna eðlis umsóknarinnar telur nefndin hana falla undir starfsreglur Afreks- og styrktarsjóðs. Henni er því vísað til frekari skoðunar í bæjarráði.

6.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

2409179

Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð frá mfl. kk. í blaki vegna þátttöku í Evrópukeppni félagsliða.
Nefndin sendir blakliði Hamars hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur og óskar liðinu góðs gengis á mótinu. Samþykkt er að veita þeim styrk að upphæð 150.000 kr. Vegna fjárhagsheimilda sjóðsins er því miður ekki hægt að veita hærri styrk að svo stöddu.

7.Bréf vegna aðstöðu hesta- og manna í Dalnum

2408454

Lovísa Bjarnadóttir sendir tölvupóst þann 23. ágúst þar sem hún lýsir hættu fyrir hestamenn í Reykjadal og fer fram á úrbætur til þess að bæta öryggi allra hlutaðeigandi.



Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl. og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.“
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd þakkar ábendinguna. Vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði og golfvöll stendur yfir. Þar eru reiðstígar innan svæðis festir í sessi og er sérstaklega horft til öryggismála við deiliskipulagsgerðina. Nefndin leggur til að sett verði grjót eða aðrir tálmar sem loka fyrir lagningu á umræddum stöðum til bráðabirgða meðan unnið er að deiliskipulaginu.

8.Erindi vegna bílastæða og reiðvega við Reykjadal

2408500

Sabine Bernholt sendir tölvupóst þann 29. ágúst þar sem hún lýsir hættu fyrir hestamenn vegna bíla sem lagt er ólöglega. Myndir fylgja erindi.Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl. og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.“
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd þakkar ábendinguna. Vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði og golfvöll stendur yfir. Þar eru reiðstígar innan svæðis festir í sessi og er sérstaklega horft til öryggismála við deiliskipulagsgerðina. Nefndin tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisnendar til bæjarstjórnar um að loka bílastæði við blindhæð. Þá ítrekar nefndin fyrri bókun um lokun til bráðabirgða.

9.Fjölmenning og inngildingaráætlanir á Suðurlandi

2409202

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir þátttöku Hveragerðisbæjar í samráðshópi sveitarfélaga á Suðurlandi um móttökuáætlanir og inngildingu nýrra íbúa. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 3. október síðastliðinn og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar og velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar."
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fagnar þessu mikilvæga verkefni. Nefndin er reiðubúin að leggja verkefninu lið varðandi það sem heyrir undir málefni nefndarinnar svo sem atvinnumál, íþróttir og menningu.

10.Listamannahúsið Varmahlíð

2410057

Í nóvember ár hvert er auglýst eftir umsóknum frá listamönnum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð. Tillaga að uppfærðum reglum lögð fram til umræðu.

Nefndin samþykkir tillögu að uppfærðum reglum og gerir ráð fyrir að þær taki gildi þann 1. nóvember 2024.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?