Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

6. fundur 05. september 2024 kl. 17:00 - 18:38 Bjarkarheiði 15
Nefndarmenn
  • Marta Rut Ólafsdóttir formaður
  • Einar Alexander Haraldsson aðalmaður
  • Sigurður Markússon varamaður
  • Andri Helgason varamaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar, - atvinnu- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar,- atvinnu- og markasfulltrúi
Dagskrá
Formaður nefndarinnar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Erindisbréf menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar

2406044

Erindisbréf menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar hefur verið uppfært og staðfest. Helstu breytingar lúta að breyttum reglum við boðun funda ásamt því að íþróttamál falla nú undir verksvið nefndarinnar.
Uppfært og staðfest erindisbréf lagt fram til kynningar.
Nefndin fagnar því að íþróttirnar, sem eru stór málaflokkur, séu komnar inn á borð nefndarinnar.

2.Byggðamerki Hveragerðisbæjar

2409010

Byggðamerki Hveragerðisbæjar var teiknað árið 1982 af Helga Grétari Kristinssyni málarameistara í Hveragerði. Kallað er eftir aðlögun merkisins að tölvutæku formi auk endurskoðunar á reglum um notkun, leturgerð og fleira.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd lýsir ánægju sinni með fallegt, táknrænt og lýsandi byggðamerki bæjarins sem hefur góða sögulega og menningarlega skírskotun. Þó telur nefndin að þörf sé á uppfærslu á merkinu. Skýra þarf reglur um notkun, leturgerð og fleira. Loks leggur nefndin til að byggðamerki sveitarfélagsins verði skráð hjá Hugverkastofu eftir uppfærsluna. Óskað er eftir að tekið sé tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

3.Hugmyndasamkeppni um nöfn á leiksvæði

2409011

Á fundi sínum þann 18. júlí 2024 fól bæjarráð menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd að efna til hugmyndasamkeppni um nöfn á ónefnd leiksvæði bæjarins. Í kjölfarið verður skiltum komið fyrir við hvert og eitt leiksvæði bæjarins með heiti þess.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að efna til samkeppni um nöfn á leiksvæðunum sem um ræðir.

4.Afreks- og styrktarsjóður - uppfærsla á reglum

2409012

Þörf er á að uppfæra reglur um Afreks- og styrktarsjóð auk endurskoðunar á styrkupphæðum en þær hafa verið óbreyttar um margra ára skeið.
Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að gera tillögu að uppfærðum reglum sjóðsins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar í október nk.

5.Atvinnustefna neðri hluta Árnessýslu

2409014

Hveragerðisbær er þátttakandi í gerð sameiginlegrar atvinnustefnu sveitarfélaga í neðri hluta Árnessýslu. Þessi vinna er undir stjórn byggðaþróunarfulltrúa svæðisins og fer meðal annars fram með opnum íbúafundum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Til stóð að halda þessa íbúafundi í vor en þeim var frestað til haustsins og því tímabært að ákveða hvar og hvenær fundurinn verður haldinn í Hveragerði.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd leggur til að íbúafundur vegna atvinnustefnu verði haldinn fyrir miðjan nóvember í Listasafni Árnesinga. Nákvæm dagsetning verður ákveðin í samráði við byggðaþróunarfulltrúa. Nefndin hyggst nýta fundinn og afurð hans til gerðar atvinnustefnu Hveragerðisbæjar og tilheyrandi framkvæmdaáætlunar. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að auglýsa og undirbúa fundinn í samstarfi við byggðaþróunarfulltrúa svæðisins.

6.Hátíðir í Hveragerði 2024

2403773

Í sumar voru haldnar glæsilegar hátíðir á vegum Hveragerðisbæjar, 17. júní og Blómstrandi dagar. Uppbyggilegt er að fara yfir það sem vel gekk og skoða hvort eitthvað megi betur fara fyrir næstu hátíðir.
Gott og opið samtal um hátíðirnar. Mikilvæg yfirferð sem undirbúningur fyrir næstu viðburði. Hátíðin Blómstrandi dagar verður 30 ára á næsta ári. Nefndin leggur til að Breiðamörkin verði lokuð að hluta til yfir hátíðina til að gæta að öryggi íbúa og gesta.

7.Atvinnuuppbygging og -þróun

2409013

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd hefur undir sínu verksviði uppbyggingu og þróun atvinnumála í Hveragerði. Í því samhengi er vert að skoða möguleg tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar og -þróunar á svæðinu með tilliti til nýrra og fjölbreyttari flóru starfa.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að taka upp samtöl viðaðila sem líklegir eru til að auðga atvinnulíf bæjarins.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:38.

Getum við bætt efni síðunnar?