Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir formaður setti fund og stjórnaði.Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Skilti við bæjarmörk
2403774
Menningar-, atvinnu- og markaðsstjóri fjallar um framgang verksins um bæjarskilti við bæjarmörk Hveragerðis.
Leggja áherslu á að gera "Velkomin í Hveragerði" skilti við Þjóðveg 1. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að mynda samstarfshóp og fylgja málinu eftir. Reiknað með að tvö skilti verði komin upp eigi síðar en í byrjun ágúst 2024.
2.Menningarverðlaun 2024
2406017
Hin árlegu Menningarverðlaun verða veitt á hátíðahöldunum á 17. júní. Þá verður upplýst um hver hlýtur verðlaunin fyrir árið 2024.
Nefndin sammála um hver hlýtur verðlaunin í ár og verður það opinberað á 17. júní.
3.17. júní 2024
2406018
80 ára afmæli lýðveldisins Íslands verður fagnað í Hveragerði á þjóðhátíðardeginum, 17. júní. Dagskrá hátíðarhaldanna lögð fram til kynningar og umræðu.
Nefndin er ánægð með dagskrána sem er haldin í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Ánægjulegt að sjá áhersluna á leiki og fjör fyrir yngri kynslóðina. Þá fagnar nefndin því að hugmyndir ungmennaráðs fái að njóta sín í dagskránni.
4.Blómstrandi dagar 2024
2406039
Undirbúningur er hafinn fyrir Blómstrandi daga í Hveragerði 15.-18. ágúst 2024. Menningar-, atvinnu- og markaðsfullrúi fer yfir helstu kostnaðarliði en einnig rætt um helstu áherslur hátíðarinnar í ár.
Nefndin fagnar því að skipulagning hátíðarinnar sé komin í farveg. Einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt í hátíðinni og leggja sitt af mörkum til að gera hana sem best úr garði og okkur Hvergerðingum til sóma.
Litakóðar hverfanna ræddir í ljósi skreytinga fyrir hátíðina. Mikilvægt að birta tímanlega kort og liti fyrir hvert hverfi svo íbúar geti undirbúið sig vel. Litakóðar verða óbreyttir.
Verðlaun verða veitt fyrir best skreyttu götuna, húsið með frumlegustu skreytinguna og best skreytta húsið.
Litakóðar hverfanna ræddir í ljósi skreytinga fyrir hátíðina. Mikilvægt að birta tímanlega kort og liti fyrir hvert hverfi svo íbúar geti undirbúið sig vel. Litakóðar verða óbreyttir.
Verðlaun verða veitt fyrir best skreyttu götuna, húsið með frumlegustu skreytinguna og best skreytta húsið.
5.Markaðsmál 2024
2406015
Markaðsmál sveitarfélagsins.
Umræður um helstu áherslur í markaðsmálum fyrir Hveragerðisbæ út frá stefnunni sem hefur verið mörkuð fyrir bæinn til næstu ára. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að vinna málið áfram út frá umræðum nefndarinnar.
6.Sumarhópur SAMAN
2406000
Bréf barst frá sumarhóp SAMAN um forvarnir á hátíðum sumarsins.
Nefndin tekur undir með SAMAN hópnum og hvetur foreldra til samveru með börnum sínum á hátíðum sumarsins sem og aðra daga.
7.Erindisbréf menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar
2406044
Erindisbréf nefndarinnar hefur verið uppfært og er hér lagt fyrir nefndarmenn til umsagnar. Uppfært erindisbréf fer svo til samþykktar í bæjarráði í kjölfarið.
Erindisbréfið rætt. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri við bæjarstjórn.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:45.
Getum við bætt efni síðunnar?