Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

3. fundur 01. febrúar 2024 kl. 18:00 - 19:30 á Listasafni Árnesinga
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Einar Alexander Haraldsson aðalmaður
  • Atli Örn Egilsson aðalmaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
  • Andri Helgason varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Upplýsingamiðstöð og Hveragarður

2401120

Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, forstöðumaður Hveragarðsins og Upplýsingamiðstöðvar Hveragerðis, er gestur fundarins undir þessum lið. Hún fer yfir lykiltölur og þær breytingar sem eru yfirstandandi á starfsstöð Upplýsingamiðstöðvar.
Ánægjulegt að sjá hversu mikill fjöldi heimsækir Hveragarðinn og Upplýsingamiðstöðina á hverju ári. Metfjöldi heimsótti Hveragarðinn árið 2023 og ástæða til að byggja upp enn frekar. Ýmsar hugmyndir reifaðar. Sigurdísi þakkað fyrir kynninguna og gott utanumhald um sínar starfsstöðvar.

2.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

2401123

Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi kynnir þátttöku Hveragerðisbæjar í alþjóðlegu verkefni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Ánægja með að verið sé að innleiða Heimsmarkmiðin og metnaðarfulla áætlun þar um.

3.Stefnur og stefnumótun

2401122

Komið er að endurskoðun á þeim stefnum bæjarins sem heyra undir nefndina. Stefnur um menningarmál og atvinnumál ræddar.
Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að gera beinagrind að uppfærslu á stefnunum til að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Þjónustusamningar

2401121

Hveragerðisbær hefur verið með þjónustu- og samstarfssamninga við ýmis félagasamtök í bænum. Fjöldi þessara samninga heyra undir menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd og eru þeir flestir komnir að endurnýjun. Farið yfir megin inntak í samningum við félagasamtök og áherslur þeirra.
Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að boða til fundar með þeim menningartengdu félögum sem hafa þjónustusamning við Hveragerðisbæ til samtals um skipulag viðburða ársins á vegum bæjarins.

5.Sumardagurinn fyrsti 2024

2401119

Fyrsta hátíð ársins er á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl 2024. Ræddar hugmyndir að dagskrá þessa árs.
Lagt er til að heilsu- og útivistarþema verði á sumardaginn fyrsta í ár. Athuga með samstarf við Íþróttafélagið Hamar og fleiri aðila sem koma að útivist og hreyfingu.

6.Sundlaugin Laugaskarði

2401124

Farið yfir tölur gesta í Sundlaugina.
Tækifæri er til að setja sundlaugina inn í markaðsáætlun bæjarins. Rætt um leiðir til að auka aðsókn og vitund heimafólks og gesta um þessa perlu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?