Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Erindisbréf Menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar
2311246
Lögð fram drög að erindisbréfi menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf nefndarinnar. Fulltrúi D lista situr hjá.
2.Starfsáætlun Menningar-atvinnu og markaðsnefndar
2311248
Rætt um starfsáætlun nefndarinnar veturinn 2023-2024.
Nefndin hefur komið sér saman um fundartíma og verður starfsáætlun lögð fram á næsta fundi.
3.Stefnumótun Hveragerðisbæjar
2306020
Stefna Hveragerðisbæjar fyrir árin 2023-2028 kynnt fyrir nefndinni.
Verið er að undirbúa innleiðingu á stefnunni í samráði við KPMG.
4.Atvinnumálastefna Hveragerðis
2311249
Rætt um atvinnumálastefnu Hveragerðisbæjar.
Nefndin samþykkir að hefja undirbúning að gerð nýrrar atvinnumálastefnu Hveragerðisbæjar.
5.Umsókn um afrek- og styrktarsjóð
2311149
Afgreiðslu frestað.
Einar Alexander víkur af fundi undir þessum lið kl. 18:37
6.Bréf frá Þóri Geir Guðmundssyni frá 31. október 2023
2311253
Styrkbeiðni v. Jólastundar í Reykjadalsskála
Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda til að óska eftir frekari gögnum um kostnaðarliði.
Einar Alexander kemur inn kl. 18:47.
7.Íþróttamaður Hveragerðis 2023
2311250
Lagðar fram reglur um kjör á Íþróttamanni Hveragerðisbæjar.
Afgreiðslu frestað.
8.Varmahlíðarhúsið
2311251
Rætt um stöðuna á umsóknum um dvöl í Varmahlíðarhúsinu árið 2024.
Talsvert hefur komið inn af umsóknum nú þegar fyrir árið 2024 en umsóknarfrestur er ekki liðinn. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að yfirfara viðmið og reglur um úthlutun. Tillaga að úthlutunum mun liggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar í desember.
9.Jólahátíð
2311252
Rætt um undirbúning jólahátíðar í Hveragerði.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:17.
Getum við bætt efni síðunnar?