Kjörstjórn
Ár 2021, laugardagur 25. september kl. 7:30 kom kjörstjórn saman í Grunnskólanum í Hveragerði v/alþingiskosninga. Varakjörstjórn og starfsmenn mættu einnig á sama tíma.
- Alþingiskosningar 25. september 2021
Kjörseðlar voru taldir og reyndust vera 2400. Auglýsingar hafa verið hengdar upp. Á kjörskrá eru 2179. frá útgáfu kjörskrár hafa 3. látist. Borist hafa 188 utankjörfundaratkvæði. Það staðfestis hér með.
Eyjólfur K. Kolbeins
Margrét Haraldardóttir
Guðríður Aadnegard
Kjörkassar voru innsiglaðir með tilheyrandi númerum og lakki.
K00038065
K00038067
K00038068
Kjörfundur hófst kl. 9:00.
Kl.08:55 kom umboðsmaður fyrir Sósíalistaflokki Íslands A. Þ. A. í eftilitsferð.
Kl.09:15 Ó.M.S. og afslaði sér kosningarétti í Ölfusi og kaus hér.
Kl.12:10 kom A.S.E og óskaði eftir aðstoð sem dóttir hennar E.E. veitti henni.
Kl.12:40 kom G.J.J. og afsalaði sér kosningarétti á Stokkseyri og kaus hér.
Kl.11:00 voru 178 búnir að kjósa eða um 8%.
Kl.13:55 kom R.E og H.Ó. og afsöluðu sér kosningarétti í Ölfusi og kusu hér.
Kl.14:25 kom G.H. og óskaði eftir aðstoð sem M.H. veitti.
Kl.15:00 komu K.Á. og Á.B. og afsöluðu sér kosningarrétti í Ölfusi og kusu hér.
Kl.15:10 kom H.J. og og óskaði eftir aðstoð sem dóttir hennar N.S. veitti.
Kl.17:00 var skipt um kjörkassa sem Eyjólfur formaður kjörstjórnar flutti á Selfoss, 629 atkvæði í þeim kassa.
Kl.17:45 kom V.S.S. og óskaði eftir aðstoð sem faðir hennar S.B.J. veitti.
Kl.17:50 bárust 65 utankjörfundar atkvæði.
Kl 20:10 bárust 13 utankjörfundaratkvæði.
Kl.20:15 kom E.M.M. og afsalaði sér kosningarétti í Reykjanesbæ og kaus hér.
Kjörfundi lauk kl. 22:00. Atkvæði í kosningu v/Alþingiskosninga í kjördeild 1. greiddu alls: 927 þar af 440 karlar og 487 konur.
Utankjörfundaratkvæði voru 154 þar af voru karla 80 og 74 konur.
Alls greiddu 1081 atkvæði sem er 80 %.
Ónotaðir seðlar voru 573 og engin ógildur. K00012956
Það sem yfirkjörstjórn móttekur er eftirfarandi.
- Innsiglaður kassi m/kjörseðlum.
- Innsiglaður kassi með ónotuðum kjörseðlum.
- Kjörskrár 3 eintök.
- Kjörsóknarblöð.
- Hagstofuskýrslu.
- Fylgibréf utankjörfundaratkvæða úr kjördeildinni.
- Eyðublað v/afsals kosninga og þagnarheit.
- Sími til að skanna.
- Ljósrit úr kjörfundarbók undirrituð af kjörstjórn og vara kjörstjórn.
Kjörfundi slitið kl.23:59