Fara í efni

Kjörstjórn

43. fundur 13. september 2021 kl. 16:00 - 16:45 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyjólfur K. Kolbeins
  • Guðríður Aadnegard
  • Margrét Haraldardóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri

Mánudaginn 13. september 2021 kl. 16:00 kom kjörstjórn saman til fundar á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, vegna alþingiskosninga 25. september 2021.

Mættir voru allir aðalmenn: Eyjólfur K. Kolbeins, Guðríður Aadnegard og Margrét Haraldardóttir. Auk þess sat fundinn Helga Kristjánsdóttir sem ritaði fundargerð í tölvu.

Eyjólfur Kolbeinsson formaður setti fund og stjórnaði.

  1. Alþingiskosningar 25. september 2021.
  • Kjörstjórn samþykkir að kjörfundur verði frá kl. 9:00 til kl. 22:00. Aðal- og varamenn auk starfsmanna mæti í kjördeild eigi síðar en kl. 7:30 að morgni kjördags.
  • Í síðustu kosningum komu kvartanir vegna biðraða á kjörstað. Kjörstjórn samþykkir því að það verði tvær kjördeildir allan daginn. Í kjördeild 1 kjósi þeir sem hafa heimilisfang frá A-I og í kjördeild 2 kjósi þeir sem hafa heimilisfang frá K-Ö.

Vegna fjölgunar kjördeilda verður að kalla til 6 auka starfsmenn til starfa í kjördeild.

  • Búið er að ræða við húsvörð grunnskólans og smiði varðandi frágang og uppsetningu kjördeilda.
  • Ákveðið var að skipta niður á kjörstjórn að finna starfsmenn og dyraverði til starfa á kjördag.
  • Rætt um auglýsingu á kjörfundi og talið eðlilegt að auglýsa á heimasíðu bæjarins og í Dagskránni. Einnig verði auglýsing um kjörfund hengd upp á 3 - 4 stöðum í bæjarfélaginu. Í auglýsingu komi fram að fólk hafi með sér persónuskilríki og að allur áróður í og við kjörstað sé óheimill eins og segir í lögum.
  • Búið er að auglýsa að kjörskrá liggi frammi á bæjarskrifstofunni frá 15. september 2021.
  • Samþykkt að kjörstjórn og varamenn mæti á fund í Grunnskólanum föstudaginn 24. september kl. 18 til að undirbúa kjörfund.

Fleira ekki fært til bókar.

Getum við bætt efni síðunnar?