Kjörstjórn
Mánudaginn 18. janúar 2021 kl. 16:00 kom kjörstjórn saman til fundar í fjarfundi.
Mættir voru allir aðalmenn: Eyjólfur K. Kolbeins, Guðríður Aadnegard og Margrét Haraldardóttir. Auk þess sat fundinn Helga Kristjánsdóttir sem ritaði fundargerð í tölvu.
Eyjólfur Kolbeinsson formaður setti fund og stjórnaði.
- Erindi frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.
Kjörstjórn lýsir yfir ánægju sinni með þær breytingar sem koma fram í frumvarpinu og þá sérstaklega með tíma kjörfundar, aukningu á þeim sem geta fengið aðstoð á kjörfundi og færsla á kjördegi sveitarstjórnar- og forsetakosninga.
Kjörnefnd þakkar undirbúningsnefndinni fyrir góð verk við gerð þessa frumvarps.
Fleira ekki fært til bókar.
Getum við bætt efni síðunnar?