Kjörstjórn
Ár 2020, laugardagur 27. júní kl. 7:30 kom kjörstjórn saman í Grunnskólanum í Hveragerði v/forsetakosninga. Varakjörstjórn mætti einnig á sama tíma.
- Forsetakosningar 27. júní 2020.
Kjörseðlar voru taldir og reyndust vera 2199. Auglýsingar hafa verið hengdar upp. Á kjörskrá eru 2091, frá útgáfu kjörskrár hefur 1 látist, þannig að á kjörskrá eru 2090. Borist hafa 322 utankjörfundaratkvæði. Það staðfestis hér með.
Margrét Haraldardóttir
Eyjólfur K. Kolbeins
Guðríður Aadnegard
Fríða Magrét Þorsteinsdóttir
Elín Káradóttir
Reynir Þór Garðarsson
Kjörkassar voru innsiglaðir með tilheyrandi númer og lakki.
K00016137
K00016138
K00016140
Kjörfundur hófst kl. 9:00.
Kl.10:50 kom umboðsmaður Guðmundar Franklín til að kanna aðstæður, hann var ekki með neina pappíra um að hann sé með umboð honum var vísað á dyr og óskað eftir að hann sannaði sig sem slíkur.
Kl.11:10 kom Birgir Loftsson umboðsmaður Guðmundar Franklín með umboðsskjöl og tók út kjördeild. Hann tók mynd af kjörkassa.
Kl.12:00 kom RJ og óskaði eftir aðstoð sem SJ bróðir hennar veitti.
Kl.12:15 kom JB Selfossi afsalaði sér kosningarétti þar og kaus hér.
Kl.13:30 kom EMR afsalaði sér rétti í kjördeild 1 í Árborg og kaus hér.
Kl.13:31 kom VAG og HHB afsöluðu sér rétti í Ölfusi og kusu hér.
Kl.13:47 komu IGH og SK og afsöluðu sér kosningarétti í Skaftárhreppi og kusu hér í kjördeild 1.
Kl.14:00 kom JLS og afsalaði sér kosningarrétti í Ölfusi og kaus hér.
Kl.15:10 kom HÓ og GFH og afsöluðu sér kosningarétti í Ölfusi og kusu hér.
Kl.15:00 hafa 616 kosið sem er 29,5%.
Kl.16:29 kom VSS og óskaði eftir aðstoð sem faðir hennar SBJ veitti.
Kl.16:40 kom GMG afsalaði sér kosningarrétti í Ölfusi og kaus hér.
Kl.16:50 bárust 2 utankjörfundaratkvæði.
Kl.18:00 hafa 908 kosið sem er 43,4 %
Kl.18:18 kom RE og afsalaði sér kosningarétti í Ölfusi og kaus hér.
Kl.18:30 var skipt um kjörkassa sem Eyjólfur formaður kjörstjórnar flutti á Selfoss.
Kl.18:45 kom DK og óskaði eftir aðstoð í kjörklefa sem MH veitti.
Kl.18:55 kom AS og afsalaði sér kosningarétti í Ölfusi og kaus hér.
Kl.19:17 kom HB og afsalaði sér kosningarétti í Árborg og kaus hér.
Kl.19:25 bárust 21 utankjörfundaratkvæði.
Kl.19:29 barst 1 utankjörfundaratkvæði.
Kl.20:30 hafa 1049 kosið sem er 50.2%
Utankjörfundar atkvæði hefur borist frá JVS hann finnst ekki á kjörskrá í Hveragerði. Haft var samband við yfirkjörstjórn og óskuðu þeir eftir að fá það til sín.
Kjörfundi lauk kl. 22:00. Atkvæði í kosningu v/forsetakosninga í kjördeildinni greiddu alls: 1129 þarf af 541 karlar og 588 konur.
Utankjörfundaratkvæði voru 345 þar af voru karla 143 og 202 konur.
Alls greiddu 1474 atkvæði sem er 70,5%.
Ónotaðir seðlar voru 1070 og engin ógildur.
Það sem yfirkjörstjórn móttekur er eftirfarandi.
- Innsiglaður kjörkassi m/kjörseðlum.
- Kassi með ónotuðum kjörgögnum.
- Fylgibréf utankjörfundaatkvæða úr kjördeildinni.
- Eyðublað v/afsals kosninga og þagnarheits.
- Kjörskrá 3 eintök
- Kjörsóknarblöð
- Hagstofuskýrsla
- Ljósrit úr kjörfundarbók undirrituð af kjörstjórn og vara kjörstjórn.
Kjörfundi lokið kl.23:31