Fara í efni

Kjörstjórn

38. fundur 10. júní 2020 kl. 15:30 - 16:10 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyjólfur K. Kolbeins formaður
  • Guðríður Aadnegard
  • Margrét Haraldardóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri

Eyjólfur Kolbeinsson formaður setti fund og stjórnaði.

  1. Forsetakosningar 27. júní 2020.
  • Ósk hefur komið frá skólastjórnendum um að kjörfundur verði ekki í Grunnskólanum í Hveragerði þetta árið.
    Kjörstjórn skoðaði aðstæður í íþróttahúsinu og telur þær ófullnægjandi. Kjörfundur verður því í grunnskólanum þetta árið eins og áður.
  • Formaður ræðir við húsvörð grunnskólans og eins við verktaka varðandi frágang og uppsetningu kjörklefa.
  • Formanni falið að finna starfsmenn til að vinna á kjörstað.
  • Samþykkt að kjörfundur hefjist kl. 9:00 og ljúki kl 22:00. Aðal- og varamenn mæti í kjördeild eigi síðar en kl. 7:30 að morgni kjördags.
  • Kjörstjórn samþykkir að það verði tvær kjördeildir frá kl. 13:00 til kl. 17:00 á kjördag. Í kjördeild 1 kjósi þeir sem hafa heimilisfang frá A-I og í kjördeild 2 kjósi þeir sem hafa heimilisfang frá J-Ö.
  • Rætt um auglýsingu á kjörfundi og talið eðlilegt að auglýsa á heimasíðu bæjarins og í héraðsblöðunum. Einnig verði auglýsing um kjörfund hengd upp á 3 - 4 stöðum í bæjarfélaginu. Í auglýsingu komi fram að fólk hafi með sér persónuskilríki og að allur áróður í og við kjörstað sé óheimill eins og segir í lögum. Einnig verður að hafa í auglýsingunni upplýsingar um aðkomu að kjörstað.
  • Auglýst verur að kjörskrá liggi frammi á bæjarskrifstofunni frá 16. júní 2020.
  • Formaður yfirkjörstórnar hefur boðað til fundar með kjörstjórnum í kjördæminu fyrir kosningar.

Samþykkt að næsti fundur verði í Grunnskólanum föstudaginn 26. júní kl. 16.

Fleira ekki fært til bókar.

Getum við bætt efni síðunnar?