Kjörstjórn
Á fundinn mætti umboðsmaður umboðsmaður B-listans Garðar R. Árnason.
1. Farið hefur verið yfir lista meðmælenda listanna þriggja sem lagðir voru fram þann 5. maí s.l. til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerðisbæ þann 26.maí n.k.
Á meðmælendalista D-lista eru tveir sem einnig hafa skrifað á annan meðmælalista þannig að meðmælendur með listanum eru því 78.
Á meðmælendalista B-lista voru tveir aðilar sem einnig hafa skrifað á annan meðmælalista þannig að meðmælendur með listanum eru því 74.
2. Eftirfarandi tilkynning verður send Félagsmálaráðuneyti:
Kjörstjórn Hveragerðisbæjar hefur á fundi sínum, sunnudaginn 6. maí 2018, úrskurðað að allir framlagðir framboðslistar séu gildir.
3. Kjörstjórn samþykkir að auglýsa framkomna lista á heimasíðu bæjarins og á auglýsingatöflum í bæjarfélaginu.
4. Formanni falið að finna starfsmenn til að vinna á kjörstað. Jafnframt er formanni falið að ganga frá prentun á kjörseðlum og auglýsingum um kjörstað.
5. Samþykkt að næsti fundur kjörstjórnar verði föstudaginn 25. maí kl. 17:00 í Grunnskólanum í Hveragerði.
Fleira ekki gert - fundi slitið.