Fræðslunefnd
Dagskrá
Eva Harðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Kynning - spjall við nýjan deildarstjóra fræðslumála - Elfa Birkisdóttir
2305064
Á fundinn mætti Elfa Birkisdóttir nýr deildarstjóri fræðslumála hjá Hveragerðisbæ.
Nefndin þakkar Elfu góða kynningu og hlakkar til að vinna með henni.
2.Niðurstöður skólapúls kynntar - starfsmannahluti
2305065
Skólastjórnendur grunnskólans og leikskólanna kynntu helstu niðurstöður starfsmannahluta skólapúls.
Nefndin þakkar fyrir góðar kynningar og gagnlegar umræður um mikilvægi starfsmannamála.
3.Heildstæð kynfræðsla
2305066
Lagt fram bréf frá Samtökunum 22 þar sem þau óska eftir upplýsingum um samstarfssamning við Samtökin 78 á grundvelli 5. greinar Upplýsingalaga.
Lögð fram samantekt á kynfræðslu hjá Grunnskólanum í Hveragerði og Frístundaheimilinu Bungubrekku.
Lögð fram samantekt á kynfræðslu hjá Grunnskólanum í Hveragerði og Frístundaheimilinu Bungubrekku.
Hveragerðisbær er ekki með samstarfssamning við samtökin 78. Nefndin þakkar fyrir góða kynningu á kynfræðslu í Grunnskólanum í Hveragerði og Frístundamiðstöðinni Bungubrekku sem endurspeglar heildstæða nálgun. Fræðslan er í takt við jafnréttisáætlun Kennarasambands Íslands þar sem yfirskriftin er „Hvers kyns mismunun, svo sem á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, verður ekki liðin.“
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Getum við bætt efni síðunnar?