Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Kynning á væntanlegum breytingum á upphafi skólastarfs í GÍH
2303068
Skólastjóri GíH kynnti viðhorfskönnun sem send var á starfsmenn og foreldra / forráðamenn um viðhorf á tímasetningu á upphafi skólastarfs að morgni í GíH.
Eins var gerð sambærileg könnun meðal nemenda á nemendaþingi í skólanum.
Í öllum hópum er niðurstaðan að upphaf skólastarfs verði kl. 8:30 alla morgna.
Eins var gerð sambærileg könnun meðal nemenda á nemendaþingi í skólanum.
Í öllum hópum er niðurstaðan að upphaf skólastarfs verði kl. 8:30 alla morgna.
Meirihluti fræðslunefndar samþykkir að á næsta skólaári (2023-2024) byrji allir bekkir í skólanum klukkan 8:30.
Eftir sem áður opnar skólahúsnæðið um 7:00, skrifstofa opnar 7:30 og boðið verður upp á hafragraut frá 7:50. Gæsla verður mönnuð um skólahúsnæðið frá opnun til upphafs skólastarfs.
Fulltrúar Ölfus sátu hjá.
Eftir sem áður opnar skólahúsnæðið um 7:00, skrifstofa opnar 7:30 og boðið verður upp á hafragraut frá 7:50. Gæsla verður mönnuð um skólahúsnæðið frá opnun til upphafs skólastarfs.
Fulltrúar Ölfus sátu hjá.
2.Uppfærsla á reglum um frístundaheimili sveitarfélagsins.
2303066
Forstöðumaður Frístundamála fór yfir breytingar á reglum um frístundaheimila.
Helstu breytingarnar eru:
- Uppfærsla á nafni frístundaheimilisins sem skiptir út nafninu Frístundaheimilið Skólasel fyrir nafnið frístundaheimilið Brekkubær sem var valið af börnum í starfinu eftir uppástungur frá foreldrum/forráðamönnum.
- Upplýsingar um starfið og staðsetningu þess á skipulagsriti sveitarfélagsins sem og hlutverk forstöðuaðila starfsins.
- Upplýsingar eins og staðsetning starfsins, opnunartímar og önnur praktísk atriði.
- Verkferlar í kringum viðveruskráningu, uppsögn á plássi og breyting á skráningu.
Helstu breytingarnar eru:
- Uppfærsla á nafni frístundaheimilisins sem skiptir út nafninu Frístundaheimilið Skólasel fyrir nafnið frístundaheimilið Brekkubær sem var valið af börnum í starfinu eftir uppástungur frá foreldrum/forráðamönnum.
- Upplýsingar um starfið og staðsetningu þess á skipulagsriti sveitarfélagsins sem og hlutverk forstöðuaðila starfsins.
- Upplýsingar eins og staðsetning starfsins, opnunartímar og önnur praktísk atriði.
- Verkferlar í kringum viðveruskráningu, uppsögn á plássi og breyting á skráningu.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjar reglur um frístundaheimili.
3.Skóladagatal GÍH lagt fram til samþykktar.
2303065
Lagt fram Skóladagatal GíH fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.
4.Skóladagatöl leikskólanna lögð fram til samþykktar
2303110
Lögð fram skóladagatöl leikskólans Undralands og leikskólans Óskalands fyrir skólaárið 2023-2024.
Einnig lagt fram minnisblað leikskólastjórunum vegna dagatalanna og annarra mála leikskólanna.
Einnig lagt fram minnisblað leikskólastjórunum vegna dagatalanna og annarra mála leikskólanna.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að reglur um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar verði endurskoðaðar með tilliti til þess að þær nái einnig yfir þjónustu leikskólanna m.a. opnunartíma, skipulagsdaga og sumarleyfisdaga sem dæmi má vísa í reglur Reykjavíkurborgar um leikskólaþjónustu.
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og með fyrirvara um breytingar á reglum um þjónustu leikskólanna.
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og með fyrirvara um breytingar á reglum um þjónustu leikskólanna.
5.Skóladagatal Bungubrekku lagt fram til samþykktar
2303111
Lagt fram Skóladagatal Bungubrekku fyrir skólaárið 2023-2024 og sumardagatal Bungubrekku 2023.
Einnig lögð fram minnisblöð vegna dagatalanna.
Einnig lögð fram minnisblöð vegna dagatalanna.
Fræðslunefndin samþykkir dagatölin.
6.Skýrsla leikskólastjóra - fréttir úr starfinu.
2303067
Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólastjóra leikskólans Óskalands.
Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólastjóra leikskólans Undralands.
Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólastjóra leikskólans Undralands.
Skýrslurnar lagðar fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Getum við bætt efni síðunnar?
Alda Pálsdóttir óskaði eftir að fundir fræðslunefndar hæfust kl. 17:00 en ekki kr 16:00. Fræðslunefnd samþykkt það.