Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2023-2026 hjá fræðslumálum
2212007
Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri kynnti fjárhagsáætlun 2023-2026 í fræðslumálum.
Fjárhagsáætlunin lögð fram til kynningar.
Eftir kynningu á fjárhagsáætlun yfirgáfu skólastjóri, leikskólastjóri og forstöðumaður Bungubrekku fundinn.
2.Leikskólamál, staðan á biðlistum
2212008
Farið yfir biðslista á leikskólum.
Bókun fulltrúa D-lista um stöðu biðlista eftir leikskólaplássi í Hveragerði
Hér í Hveragerði geta allir sótt um leikskólapláss óháð búsetu en aftur á móti geta ekki hafið leikskólagöngu fyrr en lögheimili þeirra er skráð hér í Hveragerði. Boð um leikskólavistun hefur miðast við að barn hafi náð 12 mánaða aldri við inntöku að hausti. Hefur það tekist síðustu ár. Börn sem verða eins árs um eða í kringum áramót geta þurft að bíða fram til næstu inntöku barna haustið eftir.Yngstu börnin hér á leikskólum eru um eða við 12 mánaða.
Í nóvember 2021 voru 40 börn búsett í Hveragerði/Ölfusi á biðlista eftir leikskólaplássi í Hveragerði. Þá verandi meirihluti brást við þessari fjölgun barna á biðlista með því að taka í notkun tvær nýjar deildir við Óskaland. Enn hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað og nú í október á þessu ári voru 35 börn á biðlistanum. Augljóst er að við því verður að bregðast.
Alda Pálsdóttir
Núverandi meirihluti vill benda á að á biðlistanum eru 26 umsóknir barna sem ekki hafa náð 12 mánaða aldri. Áætlað er að taka 6 börn inn á leikskólana um áramótin.
Áfram verður brugðist við biðlistum með þeim hætti að í fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir 3 deilda leikskóla í Kambalandi auk þess sem komið var á foreldragreiðslum til að koma til móts við foreldra þeirra barna sem ekki komast inn við 12 mánaða aldur.
Eva Harðardóttir
Sigríður Hausdóttir
Thelma Rún Runólfsdóttir
Halldór Karl Þórsson.
Hér í Hveragerði geta allir sótt um leikskólapláss óháð búsetu en aftur á móti geta ekki hafið leikskólagöngu fyrr en lögheimili þeirra er skráð hér í Hveragerði. Boð um leikskólavistun hefur miðast við að barn hafi náð 12 mánaða aldri við inntöku að hausti. Hefur það tekist síðustu ár. Börn sem verða eins árs um eða í kringum áramót geta þurft að bíða fram til næstu inntöku barna haustið eftir.Yngstu börnin hér á leikskólum eru um eða við 12 mánaða.
Í nóvember 2021 voru 40 börn búsett í Hveragerði/Ölfusi á biðlista eftir leikskólaplássi í Hveragerði. Þá verandi meirihluti brást við þessari fjölgun barna á biðlista með því að taka í notkun tvær nýjar deildir við Óskaland. Enn hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað og nú í október á þessu ári voru 35 börn á biðlistanum. Augljóst er að við því verður að bregðast.
Alda Pálsdóttir
Núverandi meirihluti vill benda á að á biðlistanum eru 26 umsóknir barna sem ekki hafa náð 12 mánaða aldri. Áætlað er að taka 6 börn inn á leikskólana um áramótin.
Áfram verður brugðist við biðlistum með þeim hætti að í fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir 3 deilda leikskóla í Kambalandi auk þess sem komið var á foreldragreiðslum til að koma til móts við foreldra þeirra barna sem ekki komast inn við 12 mánaða aldur.
Eva Harðardóttir
Sigríður Hausdóttir
Thelma Rún Runólfsdóttir
Halldór Karl Þórsson.
3.Staða á innleiðingu skólastefnu og gerð innra mats
2212009
Fundargerð frá vinnuhóp um innleiðingu skólastefnu og vinnu á innra mati.
Vinnustofa 18. janúar um innleiðingu skólastefnu.
Vinnustofa 18. janúar um innleiðingu skólastefnu.
Fræðslunefnd samþykkir að fá Ásthildi Jónsdóttur, sérfræðing í menntun til sjálfbærni, á vinnustofufund sem haldinn verður þann 18. janúar næstkomandi.
Fundi slitið - kl. 17:59.
Getum við bætt efni síðunnar?