Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði september 2021.
2109035
Skýrslu Grunnskólans í Hveragerði lögð fram.
Í henni er meðal annars rætt um upphaf skólaársins 2021-2022. Nemendur er nú 416 og starfsmenn um 70 í mismunandi stöðugildum.
Nýbyggingin er komin í fulla notkun og mikil ánægja er með hana.
Í henni er meðal annars rætt um upphaf skólaársins 2021-2022. Nemendur er nú 416 og starfsmenn um 70 í mismunandi stöðugildum.
Nýbyggingin er komin í fulla notkun og mikil ánægja er með hana.
Skýrsla skólastjóra lögð fram til kynningar.
2.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Óskaland september 2021.
2109036
Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Óskalands.
Í henni er meðal annars rætt um að fjöldi barna er núna 84 en 12 börn til viðbótar verða innrituð í október. Fjöldi stöðugilda við leikskólann eru nú 24,55 en á eftir að fjölga.
Í henni er meðal annars rætt um að fjöldi barna er núna 84 en 12 börn til viðbótar verða innrituð í október. Fjöldi stöðugilda við leikskólann eru nú 24,55 en á eftir að fjölga.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.
3.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Undraland september 2021.
2109041
Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Undralands.
Í henni er meðal annars rætt um að fjöldi barna er núna 111. Fjöldi stöðugilda við leikskólann eru nú 36,5 en á eftir að fjölga.
Í henni er meðal annars rætt um að fjöldi barna er núna 111. Fjöldi stöðugilda við leikskólann eru nú 36,5 en á eftir að fjölga.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.
4.Samþykkt bæjarráðs frá 3. september um bleyjugjald í leikskólum Hveragerðisbæjar.
2109010
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 3 september ósk leikskólastjóra um að kaupa bleyjur fyrir þau börn sem þær nota og að foreldrar borgi ákveðið bleyjugjald á meðan börn þeirra nota bleyjur.
Fræðslunefnd fagnar samþykkt bæjarráðs og tekur undir hvatningu bæjarráðs til foreldra um að velja umhverfisvænar lausnir í stað mengandi einnota sem er í samræmi við stefnu og áherslur bæjarins í umhverfismálum.
5.Dagatal Frístundaheimilisins Skólasels 2021-2022.
2109042
Ingimar Guðmundsson lagði fram dagatal frístundaheimilisins Skólasels fyrir skólaárið 2021-2022. Á því sést að á árinu eru 4 skipulagsdagar, tveir í upphafi og enda tímabilsins og tveir um veturinn þegar bæði grunnskóli og leikskólar eru lokaðir. Eins sést hvenær boðið verður upp á lengda viðveru.
Fræðslunefnd samþykkir dagatalið.
6.Vinna við endurskoðun skólastefnu.
2109043
Formaður fór yfir samþykkt bæjarstjórnar um að ganga til samninga við AIS um endurskoðun skólastefnu Hveragerðisbæjar.
Fyrsti fundur stýrihóps vegna vinnunnar var haldinn þann 13. ágúst, en stefnt er að því að endurskoðun stefnunnar ljúki fyrir árslok 2021.
Fyrsti fundur stýrihóps vegna vinnunnar var haldinn þann 13. ágúst, en stefnt er að því að endurskoðun stefnunnar ljúki fyrir árslok 2021.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með að endurskoðun skólastefnu Hveragerðisbæjar sé hafinn.
7.Bréf frá Sambandinu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
2106846
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er aðgerðaráætlun 2021-2025 sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun nr. 37/150.
Í bréfinu er rætt um að í hverjum grunnskóla á að vera starfandi teymi sem tryggi kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda.
Í bréfinu er rætt um að í hverjum grunnskóla á að vera starfandi teymi sem tryggi kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda.
Fræðslunefnd felur skólastjóra GíH að mynda forvarnarteymið og kynna skipun þess á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt að næsti fundur verði 5. október.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:06.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði fomaður fram dagskrárbreytingartillögu um að við fundinn bættist liður 4 "Samþykkt bæjarráðs frá 3. september um bleygjugjald í leikskólum Hveragerðisbæjar" síðari dagskrárliðir færist aftar.
Dagskrábreytingartillagan samþykkt samhljóða.
Sævar Þór Helgason skólastjóri og Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara boðuðu forföll. Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfus mætti ekki.
Á fundinn mætti einnig Ingimar Guðmundsson forstöðumaður Bungubrekku.