Fara í efni

Fræðslunefnd

145. fundur 08. júní 2021 kl. 17:00 - 19:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Smári Björn Stefánsson
  • Elín Káradóttir varamaður
  • Gunnar Biering Agnarsson
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi Ölfuss
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Sæbjörg Lára Másdóttir og Elísabet Hermundardóttir, fulltrúi kennara boðuðu forföll. Ninna Sif Svavarsdóttir boðaði líka forföll en Elín Káradóttir mætti á fundinn sem varamaður. Rakel Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra mætti ekki og boðaði ekki forföll.

Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Framkvæmdir við leikskólann Óskaland.

2106695

Páll Gunnlaugsson og Guðrún Ragna Yngvadóttir hjá ASK arkitektum tengdist inn á fundinn í gegnum teams. Kynnti þau hugmyndir að viðbyggingu við leikskólann Óskaland og staðsetningu á lausum kennslustofum við leikskólann.
Nefndin þakkar Páli góða kynningu en mikilvægt er að brugðist verði strax við fjölgun barna í bæjarfélaginu.

2.Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði júní 2021.

2106694

Sævar Þór Helgason, skólastjóri kynnti skýrslu Grunnskólans í Hveragerði.
Skýrsla skólastjóra lögð fram til kynningar.

3.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Undraland júní 2021

2106693

Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Undralands.
Skýrsla skólastjóra lögð fram til kynningar.

4.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Óskaland júní 2021

2106692

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Óskalands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

5.Kynning á ný útgefnu þemahefti Frístundaheimila - leikur og nám á forsendum barna.

2106696

Ingimar Guðmundsson forstöðumaður Bungubrekku kynnti þemahefti Frístundaheimila - leikur og nám á forsendum barna og fór yfir hvernig starfsmenn Bungubrekku hafa nýtt sér þetta í starfi sínu.
Nefndin þakkar Ingimar fyrir góða kynningu á verkefninu.

6.Kynning á norrænu samstarfsneti leikskólastjóra.

2106691

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands kynnti norrænt samstarf leikskólastjóra sem hún er starfandi í.
Nefndi þakkar Gunnvöru góða kynningu á verkefninu.

7.Starfsáætlun Grunnskólans í Hveragerði skólaárið 2021-2022.

2106703

Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði lagði fram starfsáætlun fyrir skólann skólaárið 2021-2022.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja starfsáætlunina.

8.Skóladagatöl leikskólanna skólaárið 2021-2022.

2106700

Lögð fram leikskóladagatöl leikskólanna Undralands og Óskalands fyrir skólaárið 2021-2022.
Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja leikskóladagatölin og að sumarleyfi leiskólanna sumarið 2022 verði í 24 virka daga frá 4. júlí til 8. ágúst. Elín Káradóttir sat hjá.

9.Framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum.

2105125

Lagt fram bréf frá samtökum grænkera á Íslandi þar sem þau hvetja sveitarfélög til að bjóða upp á að hægt verði að velja um grænkerarétt í öllum leik- og grunnskólum landsins.
Hveragerðisbær hefur samþykkt næringarstefnu mötuneyta í skólum bæjarins. Þar kemur fram að í skólum Hveragerðisbæjar er lögð rík áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval í mötuneytunum samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis. Með fjölbreytni að leiðarljósi er þess sérstaklega gætt að börnin fái öll næringarefni og að maturinn uppfylli dagleg næringarviðmið.

10.Skólar á grænni grein - framúrskarandi menntaverkefni í átt að aukinni sjálfbærni.

2105126

Lagt fram bréf frá Landvernd þar sem rætt er um verkefnið Skóla á grænni grein (Grænfánaverkefnið).
Grunnskólinn í Hveragerði hefur verið með grænfánann í 10 ár og báðir leikskólarnir eru að vinna að því að fá fánann.

11.Skoðunarferð í nýbyggingu við Grunnskólann

2104054

Farið var í skoðunarferð í nýbyggingu við Grunnskólann.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?