Fara í efni

Fræðslunefnd

144. fundur 20. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:21 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Gunnar Biering Agnarsson
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Hlín Guðnadóttir, fulltrúi Ölfus og Rakel Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra mættu ekki og boðuðu ekki forföll.

Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Undraland

2104050

Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Undralands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

2.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Óskalands

2104051

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Óskalands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

3.Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.

2104052

Sævar Þór Helgason, skólastjóri kynnti skýrslu Grunnskólans í Hveragerði.
Skýrsla skólastjóra lögð fram til kynningar.

4.Covid starf í leik- og grunnskóla

2104053

Umræður um starf í leik- og grunnskóla Hveragerðis á tímum Covid.
Skólastarf og kennsla er í eðli sínu síbreytileg og í stöðugri þróun. Miklar kröfur eru gerðar til skólastiga og kennara um að halda úti skólastarfi í eins miklu mæli og mögulegt er í samræmi við þær takmarkanir sem voru í samfélaginu hverju sinni vegna COVID-19. Á þessum tímum hefur reynt á samstarf heimila og skóla. Skólastigin í Hveragerði hafa í einu og öllu farið að leiðbeiningum almannavarna hverju sinni.
Leikskólastigið hefur verið starfandi en þó með takmörkuðu aðgengi foreldra að húsnæði og að starfi barnanna í leikskólanum.
Á grunnskólastigi hefur skólastarfið farið fram að mestu leyti í skólanum en þó hefur verið gripið til lokana og þá hefur kennslan farið fram í netheimi. Eins hefur aðgengi foreldra að skólabyggingunni verið haldið í lágmarki.

5.Skóladagatal GíH 2021-2022

2104062

Lagt fram skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði skólaárið 2021-2022.
Skóladagatalið samþykkt samhljóða.

6.Skýrsla starfshóps - innkaupastefna - Grunnskólinn í Hveragerði

2104036

Lögð fram skýrsla starfshóps sem skipaður var af bæjarstjórn sem meta skyldi þörf á upplýsingatæknibúnaði í Grunnskólanum í Hveragerði með það fyrir augum að upplýsingatækni og nýjungar á því sviði verði innleiddar í skólastarfinu enn frekar en nú er. Einnig skyldi hópurinn leggja línur varðandi innkaup og stefnu varðandi upplýsingatæknibúnað skólans.
Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og greinargóða og ítarlega skýrslu.

7.Skoðunarferð í nýbyggingu við Grunnskólann

2104054

Skoðunarferð í nýbyggingu við Grunnskólann frestað til næsta fundar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Samþykkt að næsti fundur verði þriðjudaginn 8. júní klukkan 17.

Fundi slitið - kl. 18:21.

Getum við bætt efni síðunnar?