Fara í efni

Fræðslunefnd

143. fundur 02. febrúar 2021 kl. 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi Ölfuss
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
  • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2021

2101043

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna fræðslumála.
Fjárhagsáætlunin lögð fram til kynningar.

2.Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.

2101044

Sævar Þór Helgason, skólastjóri kynnti skýrslu Grunnskólans í Hveragerði.
Skýrsla skólastjóra lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur með utanaðkomandi aðstoð til að yfirfara og endurbæta skólastefnu bæjarins. Markmiðið með nýrri stefnumörkun verði að skólastarf í Hveragerði búi börnum bestu mögulegu skilyrði til menntunar og uppvaxtar.
Fylgiskjöl:

3.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Undralands.

2101045

Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Undralands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

4.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Óskaland.

2101046

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Óskalands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

2011065

Erindinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórnarfundi 26. nóvember 2020.
Tillagan lögð fram til kynningar.

6.Hugarfrelsi - Námskeið og eftirfylgni

2101035

Erindinu vísað til nefndarinnar frá bæjarráðsfundi 21. janúar 2021.
Nemendur í leik og grunnskóla í Hveragerði hafa síðustu árin fengið kennslu í Jóga og það hefur gefist vel.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að frekar verði skoðað hvað sérmenntaðir heimamenn geta gert til að auka jóga í skólunum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?