Fræðslunefnd
Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð.
Eftirfarandi fært til bókar:
Dagskrá:
- Fundur settur
- Skýrslur skólastjórnenda
Undraland
Skólastjóri kynnti skólastarfið sem af er hausti , helstu áskoranir og skipulag.
Aðlögunum er að ljúka og börnin orðin 107 talsins. Unnið að fyrirkomulagi undirbúningstíma kennara og annars starfsfólks í kjölfar nýrra kjararsamninga. Mentor skipt út fyrir leikskólakerfinu Karellen.
Óskaland
Skólastjóri kynnti skólastarfið sem af er hausti, helstu áskoranir og skipulag. Búið að úthluta lausum plássum fram til áramóta og koma fyrir undirbúningstímum kennara og annars starfsfólks í kjölfar nýrra kjararsamninga. Settar voru strangari umgengnisreglur inn í leikskólann í lok september m.a. með grímuskyldu. Jákvæður andi og bjartsýni ríkir í skólanum.
GíH
Skólastjóri kynnti skólastarfið sem af er hausti, helstu áskoranir og skipulag.
Kennarar hafa fengið nýjan kjarasamning sem gildir út 2021.
Foreldrar hafa verið beðnir um að takmarka komu í skólabyggingarnar við brýna nauðsyn og viðhafa þá persónubundnar sóttvarnir í hvívetna og engir teymisfundir hafa farið fram í skólahúsnæðínu frá 21.9.
Ýmsar aðgerðir hafa verið viðhafðar í ástandinu. Ekki er boðið upp á ávexti og salatbar í skólanum. Við höfum ekki getað hólfaskift skólanum eins og þónokkrir skólar hafa getað, meðal annars vegna þess að einungis tveir inngangnar eru í aðalbygginguna. Ef til einhverra takmarkanna á skólastarfi kemur á næstu dögum eða vikum þurfum við að stýrða aðgengi nemenda að skólanum með breytilegum tímasetningum.
Hvað sem Covid líður þá fóru nemendur 9. bekkja að Laugarvatni í ungmennabúðir UMFÍ.
Árgangagöngur gengu mjög vel.
Við höfum nú þegar haldið fyrsta nemendaþing þessa skólaárs.
Þessa dagana er unnið að gerð fjárhagsáætlunar – rekstraáætlunar fyrir árið 2021.
Fræðslunefnd færir öllum starfsmönnum leik- og grunnskóla Hveragerðisbæjar þakkir fyrir vel unnin störf á krefjandi tímum.
Fundi slitið kl. 17.58
Næsti fundur: Mánudagurinn 30.nóvember kl. 17.00