Fara í efni

Fræðslunefnd

142. fundur 30. nóvember 2020 kl. 17:00 - 18:00 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Gunnar Biering
  • Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfus:
  • Ida Lön
  • Hlín Guðnadóttir
Starfsmenn
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
  • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara við GíH
  • Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

  1. Fundur settur
  2. Skýrslur skólastjórnenda

Óskaland

Tveir starfsmenn hættir vegna aldurs í nóvember og desember.
Vel hefur gengið að taka á móti og skila börnum utandyra. Engir foreldrar koma inn í leikskólann.
Foreldraviðtöl hafa gengið vel á Teams.
Árlegur föndurdagur með foreldrum og opið hús var fellt niður og verður föndurefni sent heim með hverju barni.
Eldri deildir fóru í gönguferð upp að Hamarshöll að sækja jólatré á lóðina.
Hljóm prófin eru búin og niðurstöðurnar voru mjög góðar.

 

Undraland

Áfram eru stóru mál haustsins aukinn undirbúningstími og stytting vinnuvikunnar.
Ágætlega hefur gengið að uppfylla kjarasamningsbundinn undirbúningstíma en enn erum við að þreifa okkur áfram með niðurröðun tímanna.
Tillögu leikskólana að styttingu vinnuviku sem send var inn í lok september hefur verið hafnað og ekki er búið að finna nýja lausn. Deildarstjórar hafa verið að skoða sínar deildir og komnar eru tillögur sem ætlunin er að prufukeyra fram að jólum.
Hljóm prófin eru búin og niðurstöðurnar voru mjög góðar.
Skipulagt hópastarf víkur fyrir aðventudagskrá frá og með 30. nóvember.
Vinnu við fjárhagsáætlun er lokið.

GíH

Sævar Þór fór yfir skýrslu skólastjóra þar sem meðal annars komu fram viðbrögð sem hafa verið í skólanum vegna Covid-19 og ágætar niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekkjum.

Fundi slitið kl. 18.00

Næsti fundur: Mánudagur 25. janúar kl. 17.00

Getum við bætt efni síðunnar?