Fara í efni

Fræðslunefnd

117. fundur 09. febrúar 2016 kl. 17:00 - 17:57 Skólamörk 6
Nefndarmenn
  • Birkir Sveinsson
  • Elínborg María Ólafsdóttir
  • Bjarney Sif Ægisdóttir
  • Þórhallur Einisson
  • Steinar Rafn Garðarsson
  • Dagbjört Helga Guðmundsdóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
  • V. Baldur Guðmundsson fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri GÍH
  • Sigmar Karlsson fulltrúi kennara
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir skólastjóri leikskólans Óskalands
  • Jónína Þórarinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Undralands
Fundargerð ritaði: Margrét Ísaksdóttir staðgengill skólastjóra

Birkir Sveinsson formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar.

Málefni Grunnskólans

  • Skólastarfið - Skýrsla skólastjóra. Skólastjóri fór yfir skýrslu um skólastarfið. Þar kom m.a. fram að annakskipti voru um miðjan janúar og þá mæta allir nemendur með forráðmönnum í viðtal. Viðtöl gengu vel. Mikil vinna í gangi við undirbúning námsmats fyrir vorið þegar útskrifa á 10. bekk í fyrsta skipti í nýja kerfinu. Kynningarfundur á vegum Menntamálastofnunnar framundan varðandi nýja kerfið. Mikil veikindi hafa veirð í starfsmannahópnum það sem af er árinu.
  • Ráðgjöf um skólastarf. Farið yfir ósk skólastjórnenda Grunnskólans um aðkeypta ráðgjöf til eflingar skólastarfsins. Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti óskina. Jafnframt óskar nefndin eftir því að málið verði unnið hratt á  vettfangi bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

 

Getum við bætt efni síðunnar?