Fræðslunefnd
Birkir Sveinsson formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Eftirfarandi fært til bókar.
Dagskrá:
1. Málefni leikskóla
- Bygging nýs leikskóla í Hveragerði. Formaður greindi frá stöðu mála og kynnti teikingar.
- Skýrslur leikskólastjóra.
- Leikskólastjórar fluttu skýrslu um skólastarfið. Þar bar hæst útskrift og útskriftarferð leikskólanna, ásamt opnu húsi þar sem vinna vetrarins var sýnd.
- Starfsáætlun næsta skólaárs. Drög að starfsáætlun næsta skólaárs kynnt, þar kom m.a. fram að starfsmenna beggja leikskólanna hyggja á námsferð vorið 2017.
2.Málefni Grunnskólans
- Skýrsla skólastjóra. Margrét flutti skýrslu skólastjóra í fjarveru Fanneyjar, þar kom m.a. fram að nú er vorönn að ljúka, útskrift verður 7. júní. Undirbúningur nýs skólaárs er hafinn. 3 kennarar munu hætta í vor og 1 kennari verður í námsleyfi næsta vetur. Búið er að ráða 4 umsjónarkennara. Umsóknarfrestur vegna stöðu íþróttakennara er ekki liðinn.
- Skóladagatal og starfsáætlun næsta skólaárs. Lögð fram og samþykkt.
- Breytingar á skólahúsnæði - Mjólkurbúið. Margrét greindi frá hugmyndum skólastjórnenda á nýtingu efri hæðar Mjólkurbúsins og breyttri starfsemi í Garðshorni næsta skólaár.
- Ráðning nýs skólastjóra.
Formaður fór yfir ferlið við ráðningu á nýjum skólastjóra og greindi frá stöðu mála.
Fleira ekki gert og fundið slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?