Fara í efni

Fræðslunefnd

120. fundur 20. október 2016 kl. 17:00 - 19:11 Skólamörk 6
Nefndarmenn
  • Birkir Sveinsson
  • Bjarney Sif Ægisdóttir
  • Steinar Rafn Garðarsson
  • Sjöfn Ingvarsdóttir
  • Dagbjört Helga Guðmundsdóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
  • V. Baldur Guðmundsson fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
  • Sigmar Karlsson fulltrúi kennara við GíH
  • Jónína Þórarinsdóttir staðgengill Sesselju Ólafsdóttur leikskólastjóra Undralands
  • Guðlaug Jónsdóttir staðgengill Gunnvarar Kolbeinsdóttur leikskjólastjóra Óskalands
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Birkir formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

1. Málefni leikskóla

    • Skýrslur leikskólastjóra

Undraland
Jónína Þórarinsdóttir staðgengill leikskólastjóra á Undralandi flutti skýrslu leikskólastjóra. Skólahópurinn samanstendur af 20 börnum fæddum 2011, þar eru 3 starfsmenn Þau eru í fyrsta skipti öll á sömu deild. Unnið er þar með Art, ( tveir starfsmenn eru Art kennarar) leikur að læra og sérverkefni, sem Anna Erla tekur saman t.d. rím, samstöfur, form, og fl. Samstarf leik og grunnskóla er í föstum skorðum og eru gagnkvæmar heimsóknir.

Á miðdeild Sólbakka eru 21 barn, 5 starfsmenn. Sérkennsla á Sólbakka fer að miklu leyti fram á deild en einnig í sérkennsluveri. Á Sólbakka er mesta rýmið og þar eru 3 og 4 ára börn. Unnið er í fámennari hópum í leikur að læra en einnig 2 starfsmenn saman.

Yngsta deildin Lundur, 18 mán-3 ára. 4 starfsmenn. Áherslan er á samskipti og leikinn . Litlu börnin fara einnig í leikur að læra.

Alls eru 13 börn tvítyngd. 11 af þeim hafa fengið tíma og athugun hjá Þóru Sæunni talmeinafræðingi og sérkennslu í leikskólanum.

Nýja námsefnið Leikur að læra. Við höfum unnið saman , 2 starfsmenn með allt að 8 börn. Þannig nýtum við hugmyndir og lærum af hvor annari. Efnið er fjölbreytt og skemmtilegt.

Við fórum á þing 8. Deildar 7. október sl og sátum þar góða fyrirlestra og hittum aðra kennara.

Sesselja leikskólastjóri er í veikindaleyfi og hefur Jónína tekið við sem staðgengill. Anna Erla Valdimarsdóttir verður staðgengill Jónínu sem aðstoðarstjóri. Búið er að ráða í afleysingarstöðu ótímabundið en þroskaþjálfi og leikskólakennari eru væntanlegir til starfa um eða fyrir áramót.

Óskaland
Guðlaug Jónsdóttir, staðgengill leikskólastjóra á Óskalandi flutti skýrslu leikskólastjóra.

Vel mannað er á leikskólanum og starfið komið á fullt. 4 deildir, 2 yngri og 2 eldri. Mikil blöndun hjá elstu deildunum. Art er tekið í litlum hópum. Iðjuþjálfi var ráðinn fyrir einn nemanda en tekur aðra í þjálfun þegar það á við.

Kennari í 40% starfi með málörvun og sérkennslu. Enginn markviss vinna talmeinafræðings verður fyrr en í apríl.

Starfsdagur var á mánudaginn. Brunafræðsla og æfing eftir starfsmannafund.

Starfsmenn fóru á haustþing og almenn ánægja var með það.

Starfsáætlun leikskólans Óskalands var lögð fram til kynningar.

2. Málefni Grunnskólans

  • Skýrsla skólastjóra

Sævar Þór flutti skýrslu skólastjóra. Skólastarf fór vel af stað og eru flestir hlutir í föstum skorðum. Við Grunnskólann í Hveragerði starfa núna 42 kennarar í mismunandi stöðugildum. Meðalaldur þeirra er 46,4 ár. Yngsti er 23 ára og sá elsti 67 ára. Að meðaltali hafa kennarar skólans kennt í 17 ár. Sá sem sem lengst hefur sinnt kennslu hefur kennt í 42 ár. Samanlagt hafa þessir kennarar kennt í 725 ár. Heilsufar hópsins hefur verið gott, forfallaðar kennslustundir það sem af er árs eru fáar. Eitt af stóru málunum á starfsáætlun gerð nýrrar skólanámskrár sú vinna er farin vel af stað, eins hefur framtíð menntunar og tilgangur hennar verið til umræðu.

Í skólanum starfa þrír menntaðir jógakennarar og starfsmönnum er boðið upp á jógatíma einu sinni í viku.

Nemendur 4. og 7.bekkja þreyttu samræmd könnunarpróf, 7.bekkir 22. og 23. september, 4. bekkir 29. og 30. september

Rósaball var haldið miðvikudaginn 28. september. Rósaballið er samstarfsverkefni skólans og félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls og fór fram í húsnæði skólans.

Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson heimsótti skólann 3.október síðastliðinn og setti verkefnið List fyrir alla af stað þetta haust með því að vera viðstaddur fyrsta listviðburðinn þetta skólaár, tónleika í Grunnskólanum í Hveragerði. Ólafur Beinteinn var í Varmahlíðarhúsinu og hann ræddi við og kynnti fyrir nemendum (6.bekkja) og starfsfólki tónmenntar/lestrarkennslu efni sitt Fjársjóðinn.

Fimm umsóknir bárust um stöðu húsvarðar, einn dró umsóknina til baka. Skólastjórnendur tóku viðtöl við fjóra umsækjendur og var ráðning kynnt þriðjudaginn 4.október. Sigurjón Jóhannsson var ráðinn húsvörður og hefur hann störf í lok októbermánaðar. Pétri Inga Frantzsyni voru þökkuð sín störf en hann lét af störfum húsvarðar 7. október síðastliðinn.

    • Heimanámsstefna GÍH

Sævar Þór kynnti stefnuna fyrir fundarmönnum.

    • Fjárhagsáætlun

Sævar Þór gerir grein fyrir óskalistanum fyrir skólann í tengslum við fjárhagsáætlun. Það helsta tengist viðhaldi hússins. Rætt var m.a. um kostnað við námsgögn.

    • Fyrirspurn um hinsegin fræðslu

Fyrirspurn kom um samþykkt bæjarstjórnar frá 13. maí 2015 um eflingu hinsegin fræðslu í Grunnskólanum í Hveragerði. Óskað var eftir upplýsingum um stöðu málsins nú einu og hálfu ári síðar, hvort vinna hafi nú þegar farið fram og hvað hafi verið gert, eða hvort málið sé á dagskrá ?

Skólastjórnendur munu sjá til þess að málið fái framgöngu.

    • Sérkennsla – Yfirlit um starfsemi sérkennslu

Matthea fer yfir starfsemi sérkennslunnar og þar kom m.a. fram að fjöldi teyma er 60.

    • Eftirfylgni með úttekt

Sævar Þór fór yfir með hvaða hætti starfsfólk skólans hafði brugðist við athugasemdum varðandi ytra mat frá árinu 2013 og úrbætur sem unnar voru innan skólans.

Getum við bætt efni síðunnar?