Fara í efni

Fræðslunefnd

123. fundur 08. júní 2017 kl. 17:00 - 18:35 Skólamörk 6
Nefndarmenn
  • Birkir Sveinsson
  • Bjarney Sif Ægisdóttir
  • Elínborg María Ólafsdóttir
  • Steinar Rafn Garðarsson
  • V. Baldur Guðmundsson fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
  • Sigmar Karlsson fulltrúi kennara við GíH
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
  • Guðlaug Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Óskalands
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Dagbjört Helga Guðmundsdóttir boðaði forföll.

Birkir formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

1. Málefni leikskóla

  • Skýrslur leikskólastjóra.

Undraland
Anna Erla skólastjóri Undralands fór yfir starfsmannamál leikskólans.

Hún greindi frá vel heppnaðri námsferð til Alicante.
5 starfsmenn sátu námskeið um tákn með tali, tvær sóttu námskeið um eflingu orðaforða barna af erlendu bergi og tveir námskeið um sérkennslu.
Skólastjóri myndi vilja hafa rýmri tækifæri til að senda fólk í endurmenntun en það er mjög erfitt með þann mannaforða sem er til staðar.
Anna Erla sagði frá heimsóknum útskriftahópa og starfsfólki annarra leikskóla.

Hún greindi frá skólastarfi sem gengið hefur vel þrátt fyrir nokkur veikindi starfsfólks. Góður árangur er með vinnu með Leikur að læra. Formlegu vetrarstarfi lauk 23.maí og útskrifað var 21 barn.
Deildarstjórar Undralands heimsóttu nýju bygginguna og fengu að skoða sig um.
Framundan er að þarfagreina og panta innanstokksmuni og efni í nýja húsið.
Sumarfrí fer svo að bresta á en við lokum eftir rúma viku og opnum aftur 24. Júlí.

Óskaland
Formleg lok á vetrarstarfi allra deilda var 24.maí er foreldrum og öðrum aðstandendum var boðið á opið hús og sýningu á sköpunarverkum barnanna. Í allan vetur hafa eldri deildir farið í langa göngutúra vikulega og í vettvangsferðir. Margir starfsmenn og mörg barnanna höfðu aldrei komið á suma staðina og kennir það okkur hvað svona vettvangsferðir eru mikilvægar.
Í apríl var farin náms – og kynnisferð til Brighton í Englandi. 24 starfsmenn fóru og sóttu fjölbreytt mismunandi námskeið m.a. útikennsla í skógarskóla, Numicon stærðfræði, jóga fyrir börn, mindfullness fyrir börn, sögugerð, brúðugerð. Margar góðar hugmyndir kviknuðu sem nýttar verða í starfinu næstu misserin.

Farið var með elstu börnin í útskriftarferð ásamt nemendum Undralands. Farið var á Úlfljótsvatn og tókst ferðin frábærlega í alla staði.

Útskrift elstu barna var 31.maí. Hún var með glæsilegasta móti í ár! Börnin sungu og léku „Þúsaldarljóð“ við texta eftir Sveinbjörn I. Baldursson og lag eftir Tryggva Baldursson. Verkið tekur 10 mínútur í flutningi og stóðu börnin sig frábærlega. Langur og mikill texti og hreyfingar með.

Í lokin var boðið uppá heimagert eldgos! Börnin voru búin að rannsaka og kanna eldgos og bjuggu þau til eigin eldfjöll til að taka með heim. Fengu foreldrar og þeir sem með voru viðstaddir útskriftina að kynnast fjölbreytileika leikskólastarfs með „alvöru“ eldgosi í salnum.

Þrír hafa hætt í vetur. Búið er að auglýsa eftir nýjum starfsmönnum. Kaffitímar hafa verið færðir, starfsmenn taka þá nú eftir hádegi. Undirbúningstímar deildarstjóra voru færðir til og það hefur gefist vel.

Fjöldi barna sem útskrifaðist var 23. Þó nokkur þeirra eru hætt í leikskólanum og farin á ævintýranámskeið, meðan önnur verða í leikskólanum fram að sumarleyfi.

Búið er að taka ný börn inn í stað þeirra sem hætt eru.

Í haust klárast inntaka nýrra barna í stað elstu barnanna.

Á föstudaginn 2.júní var “Öryggisdagur“ í leikskólanum.

Skóladagatal skólaárið 2017-2018.

Undraland mun sleppa haustþingi leikskóla að þessu sinni en taka starfsdag viku síðar til innleiðingar á Leikur að læra.

Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali skólaárið 2017-2018 fyrir leikskólana.

2. Málefni Grunnskólans

    • Skýrsla skólastjóra.

Sævar Þór flutti skýrslu skólastjóra. Skóla var slitið 6. júní síðastliðinn og skólastarf var heilt yfir gott skólaárið 2016-2017. Eftirfarandi starfsmenn létu af störfum nú í vor; Ágúst Logi Valgeirsson, Guðjón Árnason, Gunnar Baldursson, Indiana Guðjónsdóttir, Jóhanna Clausen, Ólafía Þóra Óskarsdóttir og Sigurður Blöndal. Kennarar í þessum hópi með vel á annað hundrað ár í kennslu- og stjórnunarreynslu. Nýir kennarar sem hefja störf í ágúst eru: Ari Eggertsson, Kristinn Ólafsson og Sigríður Sigfúsdóttir. Þessa dagana vinna stjórnendur skólans að niðurröðun fyrir næsta skólaár.

    • Skóladagatal skólaárið 2017-2018.

Skóladagatal lagt fram til samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal skólaárið 2017-2018 fyrir grunnskólann.

    • Starfsáætlun skólaárið 2017-2018.

Sævar kynnti drög að starfsáætlun. Starfsáætlun verður lögð fram til samþykktar í haust.

Á starfsáætlun verða stórumálin: Innleiðing á lestrarstefnu, Mentor K3, skólanámskrá, Heilsuefling og Grænfáni.

    • Samstarfsnefnd kennara og bæjaryfirvalda – Niðurstöður.

Formaður fór yfir niðurstöðu starfshópsins, sérstaklega þau atriði sem snúa að fræðslunefndinni sjálfri. Umbótaáætlunin í heild sinni snýr annars vegar að að almennum ákvörðunum á sviði menntamála og hins vegar að atriðum sem lúta að innra starfi skólans.

 

Getum við bætt efni síðunnar?