Fara í efni

Fræðslunefnd

124. fundur 13. september 2017 kl. 17:00 - 18:45 Skólamörk 6
Nefndarmenn
  • Birkir Sveinsson
  • Bjarney Sif Ægisdóttir
  • Elínborg María Ólafsdóttir
  • Dagbjört Helga Guðmundsdóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
  • V. Baldur Guðmundsson fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
  • Gunnar Hlíðdal Gunnarsson fulltrúi kennara við GíH
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Birkir formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

1. Málefni leikskóla

Skýrslur leikskólastjóra.

Undraland.
Leikskólastjóri Undralands greindi frá skólastarfinu. Þar kom m.a. fram að nemendafjöldi er 58. Þar af eru börn í elsta árgangi 13, 10 stúlkur og 3 drengir. Starfsmannamál eru í fínu formi. Tveir starfsmenn hættu um sumarfrí en annar þeirra kom aftur núna í byrjun september. Um miðjan október fjölgum við starfsmönnum vegna stækkunar leikskólans og búið er að ráða þá. Enn vantar matreiðslumann.
Formleg innleiðing á Leikur að læra er hafin.
Jafnframt greindi hún frá endurmenntun starfsmanna.

Óskaland.
Leikskólastjóri Óskalands greindi frá skólastarfinu. Starfssemin er óðum að fara í gang eftir aðlögun nýrra barna á allar deildir. Óvenju margir nemendur með annað móðurmál en íslensku innrituðust í haust.
Jafnframt greindi hún frá endurmenntun starfsmanna.
Þó nokkrar breytingar eru í starfsmannahópnum þetta haustið.
Gunnvör kynnti drög að nýrri námsskrá fyrir Óskaland. Efni hennar er tilbúið og er nú unnið að lokafrágangi

Flutningur Undralands.
Um þessar mundir er allt litað af þeim breytingum sem fram undan eru og allir orðnir óþreygjufullir að geta hafið störf í nýja húsinu. Vonir standa til að starfsemi hefjist í húsinu fyrir lok októbermánaðar.

Eftirfylgndi með úttekt á Óskalandi – Máli lokað.
Lagt fram bréf frá Mennta- og menningamálaráðuneyti frá 14. júní vegna eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Óskalandi. Ráðneytið þakkar fyrir upplýsingar tendum úttektinni og telur að Hveragerðisbær hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektarinnar og að máinu sé hér með lokið af hálfu ráðuneytisins.

2. Málefni Grunnskólans

Skýrsla skólastjóra.
Stjórnendur mættu til starfa 2. ágúst og fyrsti skipulagsdagur skólaársins var 15. ágúst. Nemendum hefur fjölgað um rúm 8% milli ára og er nú 355, 165 stúlkur og 190 drengir. Nemendur 1. bekkja eru í þremur bekkjardeildum, nemendur 9. bekkja í einni bekkjardeild, aðrir árgangar eru í tveimur bekkjardeildum. Starfsmenn eru ríflega 70 í mismunandi stöðugildum. Skólaárið hefur farið ljómandi vel af stað. Við höfum fengið heimsókn danskra þáttagerðarmanna sem kynntu sér matarvenjur íslenskra ungmenna. Lestrarstefna skólans ásamt heimanámsstefnu verða kynntar þriðjudaginn 19. september. Árgangagöngur voru farnar 8. september síðastliðinn, tókust afbragðs vel, þar sem nemendur og starfsfólk þrammaði um Þelamörk og önnur spennandi svæði á stór Hveragerðis/Ölfusgrundum. Starfsfólk skólans stefnir á námsferð til Birmingham á Englandi dagana 15.-19. mars næstkomandi. Nemendur 9. bekkja dvelja þessa vikuna að Laugum í Sælingsdal í góðu yfirlæti í Ungmennabúðum UMFÍ.

Starfsáætlun GÍH skólaárið 2017-2018.
Skólastjóri fór yfir helstu atriði á starfsáætlun skólans þetta skólaár. Skólaárið 2017-18 verður tilraunaár með stundaskrár eftir skipulagi sem býður upp á fjölda tímasetninga kennslugreina. Kennslustundir þetta skólaár eru frá 20 upp í 80 mínútur. Reynsla af 20 mínútna umsjónartímum hefur um margt verið góð. Með tuttugu mínútna kennslustundum síðar á skóladeginum getum við boðið upp á „skipulagt“ uppbrot. Svoleiðis tilraunir verða í gangi í nokkrum bekkjum í vetur. „Nýjar“ námsgreingar í stundaskrám eru t.d. heimspeki/gagnrýnin hugsun, jóga, jákvæðni – hamingja, nýsköpun. Áfram verður unnið að útgáfu skólanámskrá, umhverfismál verða á dagskrá með grænni vináttu, grænfána og aukinni áherslu á útinám og útikennslu. Áfram verður unnið að heilsueflingu. Innleiðing á þeim möguleikum sem K3 Mentor býður upp á verða áfram í brennidepli. Vellíðan nemenda og starfsfólks er málefni sem öllum í skólanum er hugleikið.

Málefni skólasels.
Skólasel, skólavistun er þessi dægrin í þremur aðskildum húsum. Nemendur 1. bekkja eru í Þórsmörk, nemendur 2. bekkja í Mjólkurbúi og nemendur 3. bekkja í skátaheimili. Talsvert flókið hefur verið að manna allar starfsstöðvar en ekki hefur þurft að koma til lokanna og er það að þakka útsjónarsemi og fórnfúsu starfsfólki. Það verður gleðidagur þegar Skólasel fær inn í núverandi Undralandi.

70 ára afmæli skólans.
Á þessu ári fagna Hvergerðingar og nærsveitungar 70 ára afmæli skólans. Skólinn skipar afmælisnefnd á næstu dögum

Getum við bætt efni síðunnar?