Fara í efni

Fræðslunefnd

132. fundur 28. janúar 2019 kl. 17:00 - 17:57 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Smári Björn Stefánsson
  • Sighvatur Fannar Nathanaelsson
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Friðrik Örn Emilsson
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
  • Ida Lön fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Gunnar Hlíðdal Gunnarsson fulltrúi kennara við GíH
  • Svava Dóra Svavarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
  • Steinunn Steinþórsdóttir forstöðumaður Bungubrekku
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Hún óskaði eftir því að gera breytingar á dagskrárlið 2.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Skýrslur skólastjórnenda

Óskaland
Á starfsdegi 14.janúar s.l. kynntu tveir leikskólakennarar mastersverkefni sín, annað verkefnið fjallaði um jafnrétti og hitt um kynjamyndir barna. Í framhaldinu var jafnréttisáætlun leikskólans yfirfarin og endurbætt. Vanda Sigurgeirsdóttir var með fyrirlestur um einelti og forvarnir sem starfsfólk beggja leikskólanna hlýddi á.
Á bóndadaginn var feðrum, öfum og langöfum boðið í síðdegiskaffi og var gríðarlega góð mæting og ánægja með tímasetningu kaffiboðsins frá 14.30 – 15.30. Sami háttur verður á kaffiboði föstudaginn fyrir konudaginn.
Auglýst verður á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir deildarstjóra.
Framundan er hefðbundið skólastarf með öllum þeim fjölbreytileika sem í boði er.

Undraland
Barnahópurinn okkar er enn að stækka. Við fengum viðbót við starfsgildi í janúar og erum um þessar mundir að bæta við 8 börnum í yngsta árgangi. Heildarfjöldi barna 1. feb. verður 103 börn.
Í janúar komu 4 nýir starfsmenn til okkar og einn er væntanlegur í byrjun febrúar. Kemur til vegna breytinga í starfsmannahópnum, langtíma veikinda og fjölgun barna. Nú eru því 39 starfsmenn á skrá hjá okkur en þar af eru 2 í fæðingarorlofi og tveir í langtíma veikindum. Stöðugildin eru um 32,5.
Eldhúsið tók við matseld fyrir Óskaland 15. janúar og það gengur ágætlega.
Bóndadagur var haldinn hátíðlegur venju samkvæmt með morgunverðarboði fyrir karlpeninginn og í hádeginu var þorrablót hjá börnunum.
Erum að leggja línurnar fyrir dag leikskólans sem er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Ráðgerum að eiga stund með börnum og starfsfólki úr Óskalandi af þessu tilfefni en nánari útfærsla er í vinnslu.

3. Íslenska verði efld sem opinbert mál á Íslandi. Áherslur skólastiga í Hveragerði
Grunnskólinn hefur sett sér málstefnu sem er í skólanámskrá þar sem lögð er áhersla á rækt við íslenskt mál. Málfar í skólanum á að vera til fyrirmyndar og allt sem frá skólanum kemur á vandaðri íslensku. Starfsmenn skólans nota íslensku í störfum sínum. Fundargerðir, minnisblöð og bréfaskipti eru á íslensku nema sérstök rök séu fyrir notkun annarra mála.

Í leikskólunum er lögð áhersla á að íslenska tungumálið sé auðugt. Í atvinnuauglýsingum leikskólanna er farið fram á að umsækjendur hafi góð tök á íslensku máli. Við tveggja ára aldur verður orðaforðaskimun lögð fyrir öll börn í leikskólunum með það að markmiði að kanna stöðu þeirra og geta gripið inn í. Ásamt því að minna foreldra á mikilvægi bókalesturs fyrir málþroska barna.

4. Skólasel
Steinunn kynnti starfsemi skólasels og félagsmiðstöðvar í Bungubrekku.

5. Önnur mál

Fyrirspurn varðandi viðbrögð við þrálátri lús í skólanum.

Getum við bætt efni síðunnar?