Fara í efni

Fræðslunefnd

133. fundur 03. júní 2019 kl. 17:00 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Smári Björn Stefánsson
  • Sighvatur Fannar Nathanaelsson
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Friðrik Örn Emilsson
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
  • Ida Lön fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Gunnar Hlíðdal Gunnarsson fulltrúi kennara við GíH
  • Svava Dóra Svavarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
  • Steinunn Steinþórsdóttir forstöðumaður Bungubrekku
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Hún óskaði eftir því að gera breytingar á dagskrárlið 2.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

Fundur settur
Skýrslur skólastjórnenda
Óskaland

Skýrsla til fræðslunefndar 6.maí 2018

Útskrift og öryggisviku lokið og fara elstu börn í útskriftarferð 8.júní. Farið verður í ævintýraferð á Úlfljótsvatn að venju.

Auglýsa þarf í lausar stöður núna þar sem fjórir starfsmenn hætta og eða fara í námsleyfi og fara í nám.

Síðustu daga og vikur í leikskólastarfinu er mikið um langar og fræðandi gönguferðir t.d. farið á hestbak, bókasafnið, Ölfusborgir, Hamarshöllina, upp að „röri“ í Kömbum, golf og fleira skemmtilegt.

Í vikunni 10. – 15.júní verður æfð brunarýming í kjölfar heimsóknar slökkvi-sjúkra og lögregluliðs. Sú heimsókn tókst afar vel.

Sumarleyfi hefst frá og með 18.júní og opnar leikskólinn aftur 23.júlí.

Skýrsla Undralands

Vorönn í leikur að læra lauk í apríl og þá tóku vettvangsferðir og aukin útivera við.

Vorskólinn í maí gekk vel og allir tilbúnir á næsta skólastig.

Við útskrifuðum 20 nemendur í síðustu viku, við hátíðlega athöfn í salnum. Anna Erla kvaddi hvert barn með virktum, settir voru upp hattar, börnin sungu og foreldrafélagið gaf hverju barni Birkiplöntu. Foreldrar barnanna og starfsmenn áttu saman góða stund og að sjálfsögðu var boðið upp á köku og kaffi á eftir.

Daginn eftir var farið í útskriftarferð í Stokkseyrarfjöru, skógarferð og heimsókn í leikskólann á Stokkseyri. Foreldrafélag leikskólanna býður rútuferðina og leikskólarnir sáu um nestið.

Opið hús tók síðan við, þar mættu margir með ömmur og afa og skoðuðu saman verk barnanna í máli og myndum.

Foreldraviðtölin eru nýafstaðin með góðri mætingu foreldra. Við erum að vinna að foreldrakönnun í samvinnu við Óskaland, hún verður send út á næstunni.

Sett hafa verið niður drög að deildarskipan fyrir haustið og byrjað er að færa börn á milli deilda .

Börnin á Undralandi eru 105 og starfsmenn 35.

Það er alltaf hreyfing í starfsmannahópnum, nú hætta 3 starfsmenn, 2 fara í fæðingarorlof og 2 koma til baka úr fæðingarorlofi.

1 starfsmaður var að útskrifast sem leikskólaliði og annar útskrifast um áramót.

Við auglýsum eftir nýju fólki fyrir sumarfrí, líklega vantar í 2 stöður í ágúst.

Grunnskóli

Eins og kom fram á síðasta fundi nefndarinnar 4. apríl síðastliðinn fengum við stórgóðar niðurstöður úr starfsmannakönnun Skólapúls og ætla ég að renna stuttlega í gegnum nokkrar af þeim niðurstöðum.

Glærusýning. Svarhlutfall var ljómandi gott 82,9%. Marktækt vorum við yfir í 9 liðum sem voru til skoðunnar. Marktækt undir í 1 lið, vinnuðastæður kennara. Fjörutíu spurningar liggja til grundvallar. Skólapúls - starfsmannakönnun 2019 - kynning á fræðslunefndarfundi 3.6.2019

Þegar skólaárinu lýkur liggur fyrir mikið af tölulegum upplýsingum. Sem dæmi eru allar líkur á því að drukknir hafi verið 29.646 kaffibollar, uppáhelltir á starfsári skólans. 38,8% starfsmanna GíH eru „gamlir“ nemendur skólans. Að meðaltali er starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði fætt árið 1973,973. Elsti starfsmaður fæddur 1950, yngstu fæddir 1997.

Nemendur 9. og 10. bekkja fóru á Starfamessu á Selfossi.

Leikhópur – valhópur sýndi verk á Þjóðleik sem var í Hveragerði þetta vorið.

Þónokkrir hópar nemenda gengu í heita lækinn í Reykjadal.

Nemendur í 7. bekkjum fóru í skólaferðalag á Úlfljótsvatn.

Nemendur í 10. bekkjum fóru í skólaferðalag í Skagafjörð.

Nemendur hlupu vel heppnað UNICEF-hlaupið.

Nemendur 8. bekkja klifu Esjuna.

Nemendur 6. bekkja fóru til Reykjavíkur að skoða hvali. Meðal annars.

Fjölgreindarleikar voru haldnir hátíðlegir og voru gríðarlega vel heppnaðir.

Skóla var slitið föstudaginn 31. maí við hátíðlega athöfn í Hveragerðiskirkju, kaffhlaðborð á eftir í skólanum. Þar með var GíH slitið í 30. sinn.

Önnur mál.

Getum við bætt efni síðunnar?