Fræðslunefnd
Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands og Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands boðuðu forföll.
Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Hún óskaði eftir því að gera breytingar á dagskrárlið og bæta við liðnum Kynning á Tónlistarskóla Árnesinga.
Eftirfarandi fært til bókar:
Dagskrá:
- Fundur settur
- Kynning frá Tónlistarskóla Árnesinga
Helga Sighvatsdóttir skólastjóri kynnti starf Tónlistarskóla Árnesinga. Nefndin er ánægð með störf skólans og sérstaka athygli hafa hljóðfærakynningar í 2.bekk grunnskólans vakið.
- Skýrslur skólastjórnenda
- Óskaland
Engin skýrsla barst frá Óskalandi.
- Undraland
Aðlögun er lokið, nema á yngstu deild. Leikur að læra þing var haldið 11.október. Þar var áhersla á útikennslu. Nokkrar mannabreytingar hafa átt sér stað og það vantar í 1,5 stöðugildi.
- Grunnskóli
Niðurstöður samræmdra könnunarprófa 4. og 7. bekkja eru komnar, ekki er búið að fara yfir niðurstöðurnar er margt gott komið í ljós í báðum árgöngum.
Rýmingaræfing var haldin föstudaginn 13. september, tókst vel.
Fyrsta nemendaþing skólans afstaðið. Þátttakendur voru nemendur 7.-10. bekkja. Markmið svona þinga eru: 1) Að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins. 2) Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu. 3) Að fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum. 4) Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar.
Ástundunarreglur skólans eru í endurskoðun.
Guðný Klara Guðmundsdóttir var ráðin forstöðumaður Bungubrekku.
Sævar Þór skólastjóri sagði frá minnisblaði sem hann sendi á bæjarstjóra og byggingafulltrúa vegna húsnæðismála skólans.
Nefndin lýsir áhyggjum yfir því að útboð hafi ekki farið fram á nýrri viðbyggingu við skólann.
- Minnisblað vegna sumarleyfa á Óskalandi og Undralandi
Niðurstöður könnunar vegna sumarlokunar leikskólanna liggja fyrir. Alls komu 164 svör, þar af 82 frá Undralandi, 41 frá Óskalandi og 41 frá starfsfólki beggja leikskólanna. 64% völdu 2. júlí - 4. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
- Mötuneyti
Umræður um mötuneytismál í skólum Hveragerðisbæjar vegna ofnæmis, óþols og annars sérfæðis. Leitast verður eftir fundi með skólastjórnendum.
- Önnur mál.
Skólaþing sveitarfélaga 2019 – Á réttu róli, verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa, fulltrúa í ungmennaráði og nefndarmenn í fræðslunefnd til að sækja þingið.
Fundi slitið