Fræðslunefnd
Fundinn sátu: Alda Pálsdóttir, Smári Björn Stefánsson, Ninna Sif Svavarsdóttir, Sæbjörg Lára Másdóttir, Friðrik Örn Emilsson og fulltrúar sveitarfélagsins Ölfus, Hlín Guðnadóttir og V.Baldur Guðmundsson.
Ennfremur sátu fundinn Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH, Svava Dóra Svavarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands og Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH sem ritaði fundargerð.
Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands boðaði forföll.
Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Eftirfarandi fært til bókar:
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skýrslur skólastjóra
Óskaland
Á starfsdegi 9.september sl. var sameiginlegur fræðslufundur beggja leikskólanna frá KVAN: Hvernig sköpum við sterka liðsheild? Fyrirlesari var Jón Halldórsson.
Hópastarf hefur gengið vel á haustönn. Niðurstöður Hljóm prófa á elsta stigi eru í góðu meðallagi. Undirbúningur jólanna hafinn og verður opið hús og föndurdagur með foreldrum 5.des n.k.
Um áramótin verða gerðar breytingar á yngri deildum. Þar sem aldursbil er orðið mjög breitt við inntöku ársgömlu barnanna verða þau allra yngstu saman á deild og eldri börnin saman.
Umræður um aðstöðu fyrir sérkennslu- og þjálfunarvinnu og leggur Fræðslunefndin til við Bæjarstjórn að fá Hrafnhildi Karlsdóttur kennsluráðgjafa á leikskólasviði að skoða aðstöðu með það fyrir augum að gera tillögur að bráðabrigðalausn.
Undraland
Starf á deildum hefur gengið vel með áherslu á Leikur að læra. Í haust ákváðum við að skipta börnum í eldri álmu niður á aldurshreinar deildir. Með þessari skiptingu náum við að sameina öll börn í árgangi frá ca. 3 ára.
Í nóvember höfum við verið með lestrarátak í leikskólanum og höfum hvatt foreldra og fjölskyldur til að taka þátt með því að lesa fyrir börnin heima. Svo tekur undirbúningur jóla við með hefðbundnum dagskrárliðum s.s. jólaföndri, jólagjafasmiðjum, söng, foreldraföndri og jólaballi. Börnum fjölgar um eitt í desember og um áramót er von á a.m.k 4 litlum börnum.
Fimm starfsmenn Undralands eru á NAEYC ráðstefnu um kennslu ungra barna í Bandaríkjunum.
Grunnskóli
Sævar Þór flutti skýrslu skólastjóra. Þar kom meðal annars fram fjöldi heimsókna í skólann á síðustu misserum. Frá skáldum, vísindamönnum japönskum sem innlendum. Góðgerðarþema framundan og mikil stemmning í kringum þá dagskrá.
Skólaráð fundaði í síðustu viku.
3. Erindi frá bæjarstjóra
Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun leikskóla, grunnskóla, frístundaskóla og félagsmiðstöðvar vegna reksturs auk fjárfestingaráætlunar sömu stofnana og viðhalds. En fjárhagsáætlun hefur verið unnin sameiginlega af bæjarfulltrúum og hefur þegar verið lögð fram til fyrri umræðu.
Fundi slitið.