Fasteignafélag Hveragerðis ehf
Dagskrá
1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017.
1802051
Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar fór yfir starfsemina árið 2017.
Viðhald var með eðlilegum hætti árið 2017 og í samræmi við áætlanir og leiðbeiningar framleiðanda þar um. Ekkert óvanalegt kom upp á árinu og var rekstur hússins með miklum ágætum.
2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2017.
1802052
Ársreikningur ársins 2017 lagður fram.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.
3.Kosning í stjórn og kosning endurskoðenda.
1802053
Í stjórn voru kosnir eftirtaldir:
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Eyþór H. Ólafsson
Njörður Sigurðsson
Endurskoðendi verði Deloitte ehf.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Eyþór H. Ólafsson
Njörður Sigurðsson
Endurskoðendi verði Deloitte ehf.
4.Ákvörðun um hvernig farið skuli með tap félagsins.
1802054
Stjórn leggur til að tap ársins verði flutt til næsta árs.
5.Greiðslur til stjórnar.
1802055
Stjórn samþykkir óbreytta þóknun til stjórnarmanna sem er sú sama og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjóri situr án þóknunar í stjórninni.
6.Flutningur lögheimilsins félagsins.
1802057
Samþykkt að lögheimili félagsins verði að Breiumörk 20, 810 Hveragerði.
7.Bilun í rafmagnsbúnaði Harmarshallar 13.febrúar 2018.
1802056
Formaður lagði fram minnisblað vegna bilunar í rafmagnsbúnaði Hamarshallarinnar sem varð þann 13. febrúar 2018. Húsið varð með öllu rafmagnslaust í klukkustund en farsællega tókst að finna bilunina og um leið og rafmagn komst á blásara reis húsið upp í fulla hæð á örfáum mínútum.
Í minnisblaðinu er lagðar fram nokkrar tillögur sem til framtíðar geta betur tryggt öryggi blástursbúnaðar. Stjórn samþykkir þær tillögur sem þarna eru settar fram og hvetur til að þær komist til framkvæmda sem allra fyrst. Stjórn felur formanni að boða Ivan Duric, fulltrúa framleiðanda, sem fyrst til Íslands til að hann geti yfirfarið bygginguna og gefið góð ráð varðandi viðhald og þær hugmyndir sem þarna eru settar fram.
Í minnisblaðinu er lagðar fram nokkrar tillögur sem til framtíðar geta betur tryggt öryggi blástursbúnaðar. Stjórn samþykkir þær tillögur sem þarna eru settar fram og hvetur til að þær komist til framkvæmda sem allra fyrst. Stjórn felur formanni að boða Ivan Duric, fulltrúa framleiðanda, sem fyrst til Íslands til að hann geti yfirfarið bygginguna og gefið góð ráð varðandi viðhald og þær hugmyndir sem þarna eru settar fram.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Getum við bætt efni síðunnar?