Fasteignafélag Hveragerðis ehf
Dagskrá
Njörður Sigurðsson formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2023
2409072
Formaður stjórnar Njörður Sigurðsson kynnti skýrslu stjórnar.
Á árinu 2023 var lítil starfsemi í félaginu. Eina starfsemin sem fór fram var að lögmaður félagsins var í viðræðum við tryggingafélagið Sjóvá vegna uppgjörs á bótum eftir tjónið þegar Hamarshöllin féll árið 2022. Uppgjörið fór ekki fram fyrr en á árinu 2024 og varðar því ekki starfsárið 2023. Ekki voru haldnir neinir stjórnarfundir á árinu.
2.Ársreikningur Fasteignafélags Hveragerðis 2023
2409073
Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2023.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.
3.Kosning í stjórn og kosning endurskoðenda
2409074
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Njörður Sigurðsson, formaður, Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir.
Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Endurskoðandi verði KPMG endurskoðun.
Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Endurskoðandi verði KPMG endurskoðun.
4.Ákvörðun um hvernig skal farið með tap félagsins
2409075
Stjórn samþykkir að tap ársins verði flutt til næsta árs.
5.Greiðslur til stjórnar
2409076
Stjórn samþykkir að greiðslur til stjórnarmanna verði þær sömu og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ.
6.Breytingar á prókúru félagsins
2409077
Stjórn samþykkir að Pétur G. Markan bæjarstjóri verði prókúruhafi hjá félaginu.
7.Ný verkefni hjá Fasteignafélag Hveragerðis
2409097
Rætt um ný verkefni hjá Hveragerðisbæ í íþróttamannvirkjum og hvort þau væru betur komin í Fasteignafélag Hveragerðis ehf.
Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að kanna kosti og galla við það að færa verkefnin yfir í Fasteignafélag Hveragerðis og leggja fyrir næsta fund stjórnar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:28.
Getum við bætt efni síðunnar?