Fasteignafélag Hveragerðis ehf
Dagskrá
Halldór B. Hreinsson, varaformaður, setti fund og stjórnaði.
1.Tillaga að samkomulagi um uppgjör vegna Hamarshallar
2405077
Kristinn Bjarnason lögmaður hjá Lagastoð kynnir tillögu að samkomulagi um uppgjör vegna Hamarshallar. Tengist hann fundinum í gegnum Teams fjarfundakerfið.
Stjórn Fasteignafélagsins ehf samþykkir að fela Kristni Bjarnasyni lögmanni að undirrita lokasamkomulag við Sjóvá að upphæð kr. 35 milljónir vegna falls Hamarshallarinnar. Um er að ræða heildarfjárhæð fyrir bæði húseigendatryggingu og lausafjártryggingu. Samþykkið er með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar hvað lausafjártryggu varðar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:43.
Getum við bætt efni síðunnar?