Fara í efni

Fasteignafélag Hveragerðis ehf

14. febrúar 2024 kl. 08:00 - 08:28 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá
Njörður Sigurðsson formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2022

2402002

Formaður stjórnar Njörður Sigurðsson kynnti skýrslu stjórnar.
Enginn fundur var hjá stjórn árið 2023 og því er aðalfundur fyrir árið 2022 haldinn núna.

Starfsemi Fasteignafélags Hveragerðis var óvenjuleg en jafnframt viðburðarík á árinu 2022. Eina fasteign félagsins, Hamarshöllin, eyðilagðist í miklum vindi þann 22. febrúar. Hamarshöllin, sem var loftborið íþróttahús, féll á örskotsstundu eftir að gat hafði komið á dúk hússins. Mjög mikið tjón varð vegna þessa en vatn og snjór áttu greiða leið að íþróttagólfi hússins sem eyðilagðist ásamt innanstokksmunum og íþróttaáhöldum. Til mikillar lukku urðu ekki slys á fólki en ljóst var að stórhættulegar aðstæður mynduðust þegar dúkurinn fauk en hið loftborna hús var 5.000 fermetra stórt.

Tryggingafélag félagsins, Sjóvá, hefur greitt út hluta af bótum vegna hússins sjálfs en ekki hefur enn náðst lokaniðurstaða í heildarbætur á húsinu. Þá hefur ekki heldur enn náðst niðurstaða í tryggingabætur vegna innbús. Starfsfólk og lögfræðingar bæjarins hafa lagt mikla vinnu í að ná sanngjörnum bótum vegna tjónsins og er von til þess að því máli ljúki fljótlega.

Gervigrasvöllur sem var inni í Hamarshöllinni hefur verið í notkun frá því að húsið fauk og hefur nýst vel.

Rétt er að geta þess að virðisaukaskuldbinding félagsins var til 20 ára frá nóvember 2012. Fasteignafélagið þarf því að leigja Hveragerðisbæ Hamarshöllina þar til í október 2032 og borga virðisaukaskatt af þeirri leigu þó að Hamarshöllin sé ekki lengur uppi standandi. Á árinu 2022 var virðisaukaskattur kr. 5.363.454.-

2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2022

2402003

Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2022.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.

3.Kosningar í stjórn og kosning endurskoðenda

2402004

Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Njörður Sigurðsson, formaður, Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir. Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson. Endurskoðandi verði KPMG endurskoðun.

4.Ákvörðun um hvernig skal farið með tap félagsins

2402005

Stjórn samþykkir að tap ársins verði flutt til næsta árs.

5.Greiðslur til stjórnar

2402006

Stjórn samþykkir að greiðslur til stjórnarmanna verði þær sömu og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:28.

Getum við bætt efni síðunnar?