Fara í efni

Fasteignafélag Hveragerðis ehf

28. fundur 28. febrúar 2022 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá
Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Umræður um Hamarshöllina.

2202114

Rætt um atburði sem urðu í Hamarshöllinni í síðustu viku en þriðjudaginn 22. febrúar rifnaði dúkurinn af höllinni og lagðist yfir gervigrasið.
Fimleikaáhöldum sem voru í höllinni tókst flestum að bjarga í önnur hús. Eins tókst að bjarga tölvubúnaði og öðrum tækjum sem voru í aðstöðuhúsi.
Húsið og innbúið er tryggt hjá Sjóvá og er samtal við tryggingafélagið komið í gang.
Söluaðili dúksins Duol hefur verið upplýstur um stöðuna og fundað verður með þeim á næstunni.
Bæjarfulltrúar hafa hist og rætt um framhald. Bæjarstjóri mun leggja minnisblað fyrir bæjarráð í vikunni þar sem óskað verður eftir að fram fari verkfræðileg úttekt á þeim valkostum sem eru í stöðinni varðandi uppbyggingu á reitnum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?