Fara í efni

Fasteignafélag Hveragerðis ehf

27. fundur 09. september 2021 kl. 15:30 - 16:07 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá
Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2020.

2108561

Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar fór yfir starfsemina árið 2020.
Aðalfundur félagsins haldinn þann 9. september 2021. Formaður kynnti það sem helst var framkvæmt á árinu. Hefðbundið viðhald var á Hamarshöll en árlega þarf að yfirfara allan vélbúnað, endurnýja reimar og annað slíkt svo búnaður sé ávallt í góðu lagi.
Skipt var um gervigras í Hamarshöll á árinu en eldra gras var orðið algjörlega ónýtt er hér um mikla bragarbót að ræða.
Ljóst var orðið að vélbúnaður væri mjög berskjaldaður svo lagt var af stað í það verkefni að byggja yfir hann létt húsnæði árið 2019. Hönnun þess lauk á árinu 2020 sem og jarðvegsframkvæmdir ásamt því að sökklar voru steyptir.
Bílaplan hefur verið merkt en ljóst er að framundan er að klára það verk en ríflega helmingur bílaplansins og endanlegur frágangur er eftir.
Að öðru leyti var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á árinu. Höllin hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og er í stöðugri og fjölbreyttri notkun.

2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020.

2108560

Ársreikningur ársins 2020 lagður fram.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.

3.Kosningar í stjórn og kosning endurskoðenda.

2108562

Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Endurskoðendi verði Deloitte ehf.

4.Ákvörðun um hvernig skuli farið með tap félagsins.

2108563

Stjórn leggur til að tap ársins verði flutt til næsta árs.

5.Greiðslur til stjórnar.

2108564

Stjórn samþykkir óbreytta þóknun til stjórnarmanna sem er sú sama og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjóri situr án þóknunar í stjórninni.

6.Framkvæmdir ársins 2021.

2108565

Á árinu 2021 er unnið að því að reisa hús og klæða til að verja viðkvæman vélbúnað Hamarshallar svo hann standist verstu veður. Búið er að færa vélbúnaðinn á nýtt svæði og tengja við húsið, virkar það vel.
Búið er að fá tilboð í að reisa stálgrind og semja við verktaka um að klæða hana. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í október.
Eftirlitsmaður frá Duol kom og skoðaði húsið nýlega og lýsti yfir mikilli ánægju með ástandið á húsinu og viðhald á því.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:07.

Getum við bætt efni síðunnar?