Fasteignafélag Hveragerðis ehf
Dagskrá
1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019.
2009022
Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar fór yfir starfsemina árið 2019.
2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019.
2009023
Ársreikningur ársins 2019 lagður fram.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.
3.Kosning í stjórn og kosning endurskoðenda.
2009024
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Endurskoðendi verði Deloitte ehf.
Endurskoðendi verði Deloitte ehf.
4.Ákvörðun um hvernig skuli farið með tap félagsins.
2009025
Stjórn leggur til að tap ársins verði flutt til næsta árs.
5.Greiðslur til stjórnar.
2009026
Stjórn samþykkir óbreytta þóknun til stjórnarmanna sem er sú sama og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjóri situr án þóknunar í stjórninni.
6.Framkvæmdir ársins 2020.
2009027
Í áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir byggingu húss fyrir vélbúnað Hamarshallar og að skipta um gervigras á fótboltavelli.
Lagningu gervigras er lokið. Við enda vallarins næst aðstöðuhúsi var sett gras sem nýtist líka golfurum. Áfram er unnið að undirbúningi að byggingu hús fyrir vélbúnað. Aðrar framkvæmdir eru minniháttar. Stjórn leggur ríka áherslu á að byggt verði yfir vélbúnað á þessu ári samkvæmt fjárhagsátlun.
Fundi slitið - kl. 08:44.
Getum við bætt efni síðunnar?
Fjárveiting var sett til yfirbyggingar á vélbúnaði árið 2019 en ekki tókst að koma því verki af stað vegna þess umfangs sem það endaði í í meðförum tæknimanna. Aftur hafa fjármunir verið settir í verkið núna árið 2020 og auknir um helming. Mikilvægt er að framkvæmdir hefjist við yfirbygginguna hið allra fyrsta svo vélbúnaðurinn fái nauðsynlegt skjól fyrir veðrum og vindum.
Á árinu var ráðist út í malbikun á bílaplani við Hamarshöll sem gert hefur allt umhverfi hallarinnar betra. Var sú framkvæmd fjármögnuð af bæjarsjóði. Framundan er að klára verkið en ríflega helmingur bílaplansins og endanlegur frágangur er eftir.
Að öðru leyti var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á árinu. Höllin hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og er í stöðugri og fjölbreyttri notkun.