Fara í efni

Bæjarstjórn

591. fundur 13. mars 2025 kl. 17:00 - 19:04 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Halldór Benjamín Hreinsson forseti bæjarstjórnar
  • Sandra Sigurðardóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Njörður Sigurðsson aðalmaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Þorsteinsson varamaður
  • Alda Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2025

2502012F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 5, 6.



Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Alda Pálsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 5 "Þjónustusamningur Hveragerðisbæjar og Félags eldri borgara Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir þjónustusamning Hveragerðisbæjar við Félag eldri borgara Hveragerði.

Liður 6 "Viðauki við fjárhagsáætlun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir kr. 116.000.000,- viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kjarasamningsbundinna launahækkana. Gert var ráð fyrir þeim hækkunum í svokölluðum potti undir verkefnum bæjarstjórnar. Áhrifamat viðaukans liggur fyrir í ársreikningi fyrir árið 2024 sem nú er til endurskoðunar og verður tekinn formlega til fyrri umræðu í bæjarstjórn í apríl nk.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 6. mars 2025

2502016F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 8, 9, 11, 12, 13, 17.



Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sandra Sigurðardóttir, Pétur G. Markan, Sigmar Karlsson, Thelma Rún Runólfsdóttir, Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Liður 8 "Mat á árangri stjórnkerfisbreytinga 2024 - tilnefningar í vinnuhóp" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Halldór Benjamín Hreinsson, Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur, Friðrik Sigurbjörnsson og Pétur G. Markan í vinnuhóp um framhald breytinga á skipulagi Hveragerðisbæjar.

Liður 9 "Breyting á skipulagi bæjar- og skólaskrifstofu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á skipulagi bæjar- og skólaskrifstofu.

Liður 11 "Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Tæknirými"" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Frumskógar ehf. í verkið sem er 70,1% af kostnaðaráætlun verksins enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 12 "Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði - Vorsabær 7D" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 13 "Samkomulag um viðbótarkostnað vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið.

Liður 17 "Skautbúningur til eignar og varðveislu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn þakkar fyrir veglega gjöf og mun veita henni viðtöku 19. mars nk. í Hveragerðiskirkju.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun varðandi lið 7.
Fulltrúar D-listans lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöður þjónustukönnunnar Gallup fyrir árið 2024. Þó að vissulega megi fagna því að matsþátturinn “gæði umhverfisins í nágrenni heimilis þíns? hafi stigið upp frá árinu 2022 þá eru allir aðrir þættir með slaka niðurstöðu. Fulltrúar D-listans telja að Hveragerðisbær eigi að setja markið mun hærra og ætti með réttu að standa fremst á meðal sveitarfélaga þegar kemur að þjónustu við íbúa, líkt og niðurstöður síðustu kjörtímabila sýndu.

Í samanburði við önnur sveitarfélög kemur Hveragerðisbær ekki vel út og mælist nú undir landsmeðaltali í 5 matsþáttum af 12 í könnuninni. Einnig ber að nefna sláandi niðurstöður þegar kemur að ánægju íbúa með aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Í þeim matsþætti skrapar Hveragerðisbær algjörlega botninn þar sem um það bil 60% íbúa eru óánægðir með aðstöðuna. Meirihluti Okkar Hveragerði og Framsóknar hafa á þessu kjörtímabili talað mikið um mikilvægi þess að stuðla að barnvænu samfélagi ásamt því að þjónustu við fatlað fólk sé bætt. Niðurstöður viðkomandi könnunnar endurspeglar ekki þá vegferð sem meirihlutinn telur sig vera á í þeim efnum þar sem aðeins 32% íbúa eru ánægðir með þjónustu við fatlað fólk og 30% eru óánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur.

Á heildina litið vilja fulltrúar minnihlutans setja stefnuna hærra þegar kemur að þjónustu við íbúa og hafna því alfarið að hér sé um að ræða jákvæða niðurstöðu fyrir Hveragerðisbæ.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Klukkan 17:34 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:50 hélt fundur áfram.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihlutinn bendir á að tölur Gallup sýna jákvæða þróun milli ára í öllum liðum nema einum. Ef tekið er meðaltal niðurstaðna allra þátta er sveitarfélagið á pari við önnur sveitarfélög. Við leggjum mikla áherslu á að gera enn betur og er það okkar mat að sú vinna sem er í gangi í Hveragerði um þessar mundir, sem einhugur ríkir um í bæjarstjórn, muni enn fremur auka á ánægju íbúa.

Staðhæfing minnihlutans er því röng og vekur það furðu að annað hljóð er nú í minnihlutanum en var á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Við lítum björtum augum á framtíðina í Hveragerði og ítrekum að niðurstöðurnar eru jákvæðar á milli ára.

Halldór Benjamín Hreinsson
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Thelma Rún Runólfsdóttir
Atli Viðar Þorsteinsson

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

3.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 10. febrúar 2025

2501006F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 6, 8, 9.



Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Alda Pálsdóttir, Pétur G. Markan og Thelma Rún Runólfsdóttir.
Liður 1 "Fundadagskrá menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal nefndarinnar.

Liður 6 "Erindi frá hópi listamanna í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna beiðni hóps listamanna um að tekið verði á leigu húsnæði við Austurmörk til framleigu en hvetur til samtals um mögulegar útfærslur á stuðningi við listafólk sem búsett er í Hveragerði.

Liður 8 "Bílastæði við Árhólma" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og skila bæjarráði mögulegum tillögum að útfærslu á gjaldtöku.

Liður 9 "Barnamenning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp samtal við forstöðumenn stofnanna bæjarins varðandi mögulega þátttöku þeirra í barnarmenningarhátíðinni.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

4.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 18. febrúar 2025

2502011F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

5.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis ehf. frá 13. febrúar 2025

2502004F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

6.Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 26. febrúar 2025

2502015F

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin er staðfest.

7.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. mars 2025

2502005F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 3, 4, 5, 7, 9.



Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Alda Pálsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Pétur G. Markan, Atli Viðar Þorsteinsson, Sigmar Karlsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar - breyting" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á erindisbréfi skipulags- og umhverfisnefndar.

Liður 3 "Deiliskipulagsbreyting Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framlengja frest til athugasemda við tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði, sem auglýst var þann 13. janúar til 13. febrúar s.l., um tvær vikur eða frá 14. mars til 28. mars 2025.
Alda Pálsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

Liður 4 "Leikskólinn Óskaland - deiliskipulagsbreyting vegna umferðaröryggis og bílastæða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Réttarheiði fyrir leikskólann Óskaland skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins.

Liður 5 "Öxl - ósk um að hefja deiliskipulagsvinnu samhliða yfirstandandi aðalskipulagsvinnu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn tekur vel í tillögu landeiganda um að hann vinni sjálfur deiliskipulag fyrir uppbyggingarsvæðið á Öxl 1-6 með vísan til 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt 38. gr. skipulagslaga ber landeiganda að skila inn skipulagslýsingu samhliða beiðni til bæjarstjórnar um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar um að vinna skuli skipulagslýsinguna í samráði við skipulagsfulltrúa og áherslur þær sem fram koma í yfirstandandi vinnu við nýtt aðalskipulag Hveragerðisbæjar. Þegar skipulagslýsing er tilbúin mun hún fara til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar sem fjallar um skipulagslýsinguna áður en bæjarstjórn getur tekið afstöðu til tillögu að vinnslu deiliskipulagsins. Bæjarstjórn samþykkir einnig að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við landeigendur um framtíðarskipulag svæðisins, kostnaðarskiptingu og fjármögnun sbr. erindi landeiganda þar sem óskað er eftir samtali og samvinnu um framtíðarstefnu svæðisins.

Liður 7 "Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir lóð fyrir íbúðafélagið Bjarg í raðhúsum í deiliskipulagsvinnu á svæði ÍB4 - Gróðurmörk sem bæjarstjórn samþykkti að ráðast í á fundi sínum þann 13. febrúar s.l. og bjóða félaginu lóðina formlega.

Liður 9 "Umsagnarbeiðni vegna ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar, First Water" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn tekur undir niðurstöðu innsendrar umsagnar umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa frá 18. febrúar 2025 um að framkvæmd First Water við seiðaeldisstöð að Öxnalæk í Hveragerðisbæ þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Tekur bæjarstjórn einnig undir þá niðurstöðu að leita ætti til Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar vegna málsins þar sem land- og veiðiréttareigendur eigi mikilla hagsmuna að gæta þegar kemur að fiskeldi við Varmá.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

8.Fundargerð Öldungaráðs frá 10. mars 2025

2503004F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

9.Tillaga að húsverndarsjóði

2503046

Lögð fram tillaga Njarðar Sigurðssonar að stofnun húsverndunarsjóðs.



Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-listans hafna tillögu Njarðar Sigurðssonar um húsaverndarsjóð á þeim forsendum að hvergi í tillögunni kemur fram hversu mikill kostnaður sé áætlaður af starfsemi sjóðsins og þá hvort það valdi skerðingu á öðrum föstum útgjaldaliðum bæjarins.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Meirihluti bæjarstjórnar tekur jákvætt í tillöguna og samþykkir að fela bæjarstjóra nánari útfærslu á úthlutunarreglum sjóðsins og að vísa tillögunni til umfjöllunar í menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd, skipulags- og umhverfisnefnd og afmælisnefnd bæjarins.
Minnihlutinn á móti.

10.Reglur um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði

2502040

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga. Breytingarnar er tilkomnar vegna breytinga á lögum nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka.



Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á reglum Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði til að taka gildi frá og með 1. apríl 2025.

11.Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar - vegna fjölgunar byggðarsamlaga, fyrri umræða

2502165

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023. Breytingin er tilkomin vegna stofnunar byggðarsamlags um Tónlistarskóla Árnesinga og Brunavarna Árnessýslu.



Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 og vísar til seinni umræðu.

12.Skipan í nefndir og ráð

2503035

Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 með síðari breytingum.



Enginn tók til máls.
Félag eldri borgara í Hveragerði hefur tilnefnt nýjan formann félagsins, Pálínu Sigurjónsdóttur, sem fulltrúa félagsins í Öldungaráð í stað fráfarandi formanns, Sigurlínar Sveinbjarnardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Pálínu Sigurjónsdóttur, fulltrúa Félags eldri borgara í Hveragerði, í Öldungaráð.

13.Breyting á samþykktum Bergrisans, síðari umræða

2502035

Breyting á samþykktum Bergrisans lögð fram til síðari umræðu.



Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á samþykktum Bergrisans í samræmi við framlagða tillögu.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:04.

Getum við bætt efni síðunnar?