Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fundargerð bæjarráðs frá 18.október 2017.
1710002F
Liðir afgreiddir sérstaklega 1,3,4 og 5.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 1 "Bréf frá Náttúrulækningafélagi Íslands frá 4. október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Náttúrulækningafélag Íslands fái heimild til að hefja gerð deiliskipulags á umræddum lóðum enda beri félagið allan kostnað vegna gerðar þess. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna með félaginu og sérfræðingum þess að gerð deiliskipulagsins.
Liður 3 "Bréf frá Borgartúni ehf frá 13. október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Borgartún ehf fái heimild til að hefja gerð deiliskipulags á umræddri lóð enda beri félagið allan kostnað vegna gerðar þess. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með félaginu og sérfræðingum þess að gerð deiliskipulagsins. Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna samkomulag um greiðslu gatnagerðargjalda og leggja fyrir bæjarráð.
Liður 4 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna launa í Grunnskólanum í Hveragerði afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 5 "Forkaupsréttur Breiðumörk 22" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir að Náttúrulækningafélag Íslands fái heimild til að hefja gerð deiliskipulags á umræddum lóðum enda beri félagið allan kostnað vegna gerðar þess. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna með félaginu og sérfræðingum þess að gerð deiliskipulagsins.
Liður 3 "Bréf frá Borgartúni ehf frá 13. október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Borgartún ehf fái heimild til að hefja gerð deiliskipulags á umræddri lóð enda beri félagið allan kostnað vegna gerðar þess. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með félaginu og sérfræðingum þess að gerð deiliskipulagsins. Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna samkomulag um greiðslu gatnagerðargjalda og leggja fyrir bæjarráð.
Liður 4 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna launa í Grunnskólanum í Hveragerði afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 5 "Forkaupsréttur Breiðumörk 22" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
2.Fundagerð bæjarráðs frá 2.nóvember 2017.
1710003F
Liðir afgreiddir sérstaklega 5,6,7,9 og 10.
Enginn tók til máls.
Kl. 17:10 var gert fundarhlé.
Kl. 17:16 hélt fundur áfram.
Enginn tók til máls.
Kl. 17:10 var gert fundarhlé.
Kl. 17:16 hélt fundur áfram.
Liður 5 "Bréf frá Stígamótum frá 15. október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 6 "Bréf frá Kvennaathvarfinu frá október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 7 "Nafnabreyting Austurmörk 6-10" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 9 "Minnisblað frá bæjarstjóra : Ærslabelgur Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 10 "Forkaupsréttur Austurmörk 2" afgreiddur sérstaklega.
Vegna misræmis í kauptilboði er málinu vísað til bæjarráðs og felur bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 6 "Bréf frá Kvennaathvarfinu frá október 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 7 "Nafnabreyting Austurmörk 6-10" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 9 "Minnisblað frá bæjarstjóra : Ærslabelgur Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 10 "Forkaupsréttur Austurmörk 2" afgreiddur sérstaklega.
Vegna misræmis í kauptilboði er málinu vísað til bæjarráðs og felur bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.nóvember 2017.
1711013
Liðir afgreiddir sérstaklega 2,4 og 5.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 2 "Bláskógar 6, baðhús og geymsluskúr og breytt notkun bílskúrs" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytt notkun á bílskúr og bygging skúrs/baðhúss fari í grenndarkynningu í samræmi við 44. grein skipulags- og byggingarlaga. Garðskúrnum verði fundinn annar staður í a.m.k. 3ja m fjarlægð frá lóðarmörkum.
Liður 4 "Varðveislumat gróðurhúsa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að sem fyrst verði leitað eftir samvinnu við Minjastofnun um mat á varðveislugildi gróðurhúsa í bænum. Matið verði lagt til grundvallar mögulegri samþykkt um verndun einstakra gróðurhúsa í bænum.
Liður 5 "Breiðamörk 1, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir stöðuleyfið til allt að eins árs.
Vegna liðar 3 samþykkir bæjarstjórn að fela Skipulagsfulltrúa og nefndinni að hefja deiliskipulagsvinnu vegna lóðarinnar Frumskógar 18.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir að breytt notkun á bílskúr og bygging skúrs/baðhúss fari í grenndarkynningu í samræmi við 44. grein skipulags- og byggingarlaga. Garðskúrnum verði fundinn annar staður í a.m.k. 3ja m fjarlægð frá lóðarmörkum.
Liður 4 "Varðveislumat gróðurhúsa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að sem fyrst verði leitað eftir samvinnu við Minjastofnun um mat á varðveislugildi gróðurhúsa í bænum. Matið verði lagt til grundvallar mögulegri samþykkt um verndun einstakra gróðurhúsa í bænum.
Liður 5 "Breiðamörk 1, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir stöðuleyfið til allt að eins árs.
Vegna liðar 3 samþykkir bæjarstjórn að fela Skipulagsfulltrúa og nefndinni að hefja deiliskipulagsvinnu vegna lóðarinnar Frumskógar 18.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
4.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 31.október 2017.
1711002
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Kl. 17:34 var gert fundarhlé.
Kl. 17:37 hélt fundur áfram.
Kl. 17:34 var gert fundarhlé.
Kl. 17:37 hélt fundur áfram.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.Fundargerð menningar-íþrótta- og frístundanefndar frá 16.október 2017.
1711011
Eftirtaldri tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6.Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 24.október 2017.
1711012
Liðir 1 og 3 afgreiddir sérstaklega.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 1 "Drög að endurnýjuðum reglum Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings um fjárhagsaðstoð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
Liður 3 "Tillaga að gjaldskrá fyrir árið 2018" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
Liður 3 "Tillaga að gjaldskrá fyrir árið 2018" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
7.Fundargerð kjörstjórnar frá 19.október 2017.
1711008
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
8.Fundargerð kjörstjórnar frá 27.október 2017.
1711009
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9.Fundargerð kjörstjórnar frá 28.október 2017.
1711010
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
10.Opnun tilboða - íbúðarhús að Friðarstöðum.
1711001
Opnun tilboða í íbúðarhús að Friðarstöðum til brottflutnings fór fram föstudaginn 3. nóvember 2017. Alls bárust 13 tilboð í eignina.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir tilboð hæstbjóðanda Þorsteins Hannibalssonar og Magneu Jónasdóttur upp á kr. 12.652.699.-
11.Þjónustusamningur við Foreldrafélag leikskólanna 2017-2019.
1711014
Lagður fram þjónustusamningur við Foreldrafélag leikskólanna fyrir árin 2017-2019.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Samningurinn samþykktur samhljóða með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum.
12.Gjaldskrár Hveragerðisbæjar 2018 til afgreiðslu.
1711004
Lagðar fram gjaldskrár fyrir útsvar, fasteignaskatt, leikskólagjöld, frístundaskóla, skólamötuneyti, sundlaug og bókasafn.
Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson.
Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.
13.Gjaldskrár Hveragerðisbæjar 2018, fyrri umræða.
1711005
Lagðar fram gjaldskrár vatnsgjalds, holræsagjalda, sorpgjalda, aukavatnsgjalds og dýraleyfisgjalda til fyrri umræðu.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Samþykkt að vísa gjaldskránum til síðari umræðu.
14.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2018, fyrri umræða.
1711006
Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2018.
Bæjarstjóri kynnti áætlunina og lagði fram eftirfarandi greinargerð.
Fjárhagsáætlun ársins 2018 var unnin af öllum bæjarfulltrúum sameiginlega og var samstarfið afar ánægjulegt. Fyrir það ber að þakka. Ennfremur er skrifstofustjóra og öðrum starfsmönnum þakkað framúrskarandi gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Almennt:
Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2018 er unnin með það að markmiði að íbúum Hveragerðisbæjar verði tryggð besta mögulega þjónusta og að reynt verði eftir fremsta megni að halda álögum í sem bestu samræmi við það sem gerist í samanburðarsveitarfélögum.
Markmið:
Markmið bæjarstjórnar við gerð áætlunarinnar er að skilyrði sveitarstjórnarlaga verði uppfyllt en í því felst m.a. að:
1. Samanlögð rekstrarniðurstaða samstæðu A/B hluta skal vera jákvæð á hverju þriggja ára tímabili.
2. Heildarskuldir og skuldbindingar séu ekki hærri en sem nemur 150% af tekjum.
Forsendur:
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 er tekið mið af útkomuspá ársins 2017. Íbúafjölgun í Hveragerði er stöðug og eru íbúar nú 2.553 og hefur fjölgað um 75 manns á árinu en íbúar voru 2.478 fyrir ári síðan, nemur sú fjölgun um 3%. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bæjarfélaginu og má sem dæmi nefna að rúmlega 180 umsóknir bárust um lóðir fyrir 28 íbúðir í parhúsum sem úthlutað var síðastliðið vor. Framkvæmdir eru hafnar eða við það að hefjast á öllum þeim lóðum. Unnið er að byggingu nýrra íbúða víða og ljóst að ef þau áform ganga öll eftir mun fjölgun íbúa í bæjarfélaginu verða veruleg á næstu misserum.
Vegna mikillar hækkunar fasteignamats í Hveragerði hefur bæjarstjórn tekið ákvörðun um að lækka álagningarprósentur fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði (húsnæði í A flokki). Með þessu er komið til móts við þær miklu hækkanir sem annars hefðu orðið að veruleika.
* Í fyrri umræðu er gert ráð fyrir óbreyttri útsvarsprósentu eða 14,52%.
* Álagningarprósenta fasteignaskatts á húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,45% í 0,40% og lóðarleiga úr 1% í 0,9%.
* Álagningarprósenta á vatnsgjald á húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,09% í 0,08%.
* Aukavatnsgjald hækkar úr 12 kr á rúmmetra í 12,5 krónur.
* Álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,26% í 0,255% á alla flokka húsnæðis.
* Gjöld vegna sorphirðu og sorpurðunar hækka og verður gjald vegna sorphirðu 17.700,- en vegna sorpurðunar 15.100,-.
Sú breyting var gerð á árinu 2017 að sorp (allar tunnur) eru nú hreinsað á þriggja vikna fresti í stað fjögurra vikna eins og áður var.
* Bæjarstjórn hefur undanfarin ár miðað hækkun gjaldskráa við verðlagsþróun síðastliðins árs en ekki við verðbólguspá komandi árs. Með þessu móti telur bæjarstjórn sig vinna með rauntölur sem hlýtur að vera eðlilegra en að hækka gjaldskrár á undan verðbólgunni en slíkt eykur verðbólguþrýsting. Gjaldskrár hækka því miðað við verðlagsþróun 2017 eða um 1,4% að jafnaði. Í öllum tilfellum er hagur bæjarbúa hafður að leiðarljósi og hækkunum stillt í hóf eins og mögulegt er.
* Gert er ráð fyrir að framlag Jöfnunarsjóðs hækki frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2017 og byggir áætlun ársins 2018 á rauntölum ársins 2017 og spám Jöfnunarsjóðs.
* Hvað varðar rekstur er sú breyting stærst að á árinu 2018 er gert ráð fyrir að fimmta deildin á leikskólanum Undralandi verði tekin í notkun.
Fjárhagsáætlanir einstakra deilda eru unnar í góðri samvinnu við forstöðumenn stofnana og ber að þakka þann góða vilja og jákvæðni sem starfsmenn hafa sýnt við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Ætlast er til að forstöðumenn sýni eins og ávallt ýtrustu hagkvæmni bæði í innkaupum og í starfsmannahaldi.
Viðhald og fjárfestingar:
* Stærsta einstaka fjárfesting ársins 2018 eru kaupin á Kambalandi en gengið mun verða frá þeim kaupum í janúar 2018. Nýr leikskóli við Þelamörk tók til starfa í október 2017 og fluttist starfsemi leikskólans Undralands þangað. Ein greiðsla er ógreidd vegna byggingar leikskólans og greiðist hún árið 2018.
Frístundaskóli og félagsmiðstöð hefur þegar tekið til starfa í fyrra húsnæði Undralands. Gert er ráð fyrir að húsið að Þórsmörk 1A verði selt á árinu en jafnframt að byggð verði íbúð fyrir félagsþjónustu. Fjármunir eru settir til endurbóta á efri hæð húsnæðis Sundlaugarinnar í Laugaskarði. Fyrirhugað er að ráðast í endurbætur á ytra byrði Mjólkurbúsins ásamt því að auknir fjármunir eru settir til viðhalds mannvirkja í eigu bæjarfélagsins.
Gert er ráð fyrir framkvæmdum við nýja götu í Kambalandi en stefnt er að úthlutun lóða við þá götu sumarið 2018. Ráðast á í frágang á botnlanga við Heiðmörk en með þeirri framkvæmd munu allar götur í þéttbýli Hveragerðis vera komnar með bundið slitlag. Er þar með merkum og langþráðum áfanga náð. Á árinu mun verða farið í yfirborðsfrágang á nýjum götum en jafnframt ráðist í átak við endurnýjun og lagfæringar á eldri götum auk þess sem merkingar þeirra verða bættar til muna. Göngustígurinn milli Lyngheiðar og Arnarheiðar verður lagður bundnu slitlagi sem mun breyta miklu fyrir íbúa í þeim hluta bæjarins. Framkvæmdir verða þó nokkrar við fráveitu og vatnsveitu en aðrar fjárfestingar eru smærri.
Rekstrartölur:
Við framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu er gert ráð fyrir að áætlaðar heildartekjur Hveragerðisbæjar (aðalsjóðs, A- og B- hluta) nemi alls kr. 2.753 m.kr. fyrir árið 2018. Þar af eru skatttekjur ráðgerðar kr. 1.511 milljónir. Framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð 568 m.kr. og aðrar tekjur bæjarsamstæðu um 674 m.kr.
Rekstrargjöld og reiknaðar afskriftir samstæðu nema um 2.583 m.kr.. Niðurstaða samstæðu án fjármagnsliða er því jákvæð um 170 milljónir sem er 6,2% af tekjum.
EBITDA Hveragerðisbæjar er 296 m.kr.. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 120 m.kr. og er rekstrarniðurstaða samstæðu því jákvæð um 49,5 m.kr. Í fyrri umræðu er gert ráð fyrir
2% verðbólgu á árinu 2018. Samanlögð rekstrarniðurstaða áranna 2016, 2017 og 2018 verður því jákvæð um 185 m.kr. sem er í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.
Skuldir og skuldbindingar:
Afborganir langtímalána verða rúmlega 182 m.kr. og tekin ný lán munu nema 183 m.kr.
á árinu 2018. Í lok árs 2018 verða langtímaskuldir samstæðu 2.811 m.kr.. Þar af er lífeyrisskuldbinding sveitarsjóðs 608 m.kr. og skuldbindingar vegna leigugreiðslna 232 m.kr.
Skuldir og skuldbindingar Hveragerðisbæjar í lok ársins 2018 munu verða 119% af árstekjum. Skv. fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Sé það gert myndi skuldahlutfallið batna enn frekar og verða 109%. Er skuldastaða sveitarfélagsins því vel undir skuldaþakinu sem lögfest hefur verið í sveitarstjórnarlögum.
Lokaorð:
Nánari útfærsla einstakra liða mun koma fram i ítarlegri greinargerð sem lögð verður fram við síðari umræðu um fjárhagsáætlun þann 13. desember nk.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjóri kynnti áætlunina og lagði fram eftirfarandi greinargerð.
Fjárhagsáætlun ársins 2018 var unnin af öllum bæjarfulltrúum sameiginlega og var samstarfið afar ánægjulegt. Fyrir það ber að þakka. Ennfremur er skrifstofustjóra og öðrum starfsmönnum þakkað framúrskarandi gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Almennt:
Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2018 er unnin með það að markmiði að íbúum Hveragerðisbæjar verði tryggð besta mögulega þjónusta og að reynt verði eftir fremsta megni að halda álögum í sem bestu samræmi við það sem gerist í samanburðarsveitarfélögum.
Markmið:
Markmið bæjarstjórnar við gerð áætlunarinnar er að skilyrði sveitarstjórnarlaga verði uppfyllt en í því felst m.a. að:
1. Samanlögð rekstrarniðurstaða samstæðu A/B hluta skal vera jákvæð á hverju þriggja ára tímabili.
2. Heildarskuldir og skuldbindingar séu ekki hærri en sem nemur 150% af tekjum.
Forsendur:
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 er tekið mið af útkomuspá ársins 2017. Íbúafjölgun í Hveragerði er stöðug og eru íbúar nú 2.553 og hefur fjölgað um 75 manns á árinu en íbúar voru 2.478 fyrir ári síðan, nemur sú fjölgun um 3%. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bæjarfélaginu og má sem dæmi nefna að rúmlega 180 umsóknir bárust um lóðir fyrir 28 íbúðir í parhúsum sem úthlutað var síðastliðið vor. Framkvæmdir eru hafnar eða við það að hefjast á öllum þeim lóðum. Unnið er að byggingu nýrra íbúða víða og ljóst að ef þau áform ganga öll eftir mun fjölgun íbúa í bæjarfélaginu verða veruleg á næstu misserum.
Vegna mikillar hækkunar fasteignamats í Hveragerði hefur bæjarstjórn tekið ákvörðun um að lækka álagningarprósentur fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði (húsnæði í A flokki). Með þessu er komið til móts við þær miklu hækkanir sem annars hefðu orðið að veruleika.
* Í fyrri umræðu er gert ráð fyrir óbreyttri útsvarsprósentu eða 14,52%.
* Álagningarprósenta fasteignaskatts á húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,45% í 0,40% og lóðarleiga úr 1% í 0,9%.
* Álagningarprósenta á vatnsgjald á húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,09% í 0,08%.
* Aukavatnsgjald hækkar úr 12 kr á rúmmetra í 12,5 krónur.
* Álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,26% í 0,255% á alla flokka húsnæðis.
* Gjöld vegna sorphirðu og sorpurðunar hækka og verður gjald vegna sorphirðu 17.700,- en vegna sorpurðunar 15.100,-.
Sú breyting var gerð á árinu 2017 að sorp (allar tunnur) eru nú hreinsað á þriggja vikna fresti í stað fjögurra vikna eins og áður var.
* Bæjarstjórn hefur undanfarin ár miðað hækkun gjaldskráa við verðlagsþróun síðastliðins árs en ekki við verðbólguspá komandi árs. Með þessu móti telur bæjarstjórn sig vinna með rauntölur sem hlýtur að vera eðlilegra en að hækka gjaldskrár á undan verðbólgunni en slíkt eykur verðbólguþrýsting. Gjaldskrár hækka því miðað við verðlagsþróun 2017 eða um 1,4% að jafnaði. Í öllum tilfellum er hagur bæjarbúa hafður að leiðarljósi og hækkunum stillt í hóf eins og mögulegt er.
* Gert er ráð fyrir að framlag Jöfnunarsjóðs hækki frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2017 og byggir áætlun ársins 2018 á rauntölum ársins 2017 og spám Jöfnunarsjóðs.
* Hvað varðar rekstur er sú breyting stærst að á árinu 2018 er gert ráð fyrir að fimmta deildin á leikskólanum Undralandi verði tekin í notkun.
Fjárhagsáætlanir einstakra deilda eru unnar í góðri samvinnu við forstöðumenn stofnana og ber að þakka þann góða vilja og jákvæðni sem starfsmenn hafa sýnt við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Ætlast er til að forstöðumenn sýni eins og ávallt ýtrustu hagkvæmni bæði í innkaupum og í starfsmannahaldi.
Viðhald og fjárfestingar:
* Stærsta einstaka fjárfesting ársins 2018 eru kaupin á Kambalandi en gengið mun verða frá þeim kaupum í janúar 2018. Nýr leikskóli við Þelamörk tók til starfa í október 2017 og fluttist starfsemi leikskólans Undralands þangað. Ein greiðsla er ógreidd vegna byggingar leikskólans og greiðist hún árið 2018.
Frístundaskóli og félagsmiðstöð hefur þegar tekið til starfa í fyrra húsnæði Undralands. Gert er ráð fyrir að húsið að Þórsmörk 1A verði selt á árinu en jafnframt að byggð verði íbúð fyrir félagsþjónustu. Fjármunir eru settir til endurbóta á efri hæð húsnæðis Sundlaugarinnar í Laugaskarði. Fyrirhugað er að ráðast í endurbætur á ytra byrði Mjólkurbúsins ásamt því að auknir fjármunir eru settir til viðhalds mannvirkja í eigu bæjarfélagsins.
Gert er ráð fyrir framkvæmdum við nýja götu í Kambalandi en stefnt er að úthlutun lóða við þá götu sumarið 2018. Ráðast á í frágang á botnlanga við Heiðmörk en með þeirri framkvæmd munu allar götur í þéttbýli Hveragerðis vera komnar með bundið slitlag. Er þar með merkum og langþráðum áfanga náð. Á árinu mun verða farið í yfirborðsfrágang á nýjum götum en jafnframt ráðist í átak við endurnýjun og lagfæringar á eldri götum auk þess sem merkingar þeirra verða bættar til muna. Göngustígurinn milli Lyngheiðar og Arnarheiðar verður lagður bundnu slitlagi sem mun breyta miklu fyrir íbúa í þeim hluta bæjarins. Framkvæmdir verða þó nokkrar við fráveitu og vatnsveitu en aðrar fjárfestingar eru smærri.
Rekstrartölur:
Við framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu er gert ráð fyrir að áætlaðar heildartekjur Hveragerðisbæjar (aðalsjóðs, A- og B- hluta) nemi alls kr. 2.753 m.kr. fyrir árið 2018. Þar af eru skatttekjur ráðgerðar kr. 1.511 milljónir. Framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð 568 m.kr. og aðrar tekjur bæjarsamstæðu um 674 m.kr.
Rekstrargjöld og reiknaðar afskriftir samstæðu nema um 2.583 m.kr.. Niðurstaða samstæðu án fjármagnsliða er því jákvæð um 170 milljónir sem er 6,2% af tekjum.
EBITDA Hveragerðisbæjar er 296 m.kr.. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 120 m.kr. og er rekstrarniðurstaða samstæðu því jákvæð um 49,5 m.kr. Í fyrri umræðu er gert ráð fyrir
2% verðbólgu á árinu 2018. Samanlögð rekstrarniðurstaða áranna 2016, 2017 og 2018 verður því jákvæð um 185 m.kr. sem er í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.
Skuldir og skuldbindingar:
Afborganir langtímalána verða rúmlega 182 m.kr. og tekin ný lán munu nema 183 m.kr.
á árinu 2018. Í lok árs 2018 verða langtímaskuldir samstæðu 2.811 m.kr.. Þar af er lífeyrisskuldbinding sveitarsjóðs 608 m.kr. og skuldbindingar vegna leigugreiðslna 232 m.kr.
Skuldir og skuldbindingar Hveragerðisbæjar í lok ársins 2018 munu verða 119% af árstekjum. Skv. fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Sé það gert myndi skuldahlutfallið batna enn frekar og verða 109%. Er skuldastaða sveitarfélagsins því vel undir skuldaþakinu sem lögfest hefur verið í sveitarstjórnarlögum.
Lokaorð:
Nánari útfærsla einstakra liða mun koma fram i ítarlegri greinargerð sem lögð verður fram við síðari umræðu um fjárhagsáætlun þann 13. desember nk.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.
15.Þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2019-2021.
1711007
Lögð fram til fyrri umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2019-2021.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum þriggja ára fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019-2021 og lagði fram eftirfarandi greinargerð:
Unnið var í samræmi við eftirfarandi markmið við gerð þriggja ára áætlunar Hveragerðisbæjar fyrir árin 2019-2021:
Góð þjónusta við íbúa
Fjárfestingar á sviði skólamannvirkja, gatnagerðar og íþróttamannvirkja.
Skuldahlutfallið fari lækkandi þrátt fyrir framkvæmdir á tímabilinu.
Samanlögð rekstrarniðurstaða samstæðu A/B hluta verði jákvæð á tímabilinu.
Almennt:
Í áætluninni er gert ráð fyrir hóflegri hækkun skatttekna næstu árin:
Gert er ráð fyrir 2% hækkun vísitölu á tímabilinu.
Íbúafjölgun verði 1,6% á ári.
Tekjur af útsvari hækki um 7,1% öll árin (5,5% launavísitala, 1,6% íbúafjöldi).
Tekjur af fasteignagjöldum hækki um 6% öll árin (3% vísitala, 3% fjöldi álagðra fermetra).
Framlög úr Jöfnunarsjóði hækki um 7,1% öll árin (5,5% launavísitala, 1,6% íbúafjöldi).
Aðrar tekjur hækki um 3% á ári.
Laun hækki um 5,5% á ári.
Annar kostnaður hækki um 3% á ári.
Lántökur á tímabilinu taka mið af þeim fjárfestingum sem fyrirsjáanlegar eru á þessum tímapunkti. Ljóst er að hefja þarf vinnu við undirbúning viðbyggingar við grunnskólann en með fjölgun íbúa eykst þörf fyrir skólahúsnæði. Jafnframt er augljóst að halda þarf áfram endurbótum á húsnæði Sundlaugarinnar í Laugaskarði og því eru fjármunir settir til þessara tveggja stofnana auk þess sem gert er ráð fyrir umtalsverðri gatnagerð á tímabilinu. Vegna fjölgunar íbúa mun reynast nauðsynlegt að fara í viðbætur við fráveitumannvirkið og er gert ráð fyrir þeim árið 2019.
Gert er ráð fyrir 140 m.kr. langtímaláni árið 2019 og 110 m.kr. árið 2020 og 80 m.kr. árið 2021.
Fjárfestingar:
Helstu fjárfestingar á þessu tímabili munu verða eftirfarandi í þús. kr.:
Á árinu 2019
Götur og göngustígar 140.000
Gatnagerðartekjur -120.000
Sundlaug 100.000
Grunnskóli 70.000
Fráveitumannvirki 22.000
Aðrar fjárfestingar 50.000
Alls fjárfesting 262.000
Á árinu 2020
Götur og göngustígar 140.000
Gatnagerðartekjur -120.000
Sundlaug 100.000
Grunnskóli 120.000
Aðrar fjárfestingar 50.000
Alls fjárfesting 290.000
Á árinu 2021
Götur og göngustígar 140.000
Gatnagerðartekjur -120.000
Sundlaug 100.000
Grunnskóli 150.000
Aðrar fjárfestingar 50.000
Alls fjárfesting 320.000
Rétt er að ítreka að fjárfestingaáætlun er endurskoðuð við fjárhagsáætlunargerð hvers árs í ljósi þess efnahagslega umhverfis sem ríkir á hverjum tíma.
Skuldir og skuldbindingar:
Heildarskuldir Hveragerðisbæjar munu hækka á tímabilinu enda nauðsynlegar framkvæmdir allverulegar. En það markmið bæjarstjórnar að skuldir samstæðu verði undir skuldaþakinu hefur þegar náðst og mun það ekki breytast þrátt fyrir nýjar fjárfestingar í samræmi við þriggja ára áætlun. Skuldir samstæðu munu þróast með eftirfarandi hætti að teknu tilliti til þess að skv. fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Í sviga má sjá skuldahlutfallið án þess að heimild skv. fjármálareglum sé nýtt:
2018 109 % af tekjum (119%)
2019 104 % af tekjum (114%)
2020 98 % af tekjum (108%)
2021 91 % af tekjum (101%)
Á árunum 2019-2021 munu afborganir lána nema 555 m.kr. en á sama tímabili verða tekin ný langtímalán að upphæð 330 m.kr. eins og áður er getið.
Lokaorð:
Bæjarstjórn vill hlúa að því sem skiptir máli í okkar nærumhverfi og sjá möguleikana sem fyrir hendi eru. Unnið er að því markmiði að veita íbúum góða þjónustu en jafnframt að sýnd verði ráðdeild í verki. Stigin hafa verið stór skref við uppbyggingu grunnþjónustu á undanförnum árum. Það er mikið átak fyrir bæjarfélag eins og okkar að byggja nýjan leikskóla sem kostar hátt í 700 mkr. Það höfum við nú gert og þykir sú framkvæmd hafa tekist vel. Nú eru börn að hefja þar leikskólavistun sem eru nýorðin eins árs og er það mikil aukning á þjónustu frá því sem áður var. Framundan eru bjartir tímar í Hveragerði. Sveitarfélagið er vinsælt til búsetu og eignir seljast hratt og fá færri en vilja. Það er jákvætt að bæði ungir sem þeir sem eldri eru sjái framtíð sína og fjölskyldu sinnar vel borgið hér í Hveragerði. Framkvæmdir næstu ára lúta allar að því að bæta lífsgæði, gera Hveragerði að enn betri búsetukosti og að auka hér möguleika til atvinnuuppbyggingar
Með stöðugt lækkandi skuldum og léttari greiðslubyrði mun skapast svigrúm til að íbúar fái notið bætts rekstrar og meiri þjónustu þar sem þess nokkur kostur
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum þriggja ára fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019-2021 og lagði fram eftirfarandi greinargerð:
Unnið var í samræmi við eftirfarandi markmið við gerð þriggja ára áætlunar Hveragerðisbæjar fyrir árin 2019-2021:
Góð þjónusta við íbúa
Fjárfestingar á sviði skólamannvirkja, gatnagerðar og íþróttamannvirkja.
Skuldahlutfallið fari lækkandi þrátt fyrir framkvæmdir á tímabilinu.
Samanlögð rekstrarniðurstaða samstæðu A/B hluta verði jákvæð á tímabilinu.
Almennt:
Í áætluninni er gert ráð fyrir hóflegri hækkun skatttekna næstu árin:
Gert er ráð fyrir 2% hækkun vísitölu á tímabilinu.
Íbúafjölgun verði 1,6% á ári.
Tekjur af útsvari hækki um 7,1% öll árin (5,5% launavísitala, 1,6% íbúafjöldi).
Tekjur af fasteignagjöldum hækki um 6% öll árin (3% vísitala, 3% fjöldi álagðra fermetra).
Framlög úr Jöfnunarsjóði hækki um 7,1% öll árin (5,5% launavísitala, 1,6% íbúafjöldi).
Aðrar tekjur hækki um 3% á ári.
Laun hækki um 5,5% á ári.
Annar kostnaður hækki um 3% á ári.
Lántökur á tímabilinu taka mið af þeim fjárfestingum sem fyrirsjáanlegar eru á þessum tímapunkti. Ljóst er að hefja þarf vinnu við undirbúning viðbyggingar við grunnskólann en með fjölgun íbúa eykst þörf fyrir skólahúsnæði. Jafnframt er augljóst að halda þarf áfram endurbótum á húsnæði Sundlaugarinnar í Laugaskarði og því eru fjármunir settir til þessara tveggja stofnana auk þess sem gert er ráð fyrir umtalsverðri gatnagerð á tímabilinu. Vegna fjölgunar íbúa mun reynast nauðsynlegt að fara í viðbætur við fráveitumannvirkið og er gert ráð fyrir þeim árið 2019.
Gert er ráð fyrir 140 m.kr. langtímaláni árið 2019 og 110 m.kr. árið 2020 og 80 m.kr. árið 2021.
Fjárfestingar:
Helstu fjárfestingar á þessu tímabili munu verða eftirfarandi í þús. kr.:
Á árinu 2019
Götur og göngustígar 140.000
Gatnagerðartekjur -120.000
Sundlaug 100.000
Grunnskóli 70.000
Fráveitumannvirki 22.000
Aðrar fjárfestingar 50.000
Alls fjárfesting 262.000
Á árinu 2020
Götur og göngustígar 140.000
Gatnagerðartekjur -120.000
Sundlaug 100.000
Grunnskóli 120.000
Aðrar fjárfestingar 50.000
Alls fjárfesting 290.000
Á árinu 2021
Götur og göngustígar 140.000
Gatnagerðartekjur -120.000
Sundlaug 100.000
Grunnskóli 150.000
Aðrar fjárfestingar 50.000
Alls fjárfesting 320.000
Rétt er að ítreka að fjárfestingaáætlun er endurskoðuð við fjárhagsáætlunargerð hvers árs í ljósi þess efnahagslega umhverfis sem ríkir á hverjum tíma.
Skuldir og skuldbindingar:
Heildarskuldir Hveragerðisbæjar munu hækka á tímabilinu enda nauðsynlegar framkvæmdir allverulegar. En það markmið bæjarstjórnar að skuldir samstæðu verði undir skuldaþakinu hefur þegar náðst og mun það ekki breytast þrátt fyrir nýjar fjárfestingar í samræmi við þriggja ára áætlun. Skuldir samstæðu munu þróast með eftirfarandi hætti að teknu tilliti til þess að skv. fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Í sviga má sjá skuldahlutfallið án þess að heimild skv. fjármálareglum sé nýtt:
2018 109 % af tekjum (119%)
2019 104 % af tekjum (114%)
2020 98 % af tekjum (108%)
2021 91 % af tekjum (101%)
Á árunum 2019-2021 munu afborganir lána nema 555 m.kr. en á sama tímabili verða tekin ný langtímalán að upphæð 330 m.kr. eins og áður er getið.
Lokaorð:
Bæjarstjórn vill hlúa að því sem skiptir máli í okkar nærumhverfi og sjá möguleikana sem fyrir hendi eru. Unnið er að því markmiði að veita íbúum góða þjónustu en jafnframt að sýnd verði ráðdeild í verki. Stigin hafa verið stór skref við uppbyggingu grunnþjónustu á undanförnum árum. Það er mikið átak fyrir bæjarfélag eins og okkar að byggja nýjan leikskóla sem kostar hátt í 700 mkr. Það höfum við nú gert og þykir sú framkvæmd hafa tekist vel. Nú eru börn að hefja þar leikskólavistun sem eru nýorðin eins árs og er það mikil aukning á þjónustu frá því sem áður var. Framundan eru bjartir tímar í Hveragerði. Sveitarfélagið er vinsælt til búsetu og eignir seljast hratt og fá færri en vilja. Það er jákvætt að bæði ungir sem þeir sem eldri eru sjái framtíð sína og fjölskyldu sinnar vel borgið hér í Hveragerði. Framkvæmdir næstu ára lúta allar að því að bæta lífsgæði, gera Hveragerði að enn betri búsetukosti og að auka hér möguleika til atvinnuuppbyggingar
Með stöðugt lækkandi skuldum og léttari greiðslubyrði mun skapast svigrúm til að íbúar fái notið bætts rekstrar og meiri þjónustu þar sem þess nokkur kostur
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir
Samþykkt að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun til síðari umræðu.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 18:36.
Getum við bætt efni síðunnar?
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.